Hræsni?

Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé nú hræsni í byggingarfulltrúanum því fram kemur í fréttinni að það hafi komið á borð hjá honum nú í janúar sl. og einnig 2012. Þá er unnið eftir borgarskipulagi frá árinu 2006 sem varla getur talist svo gamalt.

Þá er það nokkuð hlálegt að sjá Hjálmar Sveinsson sverja af sér, og borgarmeirihlutann, alla aðkomu að málinu því það er algjörlega í samræmi við stefnu borgarmeirihlutans um að þétta byggðina og reisa svona turna. Sem dæmi um "turnana" má nefna hótelbyggingar við Höfðatún og við Hörpuna, sem nú standa yfir eða eru að byrja, og fleiri framkvæmdir í borginni þar sem er verið að reisa háhýsi eða hækka byggðina.

Að lokum má nefna sjálfa Hörpuna. Eftir að búið var að rífa vöruskemmur Eimskips við höfnina opnaðist þessi líka fína fjallasýn til norðurs af fjölfarnasta túristasvæði borgarinnar, Lækjartorgi, Lækjargötu og Bankastræti (og þar með tekið "of lítið tilliti til gömlu Reykjavíkur með fíngert mynstur og fallegar götulínur" (Hjálmar!)).

Svo þegar Harpan tók að hækka þá hvarf þessi fallega fjallasýn smám saman (þessi "einstaklega fallegi sjónás" eins og Hjálmar orðar það um Frakkastíginn) og eftir stendur þessi ljóti kumbaldi sem ég tel vera langversta skipulagsslys síðustu áratugina hér í borginni. Þá heyrðist ekki múkk frá Hjálmari né borgarstjórnarmeirihlutanum - en nú nálgast kosningar og þá er óhætt að taka upp hræsnistalið. Allt er jú leyfilegt til að ná í atkvæðin. 

Reyndar virðist hræsnin vera mun meiri hjá Hjálmari en byggingarfulltrúanum því fram kemur í máli þess síðarnefnda að ekki sé of seint að koma í veg fyrir þetta skipulagsslys. Til þess þurfi einungis pólitískan vilja.


mbl.is Verstu skipulagsmistök í áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 301
  • Frá upphafi: 455303

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 253
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband