Ný "ógnarstjórn"?

Það er auðvitað alltaf jafn athyglisvert að lesa og heyra fréttirnar frá Libýu í íslenskum fjölmiðlum (og útlenskum svo sem einnig). Ljóst er að unnið er upp úr erlendum fréttaskeytum, yfirleitt þeim sömu, svo líkar eru fréttirnar. Orðalagið 42 ára "ógnarstjórn" Gaddafis er t.d. mjög algengur frasi.

Hins vegar er lítið unnið úr fréttunum. Svo er með þessa frétt um Sharialögin.  Hún vekur litla athygli því fréttamiðlunum er greinilega slétt sama um hvernig framtíðin verður fyrir almenning í Libýu.

Fréttin segir okkur þó að nýju valdhafarnir stefni að því að færa Libýu áratugi ef ekki aldir aftur í tímann.  Sharialögin illræmdu voru nefnilega við lýði í Afganistan - og ein helsta ástæða þess hversu mikinn stuðning innrásin í landið fékk. Og eins og nú virðist vera að gerast í Libýu, komu Vesturveldin Talibönum til valda með því að fella sósíalistíska stjórn landsins - og þurftu síðan að ráðaist inn í landið til að losna við Talibanana.

Það er greinilegt að sumir aðilar á Vesturlöndum eru farnir að sjá eftir þátttökunni í borgarastyrjöldinni. Ummæli  breska utanríkisráðherrans um morðið á Gaddafi bendir til þess. Þróunin gæti því orðið eins og ástandið var í Afganistan fyrir meira en áratug síðan.

Einnig eru nýir ráðmenn í Danmörku hugsi yfir þessum hugmyndum um Sharialög. Fulltrúar frá dönsku flokkunum, sem studdu hernaðaraðgerðirnar, höfðu farið til Libýu í sumar og töldu sig hafa fengið tryggingu fyrir því hjá forystumönnum Þjóðarráðsins að hin nýja Libýa yrði byggð upp á lýðræðislegan hátt þar sem trúarbragðafrelsi ríkti. Með Sharialögum yrði það síðarnefnda a.m.k. úr sögunni.

Sharialögin eru enn við lýði í Íran og Saudí-Arabíu. Nú er mikil hætta á að þau verði einnig grundvöllur nýrrar stjórnarskrár í Túnis því flokkur herskárra íslamista er spáð stórsigri í kosningunum þar sem fóru fram í gær. Og svo núna í Libýu. Þá er ekki víst að fögnuðurinn verði eins mikill og hann var við fréttirnar um að Gaddafi væri allur.


mbl.is Líbíumenn taki upp sjaríalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Enn og aftur er ég gapandi yfir því að fólki komi þetta á óvart. Er ég svona ofurgreindur, hef ég svona ótrúlega innsýn í alþjóðamál eða eru stjórnmálamenn yfirhöfuð heimskt fólk sem ekkert skilur?

Villi Asgeirsson, 24.10.2011 kl. 08:48

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Við erum nú einfaldlega enn í því að upplifa leifarnar af kalda stríðinu. Markmið vestrænna stjórnvalda er að kollvarpa öllu því stjórnarformi sem minnir á sósíalisma eða kommúnisma.

Þessi vegna er áróðurinn sá hinn sami og var þegar Austur-Evrópu og Sovétríkin voru að falla: einræði og ógnarstjórn. Þess vegna styðja kratar allra landa þessar aðgerðir, þar á meðal í Danmörku, Bretlandi og hér heima (vegna kommahaturs þeirra).

Þetta er að takast mjög vel hjá alþjóðaauðvaldinu - þ.e. að losna við allar hindranir fyrir "frjálsu" streymi fjármagns um heiminn.

Það er aðeins Kína (og Sýrland) sem standa eftir, auk semi-sósíalistísk lönd eins og Íran. Sýrland er að falla svo það er spurning hvaða land verður næst. Líklega Íran - og þá fer að þrengja að Kínverjum. Við stefnum hægt og sígandi í nýja stórstyrjöld, sem líklega verður okkar hinsta.

Torfi Kristján Stefánsson, 24.10.2011 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 176
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband