Feluleikur?

Það er furðulegt að ekki hafi fyrr en nú birst fréttir af þessari skólpmengun, sem mun hafa staðið yfir í um 10 daga hið minnsta.
Þetta er eflaust alvarlegasta skólpmengunin á höfuðborgarsvæðinu á þessari öld. Svo virðist sem reynt hafi verið að þagga hana niður, enda mun umrædd bilun í dælistöðinni staðið mun lengur yfir en sjálf mengunin, eða allavega frá 19. júní! 
Spurning hvort borgaryfirvöld hafi nokkuð þótt þetta það merkilegt að grípa þyrfti til almennilegra ráðstafana fyrr en í algjört óefni var komið.

Svo er auðvitað spurning hvort þessi skólpmengun hafi ekki nú þegar borist inn í hús í borginni í gegnum niðurfallskerfin, þó svo að "umhverfisstjóri" OR segi að gripið hafi verið til ráðstafana til að hindra það.

Að minnsta kosti hafa heyrst einkennilegir skruðningar víða í leiðslum undanfarna daga - og skrítin lykt (skítalykt) borist upp um niðurföll vaska, sturta og baðkara í gamla bænum í það minnsta.

En lengi má böl bæta með að benda á annað verra, segir máltækið. Á það vel við í þessu tilviki. Ástandið í skólpmálum höfuðborgarsvæðisins hafi verið miklu verra á síðustu öld (og því engin ástæða til að gera veður út af þessu?)!


mbl.is „Þetta er mjög bagalegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 455373

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 123
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband