Mjög eitraður reykur

Það leggur mjög eitraðan reyk frá eldinum við Grettisgötuna. Þetta er skrifstofuhúsnæðið á horni Grettisgötu og Rauðarárstígs.

Þarna er mikil íbúðabyggð og leggur reykinn yfir Snorrabrautina og yfir Grettisgötuhúsin vestan við hana. 

Auk þess er full af fólki að horfa á og er í raun í hættu vegna reyksins.

Lögreglan er komin en gerir ekkert og slökkviliðið er mjög seint á vettvang. Ekkert byrjað að reyna að slökkva eldinn þegar ég fór þarna hjá fyrir nokkrum mínútum.

Engar upplýsingar til íbúanna í nærliggjandi húsum! 


mbl.is Mikill eldur á Grettisgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Uppfært. Þetta er réttingarverkstæðið en ekki skrifstofublokkin - sem útskýrir eitraðan reykinn.

Torfi Kristján Stefánsson, 7.3.2016 kl. 20:43

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Eldurinn kom upp uppúr kl. 20 og fyrst rúmum klukkutíma seinna sendi lögreglan skilaboð til íbúanna við Snorrabraut (svona 20-30 metrum frá eldinum) um að loka gluggum og hækka hitann á ofnunum. Skilaboðin voru fyrst á ensku!

Það er greinilega eitthvað mikið að í þessu almannavarnakerfi.

Enn standa eldtungurnar upp úr húsinu og eitraðan reykinn leggur yfir Laugaveginn og Hverfisgötuna, einum og hálfu tíma eftir að eldurinn kom upp. Og rétt í þessu var að koma jeppi með fullt af slökkviliðsmönnum.

Það hefur tekið tíma sinn að ræsa út liðið!

Torfi Kristján Stefánsson, 7.3.2016 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 220
  • Frá upphafi: 455370

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 180
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband