En hvað með Ísland?

Bandaríkjamenn bregðast hratt við olíukreppunni en hér á landi verður ekki þverfótað fyrir bensín og ólíugleypurum á vegunum.

Eins og kom frá á mbl.is fyrir nokkru þá telur mikill meirihluti jarðarbúa hlýnun andrúmsloftsins vera alvarlega ógn, að því er kemur fram í nýrri könnun, sem Gallup hefur gert í 57 ríkjum. Í öllum þessum löndum, nema á Íslandi, telja menn að loftslagsbreytingar hafi alvarleg áhrif á umhverfið þar sem þeir búa. 

Því reka menn hér heima upp ramakvein þegar stjórnvöld grípa loksins í taumanna til að draga úr útblæstri mestu mengunarvaldanna. Sá sem helst ætti að fagna, framkvæmdastjóri FÍB, harmar þetta mjög og telur að vesalings jeppaeigendurnir fari svo illa út úr þessum fyrirhuguðu breytingum. Já, veslings fátæku jeppaeigendurnir sem hafa farið svo illa úr út fjármagnskreppunni. Með þetta í ofanálag er hætt við að þeir þurfi að fara að draga saman seglin. 

Danir kalla nú ekki allt ömmu sína í siðferðilegum efnum, eins og afstaða þeirra til innflytjenda og til múslíma sanna. En þeir mega þó eiga það að þeir eru að reyna að draga úr útblæstri farartækja sinna, og meira að segja últra hægri ráðherrar leggja sitt af mörkum.

Umhverfisráðherrann Connie Hedegaard (K)  hefur ákveðið að skipta um bíl og ætlar með því að minnka eiturefnalosun ráðherrabílsins um helming. Hafið þið heyrt eitthvað svipað frá ráðherum miðhægri stjórnarinnar hér? Gamli bíllinn eyðir 259 grömm CO2 á kílómeter en sá nýji aðeins 139 grömm. Eftir íslenskum stuðli nýju laganna færi bíllinn þannig úr 35% losunargjaldsflokki niður í 10%. Megum við eiga von á slíku útspili frá Þórunni Sveinbjörnsdóttur umhverfisráðherra?

 

Svona að lokum til að reyna að opna augum landans örlítið fyrir meðvitundarleysi hans hvað umhverfismál varðar þá var gerð Gallup könnun í 57 löndum nú fyrir stuttu þar sem spurt var um hvort land þeirra hefði orðið fyrir hlýnun.

Að meðaltali 67% aðspurða sögðust telja að svo væri. Í Grikklandi alls 92%, en þar hafa verið miklir þurrkar undanfarið, í USA 60%, í Sverige 60%, í Þýskalandi 58,% en minnst í Danmörku (48%9 og Noregi (46%) fyrir utan Ísland sem var langneðst. Aðeins 29% töldu að landið hafi að einhverju leyti upplifað hlýnun. Er það versta afneitun uumhverfsvandans sem nokkur þjóð  er þekkt fyrir.

Til hamingju mín indæla þjóð!

 

 

 


mbl.is Sala á pallbílum í Bandaríkjunum hrundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 250
  • Frá upphafi: 455251

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 208
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband