Gott!

Það er kominn tími til að koma í veg fyrir að prófessorar við Háskóla Íslands misnoti aðstöðu sína til að agitera fyrir persónulegum skoðunum sínum, eins og Þórólfur hefur iðulega gert.

Nú síðast reyndi hann að láta líta svo út að sauðfjárbændur væru baggi á samfélaginu vegna þess að framleifð þeirra (tekjur) væri langt frá því að vera ásættanleg - og þeim væri í raun haldið uppi af skattgreiðendum án nokkurra tekna fyrir þjóðarbúið á móti.

Útreikningar hans voru með eindæmum og fyrst og fremst settir fram til að rökstyðja þörf á inngöngu í Evrópusambandið - og frjálsan innflutning landbúnaðarvara, ekki síst kindakjöts.

Þetta hafa síðan aðildarsinnar gripið á lofti, kallað víðsýni og frjálslyndi - og krafist frjáls innflutnings landbúnaðarafurða.

Varla þekkist verra dæmi af pólitískt lituðum "rannsóknum" en þessum, nema ef vera skyldi nýfrjálshyggjuáróður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

Ljóst er að stjórn Háskólarektors á undirmönnum sínum er engin - og sætir sívaxandi furðu að hún hafi verið valin í þessa mikilvægu stöðu, sem hún veldur engan veginn. 


mbl.is Bændur óánægðir með skrif prófessors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 454854

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband