Pöntuð niðurstaða?

Þetta er svei mér þá ósannfærandi niðurstaða sem "sérfræðingahópur" á vegum umhverfisráðherra komst að.

Fyrir það fyrsta hlýtur það að orka tvímælis að umhverfisráðherra skipi þennan hóp þar sem það var hún sem gaf skipun um að birnirnir yrðu felldir. Þá er í "sérfræðingahópnum" sá maður sem eflaust á stærstu sök á ísbjarnardrápunum, þ.e. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn í Skagafirði.

Auk þess eru í hópnum tveir fulltrúar frá Umhverfisstofnun og annar þeirra sviðsstjóri Náttúruauðlinda (líklega er þá litið á ísbirni sem náttúruauðlind (uppstoppun og fleira fínt)!). Auk þess er þarna fulltrúi frá Náttúrufræðistofnun Íslands sem varði ákaft drápin, og héraðsdýralæknir sem gerði slíkt hið sama. Segja má því að allir þessir aðilar hafi verið vanhæfir í málinu.

Þarna er greinilegt verið að verja og réttlæta eigin gerðir og vitnað í hagkvæm gögn frá útlöndum í því skyni.  

Ef litið er á önnur gögn, sem kæmu sér illa fyrir umhverfisráðherrann og þá sem stóðu að drápi dýranna, þá má nefna skýrslu sýslumannsins á Svalbarða þar sem ísbirnir hafa verið alfriðaðir frá 1973. Þar eru mjög ákveðnar reglur um hvernig bregðast skuli við þegar ísbirnir nálgast fólk - reglur sem hafa gefist að mörgu leyti vel þó svo að yfir 100 ísbirnir hafi verið drepnir í "nauðvörn" frá því að lögin voru sett.

Tvær reglur gilda um slík dráp. Önnur er sú að leita til sýslumanns til fá að drepa ísbjörn. Það leyfi fæst ef hann hefur tekið sér bólfestu við híbýli manna til lengri tíma og veldur með því skaða á eigum fólks, fénaði og slíku. Hin er nauðvörnin sjálf. Eru þeir sem notfæra sér hana yfirleitt menn sem eru óvanir ísbjörnum, rannsakendur (svokallaðir vísindamenn) og túristar sem skjóta fyrst og spyrja svo.

Þessa er ekki getið í skýrslu "sérfræðinga"hópsins. Annars sem ekki er getið er sú staðreynd að alþjóðasamfélagið hefur staðfest friðun ísbjarna með lögum frá 1973. Danir hafa t.d. skrifað undir þau lög fyrir hönd Grænlendinga svo eitthvað er það málum blandið að Grænlendingar hafi kvóta yfir það hve marga ísbirni þeim megi drepa árlega. Sama hafa Kanadamenn gert, svo sömu efasemdirnar eiga við þar. Af hverju er þess ekki heldur getið?

Hins vegar er það rétt að inúítar í Norður-Ameríku eiga rétt á kvóta til að drepa ísbirnir enda lifa þeir á afurðum þeirra. En að túristar hafi leyfi til veiða upp í þennan kvóta er annað hvort skýlaus brot á skilyrðum við slíkum leyfum eða þá hrein og bein lygi ófyrirleitinna aðila. 

Af þessu er aðeins hægt að draga eina niðurstöðu. Skýrsla "sérfræðingahópsins" ber þess greinilega merki að vera pöntuð af ráðherra til að réttlæta eigin gerðir. Því er réttast að henda henni í ruslatunnuna, enda á hún best heima þar (þ.e skýrslunni! Um ráðherrann munum við kjósa bráðum. Þá kemur í ljós hvar hún hafnar).

 

 


mbl.is Óhætt að skjóta hvítabirni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

HVERJIR HEFÐU VERIÐ HÆFIR Í NEFNDINA AÐ ÞÍNU MATI?

Þorvaldur Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 14:56

2 identicon

Þingmenn VG og fólk úr röðum "nátturuverndarsamtaka"?

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 15:11

3 identicon

þig vantar að komst út fyrir 101. það er lang mannúðlegast að skjóta Dýrinn strax í staðinn fyrir að veltast í búrum hjá umhverfisvendarsinnum.

palmi (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 15:18

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ég hef nú búið úti á landi í yfir 15 ár Pálmi minn.

Auðvitað er langmannúðlegast að skjóta alla, menn jafnt og dýr (já eða hengja), frekar en að láta þá veltast um í fangelsum hjá kvalalosta fangavörðum og samföngum!

Þessir menn, sem voru í nefndinni, höfðu staðið sjálfir fyrir þeim, varið drápin eða unnu hjá stofnun sem hafði gert það.

Hvað með náttúruverndarráð Íslands (að vísu vanhæft einnig vegna ummæla Árna kjaftasks), landvernd, erlenda ráðgjafa t.d frá stofnuninni sem hefur sett íbirni í hæsta útrýmingarflokk, Össur Skarphéðinsson fyrrverandi umhverfisráðherra sem setti lög um verndun ísbjarna á sundi osfrv. osfrv.

Þessi nefnd er allavegana skandall og skýrsla hennar eftir því.

Torfi Kristján Stefánsson, 20.11.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 191
  • Frá upphafi: 455163

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 160
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband