Á að gleypa allt hrátt frá ESB?

Merkilegt er að lesa þessa frétt og aðrar um samþykkt og ekki-samþykkt þjónustuskipunar ESB.

Í innleggi mínu í gær hér á mbl.is við svipaða frétt benti ég á að Norðmenn hafa einnig sett fyrirvara við samþykkt hennar - og sá fyrirvari var meira að segja settur í stjórnarsáttmála vinstri-stjórnarinnar þar fyrir rúmum þremur árum síðan. Þá var og er mjög sterk andstæða gegn þessari tilskipun innan norsku verkalýðshreyfingarinnar. Það væri því í meira lagi undarlegt ef við myndum samþykkja tilskipunina án nokkurs fyrirvara.

Reynar hefur það verið venja íslenskra stjórnvalda hingað til, þ.e. að samþykkja hráar tilskipanir frá Evrópusambandinu og nýta ekki þær undanþáguheimildir sem þó er boðið upp á - og sérstaklega ef tilskipanirnar snúast um "viðskiptafrelsi". Það er einmitt helsta ástæða þess að þjóðin er gjaldþrota og stendur frammi fyrir því að þurfa að afhenda erlendum lánadrottnum meirihluta af íslenskum eignum - og gera okkur þannig aftur að nýlenduþjóð.

En sem betur fer eigum við nú sterkt vinstra afl, sem við getum treyst til að standi vörð um réttindi íslensks launafólks - nú á mestu hörmungartímum í sögu íslenska lýðveldisins.


mbl.is VG stoppaði ESB-lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

24.4.2009 | 16:37

Samfylkingin kærð fyrir landráð.

Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð.  Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.

Lesið kæruna hér.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 149
  • Frá upphafi: 455372

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband