Loksins breytt vindátt ...

sem eru góðar fréttir fyrir bændur undir Eyjafjöllum og í V-Skaftafellssýslu, en slæmar fyrir aðra.

Það hefur vakið furðu margra hve stöðug vindáttin  hefur verið síðan gosið í Eyjafjallajökli byrjaði eða vest-, norðvestlæg. Hlýtur það að teljast óvenjulegt í svo langan tíma og hlaut einhvern tímann að taka enda.

En nú er vindátt að breytast svo búast má við öskufalli um mest allt land:

Spá veðurstofunnar er þessi fyrir dagana 13. maí til 17. maí:

Föstudagur (14. maí): Spáð er öskufalli vestur af Eyjafjallajökli, allt að Faxaflóa.

Laugardagur og sunnudagur (15.-16. maí): Horfur á öskufalli suðvestur og suður af eldstöðinni.

Mánudagur (17. maí): Útlit fyrir að aska falli norðaustur af eldstöðinni.

Þriðjudagur (18. maí): Útlit fyrir að aska berist til norðvesturs og norður af eldstöðinni.

Seinni part næstu viku er svo spáð suðaustlægum vindum og berst þá askan svipað og spáð er næsta þriðjudag.


mbl.is Öskufall í Landeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 57
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 455280

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 233
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband