Frumhlaup Lilju

Það er nú ljóst að upphlaup Lilju Mósesdóttur nýverið er frumhlaup sem gerir stöðu hennar í flokki Vinstri grænna mjög erfiða.

Menn geta varla verið sáttir við tímasetningu hennar nú þegar tæp vika er í sveitarstjórnarkosningar. Staða Vinstri grænna var ágæt fyrir á flestum stöðum, nema í Reykjavík þar sem flokkinn er að tapa nær helmingi fyrra atkvæðafylgis yfir til Besta flokksins.

Enda kætast Gnarristar mjög þessa dagana vegna yfirlýsingargleði og stjórnarandstöðu Lilju og hampa henni mjög á bloggsíðum sínum. Hún hjálpar þeim auðvitað mjög í áróðri þeirra gegn Vinstri grænum, eina ekki-hrunflokknum, þ.e. að þeir séu orðnir jafnsekir hinum flokkunum með athafnaleysi sínu í ríkisstjórn.

Það hlýtur að koma til umræðu innan flokks Vinstri grænna að setja Lilju úrslitakosti: annað hvort hætti hún þessum vinsældaleik og flaðri upp um Besta flokkinn og Hreyfinguna, eða hún fari einfaldlega yfir til stjórnarandstöðunnar.

Auðvitað væri best að hún þekkti sinn vitnunartíma og færi sjálf. Hún hefur í raun aldrei tilheyrt þessum hópi, Vinstri grænum, kom þangað inn bakdyramegin í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar en hefur aldrei starfað þar og hefur þar engan bakhjald.

Ég er viss um að Birgitta Jónsdóttir og fleiri í (Borgara)Hreyfingunni bíða hennar opnum örmum.

Þá megum við örugglega vænta framboðs Gnarrista í næstu alþingiskosningum, einhvers konar regnhlífarsamtök þeirra sem eru óánægðir með fjórflokkana.


mbl.is Þarf kjark til að stoppa í gatið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Lilja Mósesdóttir kom nú ekki meira bakdyramegin inní VG en að hafna í þriðja sæti í forvali flokksins fyrir síðustu alþingiskosningar og varð meðal annars fyrir ofan sjálfa Álfheiði Ingadóttur, Árna Þór og Kolbrúnu Halldórsdóttur, svo allt tal um að hún hafi engan bakhjarl í VG er eins og hvert annað blábjánakjaftæði.

En vonandi þurfa flokkseigendur VG ekki að bíða þess lengi að Lilja Mósesdóttir, Ögmundur Jónasson, Guðfríður Lilja, Ásmundur Einar, Atli Gísla og Jón Bjarnason yfirgefi flokkinn. En sama dag og það gerist verður flokkur Svavars, Álfheiðar og Steingríms, ásamt búrtíkum þeirra, borin eins og hvert annað skran á sorphauginn.

Jóhannes Ragnarsson, 24.5.2010 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 455373

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 123
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband