Alþingi ræður?

Það hlýtur að verða almenn krafa kjósenda að alþingi taki aftur fyrir aðildarviðræður Íslands við ESB í ljósi þess sem hefur gerst undanfarna mánuði á Evrusvæðinu.

Meira segja fyrrverandi Seðlabankastjóri Bandaríkjanna heldur því fram að Evran sé að hrynja - en samt heimtar Samfylkingin að aðlögunarferlinu verði flýtt ... og það er meira að segja stofnaður nýr flokkur til að ýta enn á eftir inngöngu landsins í ESB.

Stuðningsmenn aðildar höfða mikið til þess að fyrir liggi vilji meirihluta alþingis um að fara í viðræður við ESB um aðild að sambandinu. Það samkomulag er þó um tveggja ára gamalt og margt gerst á þeim tíma - auk þess sem Vinstri grænir voru neyddir til að samþykkja það til að af "miðvinstri" stjórn gæti orðið (Össur var jú að viðurkenna rétt í þessu að Samfylkingin væri miðflokkur, og þá væntanlega bæði "frjálslyndur og víðsýnn").

Nú er staðan allt önnur og greinilegt að ekki er lengur meirihluti á þingi fyrir áframhaldandi viðræðum. Bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa lýst yfir andstöðu sinni og afstaða Vinstri grænna er kunn frá því fyrir kosningar.

Því er nauðsynlegt að alþingi taka málið fyrir að nýju svo það sé svart á hvítu hver vilji þess er nú. Best væri auðvitað að þjóðinni fengi að kjósa strax nú í haust um hvort halda skuli viðræðunum áfram eða ekki. Nægar upplýsingar liggja nú þegar fyrir um hver staða mála sé.


mbl.is Segir ESB-umsóknina tilgangslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að vitna í umsögn komandi frá aðila tengdum hægrisinnaðri hugmyndafræði sem ýmsir þingmenn breska Íhaldsflokksins eru í forsvari og slá því upp sem fyrir sögn.

LÍÚ áróðurinn heldur áfram en er farinn að kafa ansi djúpt ofan í sandkassann.

Væntalega kokgleypa allir einangrunarsinnar mbl.is spjallsins alla vitleysuna sem fyrr.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 20:30

2 identicon

Sæll Torfi þetta er bara raunsæji og sannleikur sem þú segir hér.

@ Jón Sigurðsson hér er bara að fabúlera.

Hvorki ég né þú eða meirihluti þjóðarinnar tengist LÍU eða þeirri auðvalds klíku á nokkurn hátt og við erum ekkert að hlusta á þá, við hlustum á rödd skynseminnar og þess sem passar okkur og framtíð okkar sem ein þjóð í einu landi.

Við erum heldur alls engir "einangrunarsinnar" heldur miklu frekar sannir alþjóðasinnar en viljum samt veg og vanda lands okkar og þjóðar sem mestan utan þessa botnlausa skuldabandalags og bjúrokrata gímalds sem heitir ESB og er dauða dæmt stjórnsýsluappart ólýðræðis og spillingar !

Og hana nú !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 20:39

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Við þurfum sjálf að taka til í okkar spilltu LÍÚ-lífeyrissjóðs-banka-spillingu. Það gerir það enginn fyrir okkur, skiljanlega.

Hvaða þjóða-samband ætti svosem að hafa áhuga á að siðmennta íslendinga, ef þeir nenna því ekki sjálfir?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2011 kl. 20:56

4 identicon

Já, Jón er gott dæmi um þá "upplýstu umræðu" sem Evrópusambandssinnar halda því fram að þeir hafi fram að færa.

Hún er það upplýst að andstæðingarnir eru flokkaðir sem íhaldsmenn, þjóðernissinnar, öfgasinnaðir vinstri og/eða hægri menn, LÍÚ leppar eða sveitamenn (rollubændur) sem eru andstæðingar neytenda!

Lengi lifi upplýst umræða um ESB aðild!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 21:11

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Væntalega kokgleypa allir einangrunarsinnar mbl.is spjallsins alla vitleysuna sem fyrr.

Frekar broslegt komandi frá aðila sem vill lokast inni í bandalagi þjóða sem eru um 7-8% alls fólksfjölda á plánetunni, er ekki betra að vera utan ESB og vera í sambandi og samningu við 100% þjóða þessarar plánetu, ESB aðild er einangrun...

Halldór Björgvin Jóhannsson, 23.8.2011 kl. 21:24

6 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það er svolítið merkilegt að þeir sem vilja halda dyrum Íslendinga opnum til þess að semja við þjóðir eins og Bandaríkjamenn, Kínverja, Indverja o.s.frv. séu kallaðir einangrunarsinnar, en þeir sem vilja eyða þessum kostum alþjóðasinnar. Er ekki eitthvað bogið hér?

Skúli Víkingsson, 23.8.2011 kl. 21:31

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Einangunarsinnaðir LÍÚ liðar og rollubændur virðast vera 65% þjóðarinnar, samkvæmt málflutningi ESB sinna. Ef ég fell undir þennann flokk er ég stolltur.

Gunnar Heiðarsson, 24.8.2011 kl. 07:43

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur.  Við andstæðingar ESB erum þvert á móti því að vera einangrunarsinnar, við viljum hafa allann heimin okkur opinn.  Og sammála Önnu við þurfum sjálf að takast á við L.Í.Ú mafíuna, aðstoða bændur undan hæl sláturleyfishafa og takast fyrst og fremst á við gamla útjálkaða spillta stjórnmálamenn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2011 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 318
  • Frá upphafi: 455320

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 268
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband