Ertu þetta ekki þekktir siðleysingjar?

Mér skilst að (meint) brot Samherja hafi falist í því að það seldi afla skipa sinna hér á landi til dótturfyrirtækja sinna erlendis á lægra verði en tíðkaðist í viðskiptum ótengdra aðila. Fyrir vikið hafi hagnaður verið fluttur úr landi framhjá sköttum og gjaldeyrir skilaði sér ekki til landsins.

Hins vegar hafi komið í ljós að vegna mistaka í gerð reglugerðar vegna gjaldeyrislaganna hafi lögin ekki haldið á þessu tímabili sem um ræðir. 
Þannig að þetta var svo sannarlega lögbrot en vegna formgalla var því vísað frá.
Sem sé lögleg en siðlaust eins og svo margt annað í íslensku viðskiptalífi.

Þess vegna kemur aðförin að Má seðlabankjastjóra mjög á óvart. Hún hefur ekki aðeins átt sér stað í neikvæðri umfjöllun fjölmiðla um hann og Seðlabankann í þessu máli heldur hefur forsætisráðherrann, formaður VG, hneykslast mjög á framgöngu bankans í málinu.

Spurning af hverju hún reynir að þóknast útgerðarauðvaldinu á þennan hátt miðað við hinn harða tón Vinstri grænna í garð þess áður en til stjórnarsamstarfsins við íhaldið kom. Tækifærismennska á háu stig? 


mbl.is „Kumpánlegur“ bankastjóri óviðeigandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 455250

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 207
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband