23.4.2025 | 07:43
Aðför að útivistarmöguleikum almennings
Svo virðist sem skipuleg aðför að möguleikum íbúa höfuðborgarsvæðisins til útivistar sé yfirstandindi þessi misserin.
Fyrst stóð Ísavía og Samgöngustofa fyrir stórfelldum skemmdum á Öskjuhlíðinni þannig að nú lítur stórt svæði þar út eins og eyðimörk og svo nú þetta með Heiðmörk.
Hvort tveggja er undir yfirskini eins konar "öryggis". Flugöryggis í Öskjuhlíðinni þó svo að svæðið, þar sem tré hafa verið fjarlægð, sé miklu stærra en hægt sé að réttlæta það "vegna flugöryggis". Ísavíaeyðimörkin er ekki einu sinni í beinni stefnu við flugbrautina og því algjör óþarfi að fella þetta mörg tré.
Sama virðist vera á ferðinni í Heiðmörk. Yfirskynið er vatnsöryggi en meðalið miklu róttækara en ástæða er til.
Í báðum þessu tilvikum er gengið á sveitarstjórnarvaldið. Bæjarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu virðast ekki hafa neitt um þetta að segja. Annars vegar er það sjálfstjórnarfélag í eigu ríkisins, Isavía, sem gengur fram með þessu offorsi og hins vegar fyrirtæki í eigu Orkuveitunnar, Veitur, sem einhverra hluta vegna þykist eiga vatnsból höfuðborgarsvæðisins og haga sér að eigin geðþótta með þá "eign" sína.
Er ekki kominn tími til að sveitarfélagin á höfuðborgarsvæðinu taki sig saman og hrindi af sér þessa aðför að lögmætum yfirráðum sínum yfir eigin málefnum? Er þau ekki í raun lögvarin?
![]() |
Bæjarstjórar efast allir um bílabannið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2025 | 11:21
Orð í tíma töluð!
Hér er verið að gagnrýna öskur í lýsingum íþróttafréttamanna á leikjum sem sýndir eru á Stöð tvö sport.
Þetta á einnig við um RÚV og er einkar hvimleitt. Maður neyðist til að slökkva á hljóðinu til að losna við öskrin en þar með missir maður af stemmningunni á áhorfendapöllunum.
Svo skilaboðin eru: Hættið þessum öskrum og leyfið okkur að njóta leiksins án þeirra.
![]() |
Þessi endalausu öskur eru of mikið af því góða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2025 | 09:05
Mogginn að Trumpast?
Nokkuð sérkennileg frétt þetta frá málgagni Flokksins. Vísað er í bókun Ingvars Smára Birgissonar en lesendum til upplýsingar er þessi náungi fulltrúi Sjálfstæðismanna í stjórn RÚV, áður formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og enn fyrr formaður hinnar illræmdu ungliðahreyfingar Flokksins, Heimdallar!
Og af hverju er verið að gera þátttöku RÚV í þessu ICEwater verkefni tortryggilegt þar sem stofnunin er aðeins ein af fjölmörgum stofnunum og félagasamtökum sem fær þennan styrk? Það taka 23 slík þátt í því.
Verkefnið gengur út á að að vernda vatn hér á landi og gera rannsóknir á því með það að markmiði að auka gæði þess. Þess vegna er auðvitað gott að fjölmiðlar komi að slíku.
Já hver er hin raunverulega ástæða þessarar "bókunar" og þessara "varúðar"orða. Ætli Mogginn og Flokkurinn sé á móti vatnsvernd - og þá af hverju?
Nú er mikið hamrað á þörf á auknum vatnsvirkjunum sem vel getur stangast á við verndunarhugmyndir. Svo er það auðvitað CarbFix æðið sem gengur nú yfir íslensk athafnaskáld. Það krefst mjög mikillar vatnsnotkunar, ætli það sé kannski aðalástæðan fyrir þessu andófi?
Sjá um ICEwater hér en því var komið af stað með forystu Umhverfis- og Orkustofnunnar með blessun Umhverfissráðuneytisins í ráðherratíð Guðlaugs Þórs og tekur ráðuneytið þar þátt!:
https://uos.is/frettir/icewater-verkefnid-hafid
![]() |
Evrópustyrkir til RÚV athugaverðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2025 | 09:24
Dægurhiti?
Sérstakt þetta hugtak, dægurhiti og dægurhitamet, sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur virðist nota mikið (sbr. þessa frétt frá í gær). Hann notar það reyndar rangt því hann talar jú um sólarhringsmet. Ég fann ekki hugtakið dægurmet í orðskýringunum á heimasíðu Veðurstofunnar en dægur merkir jú yfirleitt hálfur sólarhringur. Nú var þetta "met" slegið á degi þegar hitinn var svo til jafn allan sólarhringinn, enda háttar svo til þegar skýjað er og rigning. Því finnst mér nær að tala um sólarhringsmet (þó það sé óþjálla) því það skilst jú betur - og er réttara því það var frá miðnætti til miðnættis.
Framundan er hins vegar kaldari tíð, sólrík með frosti á nóttinni en hlýju veðri yfir daginn. Þá passar betur að greina á milli dægurs og sólarhrings.
![]() |
Dægurhiti aldrei hærri í Reykjavík í apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2025 | 08:43
Svíar minnast Friðriks Ólafssonar
Sænska skáksambandið minntist Friðriks á fallegan hátt á heimasíðu sinni í fyrradag. Þar er sagt frá afrekum hans við skákborðið, sem og starfs hans sem forseta Alþjóðaskáksambandsins, Fide. Friðrik hafi verið frægur fyrir sinn heillandi (eleganta) skákstíl og birtar tvær sigurskákir hans gegn heimsmeisturum í skák.
Sú fyrri var gegn Bobby Fischer á millisvæðamótinu í Portoroz árið 1958 en þar tryggði hann sér þátttöku í áskorendamótinu um heimsmeistaratitilinn ári seinna.
Hin skákin var gegn Mikael Tal og er frá árinu 1974.
Þær eru báðar sýndar hér og vel þess virði að renna í gegnum þær. Skákin gegn Tal er algjört meistaraverk og sýnir hversu sterkur og teknískur skákmaður Friðrik var langt frameftir aldri.
![]() |
Þjófstörtuðu Reykjavíkurskákmótinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2025 | 08:18
ESB-draumurinn úti?
Hætt er við að Evrópusambandsdraumur Viðreisnarstjórnarinnar sé að snúast upp í martröð við þessi tíðindi. Með aðild munu tollar á útflutningsvörum okkar Íslendinga til Bandaríkjanna hækka um 10% (úr 10 í 20). Kannski ekki mikið en nóg samt ef miðað er við harmakveinið sem heyrist frá ESB vegna þessara tollahækkana Bandaríkjastjórnar.
Svo hótar mafían í Brussel hefndartollum þannig að tollar á vörum þaðan munu eflaust snarhækka ef af þessu tollastríði verður.
Annars er þessi umræða hin undarlegasta, en svo sem ekkert öðruvísi en vanalega. Engin rannsóknarvinna hjá fjölmiðlum - og ekki hjálpa pólitíkusarnir til.
Einungis upphrópanir um hve Trump er vondur og er að setja allt í bál og brand.
Samt virðist sem tollar á vörum frá Bandaríkjunum til Evrópu séu enn miklu hærri en í hina áttina. Hækkunin sé aðeins helmingur af þeim tollum sem vörur þaðan þurfa að sæta.
Þetta á einnig við hér á landi. Engar upplýsingar til almennings um hve háir tollar eru á innfluttum vörum frá Bandaríkjunum. Miklu hærri en 10%?
![]() |
Tollar Trumps: Samanburður á Íslandi og vinaþjóðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2025 | 11:43
Aprílgabb náttúrunnar - og fjölmiðla?
Þetta gos er auðvitað aprílgabb eins og allt í fjölmiðlunum (allt árið um kring), hvorki fugl né fiskur. Líklega með ræfilslegustu gosum síðan eldarnir byrjuðu á Reykjanesi. Segja má að því hafi lokið áður en það byrjaði miðað við fullyrðingar um rosalega kvikusöfnun og hættu á stórgosi.
Enda var umfjöllun fjölmiðlafólksins í samræmi við það til að byrja með: Hamfarir!! Svo er aðeins dregið úr og sagt "ekki stórbrotið", eða "ekki mjög mikið" o.s.frv.
Nær væri auðvitað að segja eins og er: Þetta gos er óttalegur ræfill!
![]() |
Beint: Eldgos á Reykjanesskaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2025 | 18:50
Þvílík byrjun hjá nýjum landsliðsþjálfara!
C-deildarlið að rústa hinu sögufræga íslenska landsliði og það að falla niður um deild. Ef ég man rétt þá var Ísland í a-deildinni fyrir tveimur árum! Fallið er hratt enda þjálfarnir með eindæmum illa valdir!
Arnar Gunnlaugs er samt sýnu verri en Norsarinn. Reyndi þó að herma eftir honum í fyrrri leiknum en nú breytti hann útaf illu heilli. Velur lið sem að hálfu er skipað leikmönnum sem lítið sem ekkert fá að spila með sínum félagsliðum. Setur toppmann eins og Hákon Haralds á bekkinn og tekur svo Orra Óskars útaf í seinni hálfleik þegar liðið er einu marki undir.
Svo er auðvitað Aron Einar algjör hörmung en það sást einnig í síðasta leik undir stjórn Hareide. Sem betur fer meiddist Aron þá og fór snemma útaf en nú er hann settur inná í byrjun seinni hálfleiks en Guðlaugur Victor enn látinn sitja á bekknum!
Svo er auðvitað meiri snilld þarna hjá þjálfaranum en þessi. Valdi aðallega miðju- og sóknarmenn í liðið en fáa varnarmenn. Það kom honum, og liðinu, illilega í koll í þessum leik.
Já framtíðin er döpur hjá landsliðinu undir stjórn þessa manns.
![]() |
Slök frammistaða og Ísland fallið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2025 | 19:00
RÚV orðið að helsta slúðurfréttamiðlinum?
Þetta er allt með mestu ólíkindum. Hvernig komst RÚV að þessu? Ekki í gegnum barnsföðurinn þar sem fréttastofan hafði samband við hann að fyrra bragði. Það mætti halda að slúðurfréttafjölmiðlar eins og DV kæmi með slíka frétt en ekki ríkisfjölmiðillinn. Hann er reyndar frægur fyrir ýmislegt undanfarið eins og byrjunarmálið og fleira en þetta tekur nú öllu öðru fram.
Svo er það forsætisráðuneytið sem barst erindi um þetta fyrir um viku síðan. Lofaði að fara með það sem trúnaðarmál en lak því svo í RÚV-miðilinn.
Það var auðvitað strax ljóst að ráðherranum væri ekki sætt í embættinu eftir þetta og yrði að segja af sér. Þetta er reyndar ekki fyrsta aðförin að henni persónulega undanfarið en þessi er verri en nokkuð sem vont er.
Flokkur flokksins hlýtur að bregðast við þessu, enda hefur spjótunum verið mjög beint að honum. Eðlilegustu viðbrögðin eru að slíta stjórnarsamstarfinu nú.
Var það kannski ætlunin með þessum leka hjá forsætisráðuneytinu?
![]() |
Barnamálaráðherra átti barn með 15 ára dreng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2025 | 11:58
Meðan íslenskir ráðamenn þegja ...
... hefur Störe forsætisráðherra Norðmanna tjá sig um fjöldamorð Ísraela í nótt á almennum borgurum á Gaza. Hann talar reyndar um tragedíu, harmleik, en mætti vel komast sterkara að orði. Hann bætir svo við að þetta séu árásir á varnarlaust, heimilislaust fólk sem búi í tjöldum. Að drepa mörg hundruð manns til að ná einum háttsettum Hamasliða, er framganga sem verði að stöðva. Utanríkisráðherra Norðmanna, Eide, tekur mun djúpar í árina og krefst þess að Ísraelar hætti nú þegar árásum sínum og virði vopnahléð.
https://www.nrk.no/urix/store-om-gaza-angrep_-_-en-stor-tragedie-1.17344139
Miðað við herskáan tón utanríkisráðherrans okkar í garð Rússa og nauðsyn þess að vernda Úkraínumenn er þessi þögn íslensku ríkisstjórnarinnar meira en lítið aumingjaleg. Spurning hvað veldur. Rasismi, fyrirlitning á Palestínufólki og öðrum í þriðja heiminum, eða fyrst og fremst samsinni með stríði Ísraela á Gaza?
Vestræn ríki eru í raun að styðja, beint og óbeint, Úkraínu og Ísrael með lítt falinni útþennslustefnu sinni. Nýlendustefnan enn og aftur en nú í breyttri mynd (samt alltaf jafn mikið fegruð). Norðmenn virðast vera þeir einu með sómatilfinningu í málefnum Gazabúa.
![]() |
Hávær mótmæli fyrir utan ríkisstjórnarfund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 462969
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 81
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar