17.12.2024 | 10:58
Enn eitt okrið
Ástæðan fyrir þessari hækkun er einföld. Ríkisstjórnin fráfarandi með Guðlaug Þór í fararbroddi stofnaði til skrifstofu "út í bæ" eins og garðyrkjubændur benda á, og þar með hækkaði raforkuverð um tugi prósenta. Nánar tiltekið er ástæða hækkunarinnar sú að á næstu árum megi búast við orkuskorti í landinu. Þessi mikla hækkun er þannig ekki tilkomin vegna þess að í dag hefur orðið þetta mikið dýrara að framleiða raforkuna, heldur vegna þess að í framtíðinni mun verða meiri eftirspurn eftir henni! Gróði orkusölufyrirtækjanna mun með þessu stóraukast strax í dag með tilkomu þessarar skrifstofu úti í bæ, eða þessa "viðskiptavettvangs" sem forstjóri Landsvirkjunnar kýs að kalla króann:
https://www.visir.is/g/20242664920d/ekki-benda-a-mig-segir-for-stjori-lands-virkjunar
Svo leyfa sumir fjölmiðlar að tala um kosti þessa fyrirkomulags, "kosti" sem í raun felast ofur einfaldlega í því að kostnaðurinn við þetta lendir á hinum almenna notenda, þ.e. heimilunum, en orkufyrirtækin og milliliðurinn græða.
Já, Sjálfstæðisflokkurinn sér um sig og sína eins og venjulega en vonandi erum við laus við hann í náinni framtíð. Hins vegar er þess varla að vænta að ný ríkisstjórn breyti þessu því bæði Samfylking og Viðreisn virðast aðhyllast svipaða stefnu, það er að auka raforkuframleiðslu með vindmyllum sem mun þýða enn hærra raforkuverð til heimilanna. Það er nefnilega miklu dýrara að framleiða raforku með vindmyllum en með vatns- eða gufuvirkjunum.
Verð á raforku hækkað um allt að 37% á einu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2024 | 07:25
Árskógarmálið
Nýjasta vendingin í Árskógarmálinu er sú að formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, píratinn Dóra B. Guðjónsdóttir, reynir að koma sökinni yfir á Búseta. Þeir hafi fært byggingu blokkarinnar 10 metra nær lóðarmörkum en deiliskipulagið nær til. Spurning hvort þetta sé ekki lygi til að komast hjá skaðabótum á hendur borginni. Allavega þarf samt byggingarfulltrúi borgarinnar að samþykkja slíka breytingu ef rétt er með farið. Reyndar virðist sá aðili hafa sofið ansi oft þegar útfærslu á byggingum í borginni varðar. Um það eru mörg dæmi. Báðir aðilar virðast þannig vera sökudólgar í málinu.
En ef þessi Moggafrétt er rétt þá virðist tilraun Dóru til að frýja borginni ábyrgð ekki ætla að takast hjá henni:
https://www.visir.is/g/20242663500d/-mer-finnst-thetta-bara-omur-legt-
Íbúar segjast varnarlausir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2024 | 21:19
"uppreisnarmenn" eða terroristar?
Merkilegur þessi fréttaflutningur frá Sýrlandi. Vestrænir fjölmiðlar þykjast að venju flytja hlutlausar fréttir en það er ljóst að áður stimpuð hryðjuverkasamtök eru allt í einu orðin uppreisnarmenn þar á bæ, vegna þess að þau beinast gegn "réttum" aðilum.
Áður hefur verið sagt að Tyrkir styðji þetta lið en í glænýrri yfirlýsingu taka þeir undir með Katar, Sádi-Arabíu, Jórdaníu, Egyptalandi, Írak, Íran og Rússlandi um að átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, og þessi sókn "uppreisnarmanna", ógni ekki aðeins stöðugleika á þessu svæði heldur einnig á heimsvísu.
Einu aðilarnir sem virðast styðja þetta lið og útvega þeim vopn eru þannig Ísrael og Bandríkin - og svo auðvitað vestrænir fjölmiðlar með sínar "hlutlausu" fréttir. Spurning einnig með ESB.
Er ekki með þessu verið að stofna til þriðju heimstyrjaldarinnar með vopnasendingum til "terrorista" sem nýtast nú vel fyrir Kanann og fleiri? Að færa stríðsátök út á sem flestum svæðum og skiptir engu máli með hvaða meðölum það er gert?
Segja öflugar varnir umhverfis Damaskus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2024 | 18:11
Að eigin frumkvæði?
Þetta eru auðvitað stórtíðindi í íslenskum fótbolta. Hareide hættur sem þjálfari íslenska karlaliðsins í fótbolta!
Ánægjulegar fréttir að mati flestra held ég því þessi Norsari hefur ekki staðið undir væntingum. En að eigin frumkvæði? Eitthvað er það nú loðið.
Lengi hefur verið talað um að kominn væri tími á kallinn, en aðallega talað um há laun hans í því sambandi, ekki slakan árangur liðsins undir hans stjórn. Merkilegt!
Annars er þessi feluleikur með laun og launakröfur þjálfara karlalandsliðsins ansi þreytandi. Var það ekki í raun ástæða þess að Hareide hætti? Að KSÍ væri ekki tilbúið að borga honum áfram sömu háu launin og hann hefur haft (eða jafnvel hærri). Því hafi hann farið í fýlu og hætt?
Hvernig væri nú að hætta þessum feluleik og segja hlutina eins og þeir eru? Kannski vita allir þeir sem standa nærri landsliðinu hina raunverulegu ástæðu, en hvað með okkur hin? Eigum við ekki rétt á, sem áhugafólk um íslenskan fótbolta, að fá nánari skýringar á þessum tíðindum? Það finnst mér og eflaust finnst það fleirum.
Åge hættur með landsliðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2024 | 18:51
Byrjunarliðið gegn Wales
Sparkspekingar voru búnir að spá þessu vali þjálfarans að mestu. Svo sem að Alfons færi í hægri bakvörðinn en Valgeir Lunddal yfir í þann vinstri. Samt er það skrítið að mínu mati því Alfons hefur varla byrjað leik með Birmingham í ensku c-deildinni og oft ekkert komið við sögu. Að Ísland sé ekki með betur mannað lið en enskt c-deildarlið hlýtur að vekja furðu fleiri en mína. Annar hægri bakvörður sem ætti frekar að koma inn er Dagur Dan sem spilar nær alla leiki með góðu bandarísku liði.
Þá hefur liðið ágætan kost í vinstri bakvörðinn, Keflvíkinginn Rúnar Sigurgeirsson, sem byrjar alla leiki með Willum II í hollensku úrvalsdeidinni en lið hans stendur sig vel þar. Því var engin ástæða til að færa Valgeir yfir, hvað þá að taka Alfons inn. Svo er auðvitað besti vinstri bakvörðurinn okkar, Davíð Ólafs, ekki einu sinni valinn í landsliðið! Þjálfarinn á greinilega mjög erfitt með að taka nýja menn inn í liðið.
Annars er ákvörðunin um að taka Stefán Þórðar útaf og byrjar frekar með Ísak Bergmann ekki svo vitlaus. Þarna hefði þó mátt gera fleiri breytingar svo sem að gefa hinum fúllynda Jón Degi frí og byrja í staðinn með Mikael Ellerts.
En þetta verður vonandi spennandi leikur þrátt fyrir vafasamt val þjálfarans ... að venju.
Þrjár breytingar á byrjunarliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2024 | 19:05
Heppnir í hálfleik!
Ekki var nú íslenska karlaliðið í fótboilta sannfærandi í fyrri hálfleik. Heilt yfir voru Svartfellingarnir betri og settu lengstum pressu á íslenska liðið. Hákon markmaður bjargaði marki tvisvar með flottri markvörslu áður en "markið" kom, sem var svo réttilega dæmt af vegna rangstöðu.
Annars var fátt um fína drætti hjá "strákunum okkar" og vou flestir þeirra frekar slappir. Aron Einar sýnilega verstur, í engri þjálfun og fór sem betur fer útaf snemma.
Merkilegt að hann hafi verið valinn í byrjunarliðið, og kannski enn merkilegra að fótboltaspekingarnir hafi nær allir viljað hann í byrjunarliðið.
Guðl. Victor kom inná og stóð sig vel, þannig að hann verður vonandi í byrjunarliðinu gegn Wales í næstu viku. Vörnin var góð hjá liðinu en miðjan slök nema Arnór Trausta sem var maður leiksins. Sóknin var einnig frekar döpur en batnaði við skiptingarnar þegar Mikael Ellerts og Ísak komu inná - og gerðu út um leikinn (stoðsending og mark).
Glæsilegur sigur Íslands í Svartfjallalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2024 | 11:35
Hvar er óveðrið?
Allar landgöngubrýr teknar úr notkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2024 | 12:25
Fólksflótti úr landsliðinu?
Þjálfari íslenska karlaliðsins í fótbolta hefur þurft að gera fjórar breytingar á liðinu fyrir leikina tvo í Þjóðadeildinni. Ástæðan er sögð vegna meiðsla.
Samt er það svo að þrír þessara leikmanna léku með félagsliðum sínum í síðasta leik núna um helgina og nær allan eða alveg allan leikinn.
Mikael Andersson lék fram í uppbótartíma. Hlynur lék allan leikinn með sínu liði og Daníel sömuleiðis! Ekki er vitað um Kolbein Finns því hann hefur ekki komist í hóp hjá sínu félagi að undanförnu.
Haraide landsliðsþjálfari hefur sætt gagnrýni undanfarið af fólki sem stendur íþróttinni nærri. Sögusagnir herma að hann fái ekki framlengingu á samningi sínum eftir leikina nú í nóvember, sama hvernig fer. Ýmislegt er tínt til um ástæðuna. Ekki aðeins slakur árangur landsliðsins undir hans stjórn, heldur og einnig meint vanvirðing hans gagnvart liðinu - og landinu - með því að koma ekki til landsins á fjölmiðlafundi heldur taka þá á Teams, fyrir að fylgjast ekki með atvinnumönnunum, sem er að spila í útlöndum (og ber við fjárskorti!), sem og fyrir val á liðinu.
Áður hafði hann sagt að hann veldi ekki menn í landsliðið sem spili lítið með félagsliðum sínum, en raunin er önnur eins og dæmið um Kolbein Finnsson sýnir.
Fleiri dæmi má nefna eins og Guðlaug Victor, sem lítið fær að spreyta sig hjá frekar lélegu b-deildar liði á Englandi. Sama má segja um Stefán Þórðar sem vermir yfirleitt bekkinn hjá sínu liði og ekki síst Alfons Sampsted, sem spilar lítið með ensku c-deildarliði!
Nú síðast er Andri Baldursson tekinn inn í liðið en hann spilar lítið í Svíþjóð. Á meðan koma menn eins og Kolbeinn Þórðar ekki til greina, fastamaður í Gautaborg og Davíð Ólafs, sem spilar mikið með spútnik-liði í Póllandi og skorar reglulega! Þá hrósar landsliðsþjálfarinn Andra Guðjohns mikið en hann er oftar en ekki á bekknum hjá nýja liðinu sínu í Belgíu.
Menn eru m.a.s. farnir að sakna Birki Bjarna sem stendur sig enn vel á Ítalíu og skilja ekkert í því af hverju Aron Einar er valinn í liðið, spilandi í deild útbrunninna leikmanna á Arabíuskaganum!
Já. landsliðsþjálfarinn er fullur mótsagna og sérkennilegheita, sem gæti verið helsta ástæða þess að landsliðsmenninrnir melda sig nú "meidda" hver á fætur öðrum.
Tvær breytingar á A-landsliðshópnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2024 | 08:49
Horfir á með "hryllingi"
Ekki hefur heyrst bofs frá þessum forsætisráðherra Hollands vegna fjöldamorða Ísraelshers á Gazabúum en þegar stuðningsmenn Palestínu og gagnrýnendur stríðsglæpa Ísraels á óbreyttum borgurum leyfa sér að svara ögrunum stuðningsmanna ísraelska fótboltaliðsins heyrist loks hljóð úr horni.
Ísraelsku fótboltabullurnar gengu um götur Amsterdam, veifandi ísraelska fánanum og hrópuðu slagorð til stuðnings þjóðarmorðinu á Gaza - og komust upp með það því lögreglan gerði auðvitað ekkert til að stöðva það.
Hún var hins vegar ekki seint til þegar stuðningsmenn Gazabúa sættu sig ekki við þessar ögranir - og afskiptaleysi löggunnar - og réðist gegn mótmælendum.
Ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld í Holllandi sýna fasistískar tilhneigingar sínar.
Og af hverju er Ísrael leyft að keppa á alþjóðlegum mótum? Er ekki kominn tími til að stoppa það? Já, hræsnin í stjórnvöldum í Evrópu er yfirgengileg.
Fordæma árásir á ísraelska áhangendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2024 | 20:43
Sú er klikkuð
Kannski verður að túlka þetta útspil formanns Samfylkingarinnar sem reynsluleysi í pólitíkinni en það virkar þó eins og hroki hennar og sé dæmi um einræðistilburði hennar. En kannski er þetta einfaldlega dæmi um vanhæfni til að stjórna stjórnmálaflokki?
Ekkert bendir til þess að Dagur sé ógnun við forystuna, hann gefur einfaldlega kost á sér í forystusæti og er valinn sem slíkur af einhverri uppstillingarnefnd.
Af hverju þá þessi yfirlýsing formannsins? Er flokkurinn á einhvern hátt farinn að efaat um forystuhæfileika hennar og þetta séu varnarviðbrögð við minnkandi trausti?
Skilaboðin í heild sinni: Dagur aukaleikari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 171
- Frá upphafi: 459082
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 155
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar