Guð blessi Ísland!!

Er ekki of seint í rassinn gripið að biðja Guð að hjálpa sér nú, þegar íslenska bankakerfið er sagt hrunið - komið í þrot?

Annars var ávarp forsætisráðherra allt í véfréttastíl. Hann virðist tala um fórn til langrar framtíðar hjá  þjóðinni vegna þess að ekki er hægt að bjarga bankakerfinu (of mikil áhætta í þvi fólgið) heldur verði að að laga það að íslenskum aðstæðum - og það verði að koma í veg fyrir stjórnleysi ef bankarnir verða óstarfhæfir.

Þetta sé verulegt áfall sem valdi ótta og angist - að gjörningaveður sé að hefjast og að yfirbyggingin sé að bresta.

Það verður fróðlegt að sjá frumvarpið sem lagt verður fram á Alþingi seinna í dag (samkvæmt forsætisráðherra), sem er ætlað að bjarga því sem bjargað verður!

Það er þó óhætt að segja að nú sé skollin á miklu verri kreppa en hin stóra kreppa árið 1929. 

Svo tala pólitíkusarnir enn um gífurlegar auðlindir þjóðarinnar og trausta undirstöðu!!!!! 

Og fréttamennirnir virðast enn ekki átta sig á því að bankakerfið sé algjörlega hrunið!! 


mbl.is Neyðarlög sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Guð hefur auðvitað miklu meiri áhuga á að bjarga bönkunum heldur en skipta sér af smámunum eins og að tugir þúsunda barna deyji úr fæðuskorti.

Guðmundur Auðunsson, 6.10.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 182
  • Frá upphafi: 455154

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 153
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband