Miklar hetjur þetta!

Flestir sem hafa eitthvað verið að ferðast í miðbænum og í vesturbænum (og auðvitað víða um höfuðborgina) hafa auðvitað séð að lítið sem ekkert hefur verið gert til að fjarlægja snjó í þessum bæjarhlutum, hvað þá að einhverjir séu að brjóta upp klakabúnka, sem eru allsstaðar eftir að verktakar borgarinnar hafa mokað snjó af götunum upp á gangstéttir og í bílastæði.

Það er eins og það sé orðin lenska hjá borgarstarfsmönnum (og reyndar fleirum) að ljúga sig og aðra fulla, líklega í trausti þess að almenningur sé svo vitlaus að hann trúi þeim.

Þar sem ég bý í miðbænum kom nú fyrst í dag, 19. janúar, traktor með tönn til að skafa snjó af gangstéttinni hér fyrir utan. Það er meira en mánuði síðan að snjóaði fyrst (og í eina skiptið) í borginni! Samt er því hiklaust haldið fram að unnið sé af miklum krafti við snjómokstur um alla borg!!
Og ekki var nú þessi mokstur vel gerður! Snjónum var hrúgað upp á auðan stað á gangstéttinni í stað þess að fjarlægja hann. Slík vinnubrögð má sjá víða á gangstéttum í miðbænum.

Manni er spurn. Er það virkilega orðin lenska hjá fólki í stjórnunarstöðum í stjórnsýslunni að grípa til lyginnar til að fela eigin vanhæfni, vanrækslu og leti?
Þá er hætt við að trú almennings á "the establishment" muni bíða enn meiri hnekki en nú þegar er raunin.
Slíkt grefur auðvitað undan lýðræðinu og er stórhættuleg þróun - enda hinir kjörnu fulltrúar almennings þar helstu sökudólgarnir.
En kannski er þetta einmitt það sem þeir vilja, að fá að ráðskast með almannahag án þess að pöpulnum komi það nokkuð við?
Þar með fjarlægist stjórnsýslan æ meir almenning, nokkuð sem getur leitt til að andlýðræðisleg öfl komist til valda. Viljum við það virkilega?


mbl.is Sagað í gegnum klakann til að komast að holræsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband