Fogh vísar þessu á bug

Einn helsti stuðningsmaður árásarstefnu Bandaríkjamanna og þátttakandi í hernaði þeirra í Írak og Afganistan, Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur, vísar þessari frétt á bug. Danska ríkisstjórnin hafi engar áætlanir um að lögsækja Ísrael þrátt fyrir árásir þeirra á sjúikrastofnanir sem Danir hafa styrkt. Sjá http://politiken.dk/politik/article628307.ece

Hann neitar einnig að fordæma Ísrael og segir að Hamasliðar geti sjálfum sér um kennt, þ.e. fyrir að hafa rofið vopnahléð. Þetta er auðvitað allt saman þekktir frasar og dæmigerðir fyrir þær hægri-ríkisstjórnir sem hafa fylgt Bandaríkjamönnum að málum í Miðausturlöndum.

Hins vegar kemur það á óvart að íslenska ríkisstjórnin skuli vera sama sinnis þar sem hún hefur jú (að eigin sögn) tekið sjálfa sig af lista hinna 32 viljugu þjóða sem studdu innrás Bandaríkjamanna í Írak.

Þessi hringlandaháttur í íslensku ríkisstjórninni var að sögn kunnugra helsta ástæða þess að aðildarlönd Sameinuðu þjóðanna treystu ekki Íslendingum til setu í Öryggisráðinu. Við hefðum enga sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Mótsagnirnar í málflutningi utanríkisráðherra hvað varðar árásirnar á Gaza staðfesta þetta.


mbl.is Vilja lögsækja Ísraela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 321
  • Frá upphafi: 455323

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 270
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband