Hvaða gráður er hann þá með?

Þessi yfirlýsing bætir nú litlu við þá þoku sem liggur um námsferil og námsárangur Sigmundar Davíðs.

Hann segist hafa lokið námi frá Viðskipta- og hagfræðideild HÍ með fjölmiðlafræði sem aukagrein, án þess að það komi fram hver gráðan var (er hann BA/BS eða með master?).

Þá stundaði hann nám í hagfræði og hagþróun í Moskvu í hálft ár og var tvö ár í "skiptinámi" við Kaupmannahafnarháskóla, "einkum" í greinum sem heyra undir alþjóðasamskipti og opinbera stjórnsýslu. Lauk þessu námi með einhverjum gráðum (prófi?)?

Síðan segist hann hafa lagt á stund á tveggja ára þverfaglegt mastersnám í Oxford, einkum í hagfræðideild og stjórnmálafræðideild. Er hann þannig með mastersgráðu í þessum grienum (þ.e. lauk hann náminu með prófgráðu?)?

Mér sýnist svo ekki vera. Þannig má vel halda því fram að Sigmundur Davíð hafi verið að blekkja almenning með þeim lýsingum á námi sínu sem Fréttatíminn hefur verið að fetta fingur út í - og sé enn við sama heygarðshornið.

Ég vil bara minna á mál þýska ráðherrans sem varð að hrökklast úr starfi nú nýlega vegna óeðlilegra aðferða við að verða sér út um doktorsnafnbót.

Nú er þingmaðurinn ekki ráðherra og á því ekki neitt slíkt á hættu - en trúverðugleiki hans hefur beðið mikla hnekki.


mbl.is Sigmundur Davíð gerir grein fyrir námsferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LOL...

Skelfing er nú fólk farið að leggjast lágt !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 13:30

2 identicon

hvaða gráðu er össur með hrognateljari.

gisli (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 13:50

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvaða gráðu er forsætisráðherra með? (flugfreyja með gagnfræðapróf) Fjármálaráðherra? (Jarðfræði...lauk ekki prófi)  Eigum við að ganga á línuna?

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 14:07

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta sýnir bara hversu umræðan hjá "okkur" er á lágu plani - hverjum er ekki nokk sama hvað hann er menntaður ef hann er að standa sig - er þó ánægður að vita að hann er ekki einn af þessul "löglærðu" sem fljóta út um allt í dag og lítið vita; nei

þó svo hann væri algjörlega ómenntaður en með verkvit þá dygði það mér - kalla ekki sérstaklega eftir gráðum sem svo oft ekki virka neitt.

Jón Snæbjörnsson, 15.4.2011 kl. 14:32

5 identicon

Sigmundur, stjórnmálamaðurinn sjálfur, lýsir sjálfum sér best, ekki prófgráður.  Ekki telst heldur alltaf lakara að eitthvað gangi ekki upp hjá fólki í lífinu eins og það ætlaðist upphaflega til.

Jonsi (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 14:33

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Össur varð líffræðingur BS árið 1979 og síðar doktor í lífeðlisfræði (æxlun laxfiska).

Steingrímur tók B.Sc í jarðfærði 1981

Steingrímur Davíð er með BS í viðskiptafræði frá 1985

Jóhanna tók verlsunarpróf 1960  ( það er tvö ár eftir barnapróf, gagnfræðaprófið var fjögur ár. )

Sjá heimasíðu Alþingis.    

Viggó Jörgensson, 15.4.2011 kl. 14:33

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jón Steinar

Er þetta rangt á heimasíðu Alþingis með B.Sc gráðu Steingríms???

Viggó Jörgensson, 15.4.2011 kl. 14:36

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Steingrímur J. Sigfússon (Steingrímur Jóhann) F. á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 4. ágúst 1955. For.: Sigfús A. Jóhannsson (f. 5. júní 1926, d. 2. ágúst 2007) bóndi þar og Sigríður Jóhannesdóttir (f. 10. júní 1926, d. 15. okt. 2007) húsmóðir. M. (18. jan. 1985) Bergný Marvinsdóttir (f. 4. des. 1956) læknir. For.: Marvin Frímannsson og Ingibjörg Helgadóttir. Börn: Sigfús (1984), Brynjólfur (1988), Bjartur (1992), Vala (1998). Stúdentspróf MA 1976. B.Sc.-próf í jarðfræði HÍ 1981. Próf í kennslu- og uppeldisfræði HÍ 1982. Vörubifreiðarstjóri á sumrum 1978-1982. Við jarðfræðistörf og jafnframt íþróttafréttamaður hjá sjónvarpi 1982-1983. Landbúnaðar- og samgönguráðherra 28. sept. 1988 til 30. apríl 1991. Fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 1. febr. 2009 til 10. maí 2009. Fjármálaráðherra síðan 10. maí 2009. Fulltrúi nemenda í skólaráði MA 1975-1976. Í Stúdentaráði 1978-1980. Hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar. Í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1983-1987. Kjörinn 1984 í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum um sameiginleg hagsmunamál. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1984 og 1986. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1985-1988 og 1991-1995. Varaformaður Alþýðubandalagsins 1989-1995. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1991 og 2007. Formaður flokkahóps vinstri sósíalista í Norðurlandaráði 1998-2000. Formaður norræna ráðsins um málefni fatlaðra 1999-2000. Formaður í jafnréttisnefnd Evrópuráðsþingsins 2008-2009. Formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs frá stofnun flokksins í febrúar 1999. Í stjórnarskrárnefnd 2005-2007. Alþm. Norðurl. e. 1983-2003 (Alþb., Óh., Vg.), alþm. Norðaust. síðan 2003 (Vg.). Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1987-1988. Landbúnaðar- og samgönguráðherra 1988-1991, fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009, fjármálaráðherra síðan 2009. Sjávarútvegsnefnd 1991-1998 (form. 1995-1998), efnahags- og viðskiptanefnd 1991-1999, félagsmálanefnd 1999-2003, utanríkismálanefnd 1999-2009, sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2005. Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 1991-1995, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1996-2005 og 2006-2007, Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2007-2009, nefnd Evrópuráðsþingsins um jöfn tækifæri kvenna og karla 2008-2009 (form.). Ritstörf: Við öll – íslenskt velferðarsamfélag á tímamótum, 2006. Róið á ný mið, sóknarfæri íslensks sjávarútvegs, 1996. Hefur ritað fjölda blaða- og tímaritsgreina.

Viggó Jörgensson, 15.4.2011 kl. 14:37

9 identicon

Ef Sigmundi hefur þá á endanum ekki allt spilast upp í hendurnar í lífinu, án vonbrigða og erfiðleika, þá á hann e.t.v. meira sameiginlegt með landanum.  Væri ekki með viti hjá honum að reyna bara að spila út þeim sannleik að einginn er fullkominn, og hvað er eiginlega fullkomleikinn yfir höfuð?

Jonsi (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 14:39

10 Smámynd: Magnús Ágústsson

Hvada Gradu er hann med sama og allir adrir 66gradur nordur

Magnús Ágústsson, 15.4.2011 kl. 16:24

11 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hverjum er ekki sama hvaða gráður einn og annar þingmaður eða ráðherra er með.. Tek undir með Jóni hér að ofan og það þarf oft meira en gráður til að hlutirnir gangi..

Reynsla af lífinu , skólasókn, reynsla af vinnumarkaði, þetta er allt vatn í sömu skál og blandast þar hyggjuviti og lífssýn viðkomandi.. þessir hlutir í bland skapa persónu og móta.

Eiður Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 16:25

12 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Umræðan snýst alls ekki um það hvort hann sé með gráður eða ekki, eða hvaða gráður, heldur um það að hann hafi sagt rangt frá námi sínu eða ekki.

Einhver skrifar hér að ofan að umræðan sé á lágu plani - en gerir sig sjálfan sekan um lágt plan (og flestir sem skrifa hér).

Þetta átti að vera málefnaleg umræða um trúverðugleika Sigmundar Davíðs, en ekki um það hvort góð eða mikil menntun sé stjórnmálamönnum nauðsynleg.

Honum sjálfum hefur greinilega þótt það skipta máli, annars hefði hann ekki gefið allar þessar upplýsingar um menntun sína - sem svo reynast vera í meira lagi hæpnar.

Torfi Kristján Stefánsson, 15.4.2011 kl. 17:34

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála þér Torfi.

Gráðurnar eru ekki málið heldur sannleikurinn.  

Viggó Jörgensson, 15.4.2011 kl. 18:00

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og hér að ofan

ætlaði ég að segja Sigmundur Davíð lauk BS í viðskiptafræði árið 2005 skv. heimasíðu Alþingis. 

Viggó Jörgensson, 15.4.2011 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 72
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 294
  • Frá upphafi: 455295

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 246
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband