Víti til varnaðar?

Exeterhúsið við Tryggvagötu var rifið árið 2016, eða fyrir fjórum árum. Málið var svo sent til héraðssaksóknara árið 2017 en samið við byggingarfyrirtækið sem reif húsið um að endurbyggja það í sömu mynd:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/07/exeter_husid_verdur_endurbyggt/

Það sjá auðvitað allir, ef bornar eru saman myndir af gamla Exeterhúsinu og því nýja, að það síðarnefnda var alls ekki byggt í sömu mynd.

https://turisti.is/2017/08/nytt-hotel-i-tryggvagotu-mun-heita-exeter-house/

Nýja húsið var svo gert að hóteli og allt KEA-batteríið selt fjárfestum frá Alaska á 5,3 milljarða króna! Herbergin í Exterhótelinu er uþb. sjötti hluti hótelkeðjunnar þannig að það má verðleggja nýju byggingarnar (sem eru reyndar tvær) upp á tæpan milljarð. Vel heppnað lögbrot það!

Mál þetta, sem er sambærilegt við Skólavörustígsmálið, bíður nú upptöku í Héraðsdómi Reykjavík, það er fjórum árum eftir að það var kært til lögreglu og þremur árum eftir að það var sent héraðssaksóknara!

Sigurborg segir að Exetermálið hefði átt að vera eigenda Skólavörustígs 36 víti til varnaðar.
Nær væri að segja að seinagangurinn við kæruna vegna fyrra málsins – og hagnaðurinn af sölu nýja hússins – hafi verið hvatning til eigandans frekar en hitt.
Já, lögbrotin margborga sig hér á landi - það er margsannað!


mbl.is „Svona lögbrot, þau verða kærð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 455373

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 123
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband