Hvað með sendiherra Bandaríkjamanna?

Þetta er auðvitað gott mál - ef að þetta markar nýtt upphaf í samskiptum borgarstjóra - og borgarstjórnar - í samskiptum við erlenda sendimenn.

Nú fyrir skemmstu barst okkur sú "ánægjulega" frétt að skipaður hefði verið nýr sendiherra Bandaríkjanna hér á landi (en við höfum verið blessunarlega laus við slíkt fyrirbæri um hríð).

Í kjölfar nýrra frétta um pyntingar herliðs USA á föngum í Afganistan og um að Bandaríkjaher haldi áfram hernaðaraðgerðum í Írak, þrátt fyrir yfirlýsingu um að stríðinu þar sé lokið og hið eiginlega herlið sent heim, þá er eðlilegt og sjálfsagt af Gnarr að halda áfram á þessari sömu braut - og afhenda sendiherranum mótmæli vegna mannréttindabrota USA í Afganistan og áframhaldandi hernaðs í Írak.

Ef hann gerir það ekki verður að líta svo á að mótmælin við kínversku sendinefndina sé aðeins sýndarmennska - og kannski fyrst og fremst kratalega aðferð til að koma höggi á forsetann, Ólaf Ragnar, vegna tíðra og gagnrýnislegra samskipta hans við Kínverja.

En kannski liggur hnífurinn einmitt þar í kúnni, en ekki í mannréttindaást borgarstjórans?


mbl.is Mótmælabréf Jóns Gnarr til Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ef hann gerir það ekki verður að líta svo á að mótmælin við kínversku sendinefndina sé aðeins sýndarmennska"

Það er ótölulegur fjöldi manna sem verða fyrir mannréttindabrotum á hverjum degi, í flestum ríkjum heims. Borgarstjóri myndi lítið annað gera heldur en afhenda bréf af þessu tagi ef hann ætlaði að afhenda fólki frá öllum þessum ríkjum bréf þar sem mannréttindabrotum væri mótmælt.

Það vill einnig svo til að ólíkt Kína, þá er fólki ekki skipulega stungið í fangelsi í Bandaríkjunum ef það dirfist að leggja til breytingar á stjórnarfari. Þvert á móti eru Kínverjar alveg í sérflokki í heiminum í sinni skoðanakúgun og ekki við hæfi að reyna að hræða upp einhverja Kanagrýlu til að fela það.

Þessi rök þín halda því ekki vatni.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 15:34

2 identicon

æi kolbeinn minn ef þú trúir virkilega að kínverjar séu að fremja meira af mannréttindabrotum heldur en bandaríkjamenn ertu líklega meira enn soldið heilaþveginn, hvíldu þíg nú á hollívúd-bullinu og farðu að kynna þér málin áður en þú ferð að tjá þig um þau opinberlega

Örn (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 16:06

3 identicon

Þetta er nú hálf vandræðalegt, Örn „minn“, ef þú ert að reyna að halda því fram að í Bandaríkjunum sé stundað eitthvað í líkingu við þá skipulögðu ritskoðun og skoðanakúgun sem kínverska þjóðin býr við í sínu heimalandi. Því það er það sem var hér til umræðu, þ.e. skoðanakúgun og samviskufangar sem sitja í fangelsi eingöngu vegna þess að þeir hafa reynt að tjá skoðanir sínar. Staðreyndin er óumdeild að slíkt er jafn viðvarandi og algilt í Kína og það er fágætt fyrirbæri í Bandaríkjunum. Það er því ósennilegt að þú hafir ætlað að gera þig að athlægi með því að gefa í skyn að málfrelsi sé jafn fótum troðið í Bandaríkjunum og í Kína.

Sennilegra er þó að þú hafir ætlað að grípa til gamalkunnugra kappræðuklækja, þ.e. að „bæta svo böl með að benda á eitthvað annað“. Þar sem sú staðreynd hentar þér ekki að í Kína nýtur tjáningafrelsi engrar verndar á meðan það er virt í flestum vestrænum ríkjum, þar á meðal í Bandaríkjunum, þá grípur þú til þess að drepa því máli á dreif með því að fara að tala um eitthvað annað en akkúrat tjáningarfrelsi, sem er það sem bréf borgarstjóra fjallaði um.

Hefði borgarstjóri kosið að gagnrýna Kína fyrir eitthvað annað, t.d. hernaðarbrölt sitt, væri fullt tilefni til að kalla eftir sams konar mótmælum hans við innrásum Bandaríkjamanna í Afganistan og enn frekar Írak, en það vill bara svo til að það var ekki það sem var hér til umfjöllunar.

Meira að segja í þeim mannréttindamálum sem Bandaríkjamenn hegða sér óafsakanlega, svo sem varðandi pyntingar og dauðrefsingar, þá eru þeir kjúklingar við hliðina á rauða risanum, sbr. t.d.:

http://en.wikipedia.org/wiki/Capital_punishment#Global_distribution

Nei, það vill einfaldlega svo til að í þessu máli sem borgarstjóri var að andæfa, þ.e. skoðanakúgun, þá eru næsta jafn fá ríki jafn grimmilega svívirðileg og Kína og það að ætla að nefna Bandaríkin til sögunnar í sömu andrá og sú bæling er nefnd er ekki til annars fallið en gera gagnrýnina léttvæga og ómarktæka, fyrir utan að hafa að spotti þær ótöldu þúsundir sem þjást bak við þagnarmúrana í austri.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 18:31

4 Smámynd: SeeingRed

Mannréttindbrot Bandaríkjamanna um heim allan eru gríðarlega umfangsmikil og vel falinn mörg hver (meira þó dregið fram í dagsljósið eftir að Wikileaks kom fram á sjónarsviðið), en Kínverjar eru vissulega með þeim alverstu. Það mætti samt alveg senda Obama eins og eitt harðort bréf og krefjast þess að látið verði strax af stríðsglæpum...vonadi líka að Wikileaks láti ekki deigann síga við að afhjúpa viðurstyggilegt framferði bæði af hendi USA sem annara ríkja.

SeeingRed, 15.9.2010 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 454854

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband