Alvarlegar ásakanir

Já, það er skrítin fréttin sem Mogginn býður manni upp á núna. Hún felur í sér alvarlegar ákærur á hendur bóksalanna Braga Kristjónssonar og Ara sonar hans. Settur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (já þessi velklæddi, huggulegi maður á myndinni í fréttinni) fullyrðir að þeir feðgar sé meðsekir í bókaþjófnaðinum stórtæka og ber þjófinn sjálfan fyrir því.

Forstjórinn, sem er lögmenntaður maður og jafnframt lögmaður borgarinnar,  gerir sig þannig sekan um alvarlegt dómgreindarleysi, þ.e. að bera meðsekt um glæp upp á menn og byggja þar á vitnisburði þess sem sjálfan glæpinn framdi (þ.e. þjófsins). Ég sem hélt að flestir menn vissu, ekki síst lögfræðingar, að þjófar væru manna lýgnastir. Ekki nema von að Rei-málið hafi verið slíkt klúður sem raun ber vitni (en Hjörleifur var þar einn höfuðpaurinn)!

Svo er sjálfur bókastuldurinn meira en lítið sérkennilegur eins og bloggarar landsins hafa verið fljótir að benda á. Framinn á tveimur tímabilum og þá væntanlega af einhverjum sem átti greiðan aðgang að þeim, þ.e. af einhverjum fjölskyldumeðliminum. 

Og fyrst að búið að hengja Braga og Ara fyrir þáttöku í glæpnum því ekki að segja frá nafni þjófsins sjálfs. Er hann kannski einn af Kvaran-bræðrunum? 

Fyrst þegar fréttir bárust af þessum meinta þjófnaði (í fyrra) þá fannst mér málið allt hið skrítnasta. Það var eins og erfingjar dánarbús Böðvars Kvaran hefðu ekki hugmynd um hvað bækur hefðu verið í safninu og að þeir væru einfaldlega að gíska á að mögulega gæti einhverju hafa verið stolið. 

Nú hefur lögreglan hins vegar birt skrá yfir þær bækur sem eru sagðar horfnar þannig að bækurnar hljóta að hafa verið skráðar, eða það skulum við vona.

Eitt er þó víst! Þeir Bragi og Ari hafa fyllsta ástæðu til að fara í meiðyrðamál við forstjórann (og borgarlögmanninn) fyrir að hafa þjófkennt þá. Og það er einnig rík ástæða fyrir siðanefnd Blaðamannafélagsins að taka þessa frétt upp og dæma um það hvort svona fréttamennska samræmist siðareglum félagsins.

 


mbl.is Stærsti bókastuldur Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta snýst ekki um peninginn... þetta snýst um tilfinningalegt verðmæti. Þetta var ævistarf Böðvars, skiljanlegt að þeir vilji fá þetta aftur.

Það er ekki fólks sem les mbl.is að ráða úr þessari frétt eða sakamáli... lögreglan sér um það.

Ég myndi ekki vera að segja neinum að fara í meiðyrðamál við einn né neinn þegar þú veist ekkert hvað er rétt... ef þetta væri rangt væru þeir búnir að því.

valgerður (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hún er heldur gjöful IP tala Valgerðar hér að ofan. Þegar ég þrykkti á hana, vegna þess að letrið var blátt, kom út þetta netfang http://tkk1@hi.is/ 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.1.2008 kl. 14:43

3 Smámynd: TómasHa

Klaufalegt hjá Thelmu en engu að síður, líklega raunverulegri mynd af þessu en það sem stendur hér fyrir ofan. 

TómasHa, 5.1.2008 kl. 14:47

4 identicon

Takk Anna. Ég var reyndar búinn að fá þær upplýsingar annars staðar einnig.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 313
  • Frá upphafi: 455315

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 263
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband