"reyndi að flýja"!

Það ætti að vera öllum ljóst að stjórnarherinn á Sri Lanka hefur skotið manninn með köldu blóði, eflaust vopnlausan, enda með það yfirlýsta markmið að drepa alla Tamíltígra sem þeir ná í.

Mannréttindabrot ríkisstjórnarinnar á Sri Lanka hafa verið stórfelld meðan á þessu stríði hefur staðið og aukist mjög undanfarin ár. Margir vita af morðum þeirra á innlendum hjálparstarfsmönnum sem unnu fyrir erlendar hjálparstofnanir, svo sem Norske folkehjelpen, og grimmilegar árásir nú á flóttamenn og sjúkrahús. Það er furðulegt að fjöldamorðin á Tamílunum hafa verið látin óafskipt af erlendum aðilum svo sem SÞ.

Þau erlendu lönd sem hafa reynt að stöðva morðin, svo sem Norðmenn og Bretar, hafa lent í ónáð þar. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn, með að stimpla Tamíltígra sem hryðjuverkamenn, og Japanir með hernaðarstuðningi við stjórnvöld, gert stjórnarhernum kleift að stunda útrýmingarhernað sinn gegn Tamílum.

Það er löngu kominn tími til að draga stjórnvöld á Sri Lanka fyrir mannréttindadómstólinn í Haag.


mbl.is Leiðtogi tígranna skotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg hárrétt.

Þetta er alþjóðasamfélaginu til skammar. Mesta blóðbað síðari tíma. Líklega á milli 5 og 10 þúsund manns hafa verið stráfelldir þarna síðustu daga.

Og svo var ríkisstjórn Íslands að verðlauna þessa ógnarstjórn með 5 milljóna króna styrk fyrir helgi!

Þjóðarmorð stjórnar Sri Lanka á tamílum gerir ódæði Ísraelsstjórnar gegn Palestínumönnum að sandkassaleik.

Það er svona svipað og 

Evreka (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 09:04

2 identicon

Tamílsku Tígranir voru nú engir blásaklausir englar heldur (og eru, hver veit nema maður muni heyra af einhverri sjálfsmorðsárás á næstunni). Það eru borgararnir, hvort sem þeir eru tamílar eða af einhverri annarri þjóð sem hafa farið verst út úr þessu borgarastríði, tamílar þjást ekki einir.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 218
  • Frá upphafi: 455368

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 178
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband