Engar takmarkanir hjá íslenskum stjórnvöldum!

Ótrúlegt til þess að vita að ferðaskrifstofur og Icelandair halda enn fast við ferðir á háhættusvæði í Evrópu og óskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki komið í veg fyrir þessar ferðir eða sett reglur um endurgreiðslu til þeirra farþega sem afbóka ferðirnar. 

Þessi tilmæli frá ESB hafa örugglega lítið að segja en vonir standa þó til að Evrópusambandið banni með öllu ónauðsynleg ferðalög til ESB-landanna og leysi þannig aumingjaskap sumra þjóða undan skömminni.

Þá er enn ekkert að frétta af stuðningi íslenskra stjórnvalda til þess fólks sem hefur afbókað ferðir til háhættusvæða eða hefur hugsað sér að gera það, né til þeirra sem hafa flýtt heimkomunni vegna útgöngubannsins í þeim löndum sem það dvelur í - og þarf svo að borga fúlgur fjár til að komast fyrr heim.

Svíarnir ganga hins vegar strax í málið og gefa það út að ef fólki er ráðlagt frá að ferðast til ákveðinna landa, er flugfélögum og ferðaskrifstofum skylt að endurgreiða þeim útlagðan kostnað ef það hættir við ferðina:
https://www.svt.se/nyheter/inrikes/det-har-galler-om-du-bokat-en-resa-1


mbl.is Leggur til takmarkanir á ferðum til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband