Nákvæmlega sama gagnrýni og í Noregi

Loksins er komin upp umræða um innihald þessa samnings sem Guðlaugur Þór miklaði sér mikið af í aðfaranda prófkjörs flokksins enda mikið í húfi þar.
Einnig hefur ekkert verið fjallað um hvort samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þennan samning (þöggun VG er dæmigerð fyrir þann flokk) en eitthvað um óánægju stjórnarandstöðunnar um að hafa ekki verið höfð með í ráðum. Eitthvað heyrist og frá Bændasamtökunum en ótrúlega lítið miðað við hagsmunina sem þar eru í húfi.

Allt annað er uppá teningnum í Noregi þar sem sagt er frá því að miklar deilur hafi verið innan norsku stjórnarinnar um þetta samkomulag, sem Norðmenn eru jú hluti að sem EES-þjóð. Þetta á bæði við um sjávarútveginn og landbúnaðinn. Þar er greint frá innihaldinu og sagt frá hinni hliðinni, gagnrýninni.

Norðmönnum finnst t.d. alltof hár tollur vera enn á unnum fiski því aðeins sá óunni sé tollalaus. Þetta verði til þess að störf tapist og lægsta hugsanlega verðið fáist fyrir fiskinn. Með þessu sé hráefni og vinnuafl flutt til Bretlands. Nákvæmlega sama gagnrýni og hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi hér á landi.

Þá er flýtirinn við þennan samning gagnrýndur, einmitt það sem Guðlaugur Þór hrósar sér af og notar sem tylliástæðu fyrir að hafa ekki samband við einn eða neinn um þennan samning.

Það merkilega við þetta allt saman hér á landi, að svo virðist sem ríkisstjórnin, les utanríkisráðherrann, geti ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi án þess að leggja það fyrir þingið. Í Noregi þarf þó þetta samkomulag að vera samþykkt af þinginu.

https://www.nrk.no/innlandet/regjeringen-presenterer-frihandelsavtale-mellom-norge-og-storbritannia-1.15522716

 


mbl.is Segja samning við Breta vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 223
  • Frá upphafi: 455224

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 184
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband