Pínlegt upphlaup

Ég efast um að Hafnfirðingar og stuðningsmenn FH séu hreyknir af framferði formanns knattspyrnudeildar fimleikafélagsins í þessu máli. Ljóst var á öllu að hann var stuðningsmaður Geirs og grandvarir menn segja að stjórn knattspyrnudeildar FH hafi fylgt formanninum þar.
Þá finnst einhverjum að fiskur liggi þarna undir steini, þ.e. að FH skuldi Geir einhvern greiða frá formannstíð hans, nokkuð sem ekki megi líta dagsins ljós.

Allavegana er þessi stuðningur óskiljanlegur í ljós allra þeirra hneykslismála sem komu upp í stjórnartíð Geirs og fyrirrennara hans, Eggerts Magnússonar (stúkan margfræga á Laugardalsvellinum ofl.).
Þá er og nokkuð sérkennilegt hvað Geir hefur fengið mikið pláss í fjölmiðlum miðað við forsöguna - og útkomuna.
Hefði ekki verið eðlilegra að þegja sem mest um þetta frumhlaup hans, enda kom hið sanna í ljós núna í kosningunni á þinginu, að hann hafði mjög lítinn stuðning (fyrir utan FH-inganna auðvitað)?
Þetta framboð var einfaldlega pínlegt - og sorglegt - enda útkoman eftir því.


mbl.is Yfirburðasigur Guðna á Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 308
  • Frá upphafi: 455310

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 259
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband