Enn flogið á Spán þrátt fyrir útgáfubann þar

Þau er ótrúlegt að vita til þess að ferðaskrifstofan Vita er enn með ferðir til Spánar (Kanaríeyja) þrátt fyrir útgáfubannið þar í landi.
Ástæðan ætti að vera augljós. Ef ferðaskrifstofan felldi þessar ferðir niður þyrfti hún að endurgreiða fólki ferðirnar en með þessu móti kemst hún hjá því. Já, fégræðgin ríður ekki við einteyming á þeim bænum.
Ferðafólkið, sem skiljanlega hefur lítinn áhuga á að fara utan til þess eins að hanga inni á hótelherbergjum vegna útgöngubannsins og afpantar því ferðirnar, þarf þannig að bera sjálft kostnaðinn.

Ef það væri einhver dugur í íslenskum stjórnvöldum væru þau búin að loka fyrir þessar ferðir og hefðu þegar gefið út tilkynningar um hvernig fólki (og fyrirtækjum) væri bætt þetta tap upp. Ónei, í staðinn er engin takmörk á ferðalögum á helstu hættusvæðin, heldur fólk sett í sóttkví þegar það kemur heim! 
Mætti maður þá heldur biðja um pólitískar aðgerðir hér heima rétt eins og gert er í Danmörku, Noregi og víðar?

https://www.ruv.is/frett/ferdir-til-og-fra-kanarieyjum-a-aaetlun


mbl.is Útgöngubann á Spáni og hluta Frakklands lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 219
  • Frá upphafi: 455369

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 179
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband