Óskhyggja Baldurs

Þetta er auðvitað all sérstök túlkun stjórnmálafræðingsins á stöðu stjórnarmyndunarviðræðanna. Það virðist vera lenska í þessari háskóladeild að leyfa sér mikla hlutdrægni í störfum sínum. Hannes Hólmsteinn er auðvitað gott dæmi um það en mér sýnist að Baldur þessi leyfi sér svipaða hluti.

Baldur var áður yfirlýstur Samfylkingarmaður og leyfði sér þá ýmislegt sem manni fannst samrýmast illa háskólaprófessor og þeirri hlutleysiskröfu sem eðlilegt er að þeir uppfylli. Nú virðist hann hafa farið enn lengra inn á miðjuna eða til hægri. Nýjar heimaslóðir Baldurs virðast þannig að vera hjá Viðreisn eða Bjartri framtíð og verður að lesa þessa "túlkun" hans á stöðu mála með það í huga. 

Vandamálið við fimm flokka stjórn er nefnilega ekki Píratar heldur hægri miðflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð. Vinstri grænir og Píratar standa næst hvor öðrum. Því mun Katrín fyrr gefast upp á þessum flokkum en á Pírötum. Og hún á um fleiri kosti að velja en Bjarta viðreisn - og það vita hægrimiðflokkarnir auðvitað ágætlega.
Það er því kominn tími til að gefa Baldri og "skýringum" hans frí og fá einhvern í hans stað sem ekki er eins áberandi hlutdrægur.


mbl.is „Katrín er öll af vilja gerð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 228
  • Frá upphafi: 455229

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 187
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband