Viðskiptaráðið og Tryggvi Þór

Þessi mynd, Inside Job, sýnir ekki aðeins blekkingarleik Viðskiptaráðs og Tryggva Þórs Herbertssonar (eða vanhæfni íslenskra hagfræðinga) heldur einnig vanhæfni Sjálfstæðisflokksins og fjölmiðla við að takast á við Hrunið.

Fyrir það fyrsta er ótrúlegt til þess að vita hversu oft fjölmiðlar leita til Viðskiptaráðs með umsögn um stöðu fjármála hér á landi, í ljósi þess hvernig ráðið hagaði sér fyrir Hrun.

Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn á engan hátt gert upp við þátt sinn í Hruninu heldur þvert á móti, kennt öllu öðru um en sjálfum sér. Flokkurinn beit svo höfuðið af skömminni með því að kjósa Tryggva Þór á þing í síðustu kosningum og situr nú uppi með hann þegar upplýsingar streyma inn um keyptar upplýsingar frá honum fyrir Hrun.

Vonandi kemur að því að Sjálfstæðisflokkurinn, fjölmiðlar og Viðskiptaráð horfist í augu við gerðan hlut og bæti vinnubrögð sín til muna. Við þurfum á heilbrigðara og heiðarlegra samfélagi að halda!


mbl.is Styrmir: Dýrt spaug Viðskiptaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 455373

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 123
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband