19.2.2025 | 16:43
Ritstjóri danska sjónvarpsins rekinn fyrir að segja sannleikann
Danir gera það ekki endasleppt í últra-hægri-sveiflu sinni. Landið er að verða að algjöru fasistaríki. Fyrst með mjög harðri innflytjendapólitík, þeirri verstu í Evrópu (meira að segja leiðtogi hægra flokksins í Þýskalandi (Kristdemókrata) vill ekki ganga eins langt), svo með fjáraustrinu til Selenskys (sem Trump kallar einræðisherra enda hefur "Selurinn" ekki leyft neinar kosningar í Úkraínu í mörg ár en forsetakosningar áttu að fara fram í landinu í fyrra) og svo þetta með Grænland núna.
Í myndinni um Grænland, sem ritstjórinn brottrekni leyfði sér að birta, er sýnt fram á það að Danir hafi stórgrætt á Grænlandi með námugröftri í á aðra öld. Þessi uppljóstrun kemur auðvitað Dönum illa, sem hafa alltaf haldið því fram að Grænland kosti þá miklu meira en landið gefur (sama hafa þeir sagt um Færeyjar sem einnig er lygi).
Þessi umræða hefur orðið til þess að Grænlendingar eru farnir að huga að því að krefjast endurgreiðslu á hluta af þessum gróða, eða jafnvel að taka tilboði Trumps um að verða bandarísk eign! Slík endurgreiðsla kæmi sér illa fyrir Dani sem huga að stórfelldri hervæðingu og mega því engan pening missa svo ekki fari allt í bál og brand heimafyrir.
Svo auðvitað þetta með Trump og áhuga hans á að eignast eyjuna.
Já illa láta dönsk stjórnvöld þessa dagana. Þar er við völd stjórn sem minnir mjög á íslensku ríkisstjórnina, miðhægri stjórn með krata sem forsætisráðherra og í samstarfi við "frjálslynda" hægri flokka (Venstre þar, Viðreisn hér). Í báðum þessum löndum eru gömlu hægri flokkarnir að líða undir lok, Konservative og Sjálfstæðisflokkurinn, en þá tekur ekkert betra við. Hinir færa sig þá bara lengra til hægri.
Hér áður fyrr, eða þegar ekkert lýðræði var í Danmörku, var í raun meira lýðræði og frjálsari skoðanaskipti en nú. Jón Sigurðsson forseti fékk til dæmis birtar kröfur sínar, og Íslendinga, í þarlendum blöðum um að Danir skulduðu Íslandi stórfé, m.a. vegna verslunargróðans og vegna klaustursjarðanna sem þeir hirtu við siðaskiptin.
Já, heimur fer greinilega versnandi þrátt fyrir allan fagurgalann um lýðræði - og opna og gagnrýna samfélagsumræðu. Það er einfaldlega orðin tóm.
![]() |
Dregur heimildarmynd um Grænland til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2025 | 19:02
Þétta raðirnar og taka þátt?
Illa láta Natólöndin í Evrópu þessa dagana. Vilja endilega koma á friði í Úkraínu með því að stórauka útgjöld til hermála. Friður með stríði?
Þessi skyndilega hervæðing er auðvitað enn merkilegri í ljósi þess að núna fyrst er farið að ræða um frið á svæðinu og stofna til funda þar um. Áður hefur enginn rætt um hugsanlegan frið í stríðinu, hvorki Bandaríkjamenn né Evrópuþjóðirnar. Nú loksins er friður svo rosalega æskilegur en hvernig friður er það? Friður með öfugum formerkjum?
Friður með þátttöku Evrópuþjóðanna í stríðinu við hlið Úkraínumanna? Friður með vopnavaldi? Það er eitthvað meira en lítið ruglað við þessa röksemdafærslu.
Þá hlýtur það að vekja athygli að öll Norðurlöndin og baltnesku löndin þrjú sendu harðlínukerlinguna dönsku, kratann Mette Fredriksen, sem fulltrúa sinn á "öryggismálastefnuna" í Munchen. Ekki aðeins það að hún, og stjórn hennar, rekur hörðustu útlendingapólitík í Evrópu heldur hefur hún einnig veitt Úkraínu mestan hernaðarlegan stuðning af öllum Evrópuþjóðum hingað til.
Og nú boða Mette þessi stóraukin útgjöld Dana til hermála. 50 milljarða danskra króna til að kaupa hergögn, upphæð sem samsvarar um 1000 milljörðum íslenskum!
Þessi hernaðar- og stríðsóða frauka var þannig fulltrúi Íslands á áðurnefndri ráðstefnu - og utanríkisráðherrann okkar tekur heilshugar undir með henni. Við tökum þátt!
Og gagnrýnisraddirnar? Þær heyrast varla, hvorki í Danmörku né hér á landi. Það flokkast kannski undir landráð að vara við þessum stríðsæsingi - og er fangelsissök?
Já, það er stutt í fasismann í þessum mikla heimshluta lýðræðis, opinnar umræðu og frelsis!
![]() |
Evrópa þéttir raðirnar og Ísland á að taka þátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2025 | 17:57
Falsfrétt eða léleg endursögn?
Þetta er undarleg endursögn á aðalatriðunum í ræðu Vance, nýja utanríkisráðherra Kanans.
Það sem skiptir raunverulega máli var gagnrýni hans á afstöðu Evrópuþjóða gagnvart Rússlandi. Evrópa væri enn föst í kaldastíðsáróðrinum frá tímum Sovétríkjanna.
Umfjöllunin í Evrópu um stríðið í Úkraínu einkennist af röngum upplýsingum og falsfréttum.
https://www.svt.se/nyheter/utrikes/jd-vance-i-hart-angrepp-mot-europa-i-tal-i-munchen
Þetta þýðir auðvitað gjörbreytta stöðu í heimsmálunum. Evrópa og þar með Norðurlönd standa nú ein í stríðsáróðrinum gegn Rússum en Bandaríkin eru að bakka út.
Áform ESB-þjóðanna um að stórauka vopnabúnað sinn er ekki til að verja Evrópu, eins og svo falslega er haldið fram, heldur til að auka þátttöku þeirra í stríðinu í Úkraínu.
Kannski eru þessar þjóðir á leið til að taka beinan þátt í átökunum þar með að senda herlið þangað.
Spurning hvað íslenska ríkisstjórnin með kúlulánadrottninguna í fararbroddi gerir. Sendir sérsveitina á vettvang eða kemur á herskyldu til að senda íslensk ungmenni til að verða fallbyssufóður á sléttunum í Úkraínu?
Önnur eins speki og sú sem vellur uppúr utanríkisráðherranum okkar þessa dagana, minnkar ekki líkurnar á þesskonar rugli.
Þetta er jú sá "friður" sem hún og ESB talar um þessa dagana.
![]() |
Vance hvatti Evrópu til að breyta um kúrs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2025 | 11:00
Hendi og brot!
Þetta var augljóslega hendi og svo var brot á leikmanni Panathinaikos strax á eftir. Augljós vítaspyrna! Sjá hér:
https://www.goalstube.online/2025/02/vikingur-panathinaikos.html
Leiðinlegt svona röfl og endalaus mótmæli. Til skammar fyrir íslenska knattspyrnu.
Þá áttu Grikkirnir stóran hluta leiksins. Voru með boltann 60% af leiknum en miklu meira lengstum. 10 skot á móti sex og brutu miklu sjaldnar af sér. Víkingar lágu í vörn nær allan tímann. Þvílíkar hetjur!!
![]() |
Vítadómurinn glórulaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2025 | 14:58
(Kalda)stríðsáróður
Danir gera það ekki endasleppt í hernaðarhyggju sinni (reyndar eru öll Norðurlöndin þar sek). Þeir ætla að stórauka framlög til hermála en rífast þó um hvar eigi að taka peningana. M.a.s. innan stjórnarinnar er tekist á um þetta. Hægra liðið vill fyrst og fremst skera niður í velferðarkerfinu en kratarnir í stjórn vilja að skorið sé jafnt niður (eða álögum deilt jafnt).
Hins vegar er þetta varla nokkur frétt því henni var strax mótmælt af sérfræðingum á sviði hermála. Þetta sé mjög ólíklegt. Meðal annars er bent á að þá þyrfti NATÓ að vera liðið undir lok og að Evrópulöndin hætti að hervæðast. Þá eru Rússar þegar illa haldnir vegna stríðsins í Úkraínu (og Kúsk) og hafa engan áhuga á að færa átökin út. Reyndar hafi þeir aldrei haft neinn áhuga á að hefja stríð við ESB-löndin. Þá hafa þeir margoft lýst því yfir að þeir vilji ekki stríð við NATÓ.
En Mogginn birtir auðvitað aðeins það sem þjónar þeirra (kalda)stríðsáróðri - og miðhægri stjórnin (og Þorgerður Katrín) spilar með.
https://www.dr.dk/nyheder/indland/eksperter-afviser-risikoen-en-storskalakrig-i-europa
![]() |
Gætu hafið stórstyrjöld innan fimm ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2025 | 13:59
Þróunar- og mannúðarstofnun, eða einfaldlega njósnastofnun?
Fínt skal það vera "þróunar- og mannúðarstofnun"! Nær væri þó að kalla hana njósna- og áróðursstofnun en hún starfar sem slík um nær allan heim.
Innan hennar hefur t.d. verið starfandi deild sem á að stuðla að lýðræði, mannréttindum og réttlæti. Hún hefur einkum starfað í fyrrum sovétlýðveldum til að grafa undan áhrifum Rússa þar (því þetta fegrunarhugtak sem einkennir jú Kanann, "réttlæti"!).
Árið 2016 voru starfmenn um 10 þúsund (ekki 40.000 eins og haldið er fram af vestrænu pressunni um að muni missa vinnuna við þetta). Þar af voru um 7000 manns starfandi úti á örkinni ("field missions").
Stofnunin hefur m.a starfað í Afganistan, samhliða hernámi USA á landinu; Írak (t.d. með því að aðstoða við að undirbúa innrásina í landið árið 2003); Kúbu (með undirróðursstarfsemi); Bólivíu (undir því yfirskyni að berjast gegn kókaínræktun í landinu). Starfsmönnum hennar þar var vísað úr landi árið 2013 fyrir að reyna að grafa undan ríkisstjórninni þar.
Stofnunin hefur verið harðlega gagnrýnd allt frá 1950. Meðal annars fyrir að grafa undan ríkisstjórnum þeirra landa sem njóta aðstoðar hennar, fyrir að féð frá henni sé misnotað, fyrir að starfa náið með CIA njósnastofnuninni m.a. í því að starfsmenn CIA hafi starfað sem hjálparstarfsmenn á vegum USAis, fyrir að þjálfa lögreglu í pyntingaraðferðum o.s.frv.
Í Brasilíu hafa starfsmenn hennar verið sakaðir um að styðja hægrisinnaða stjórnmálaflokka. Einnig hafa mörg lönd í Mið- og Suður-Ameríku krafist þess að starfsmenn stofnunarinnar verði reknir úr landi (árið 2012).
Fjölmargar rannsóknir sýna að "aðstoð" þessi sé notuð í pólitískum tilgangi, einkum með mútum. Meira að segja lönd sem setið hafa í Öryggisráði SÞ hafa notið þessarar aðstoðar. Jemen er nefnt sem dæmi (2009). Einnig hefur hún skipt sér af starfi NGO sem eru frjáls góðgerðarsamstök, starfandi um allan heim, m.a. í Palestínu. Þá tók hún virkan þátt í ófrjósemisátaki með hægri stjórninni í Perú á 10. áratugnum þar sem um 300.000 frumbyggjar voru vanaðir.
Því er óhætt að segja að farið hefur fé betra og að þetta sé það eina sem hefur komið af viti frá Trump (og Musk) til þessa.
https://en.wikipedia.org/wiki/United_States_Agency_for_International_Development
![]() |
Ætla að fækka starfsfólki um 97% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2025 | 14:27
Úrkomumet í byrjun febrúar!
Það er ekki nema von að Landsvirkjunarmenn kætist þessa dagana. Vonandi gráta virkjunarsinnarnir í kratastjórninni sem því nemur enda engin þörf á frekari virkjunum:
31.-1. feb. var úrkoman 21,6 mm í Reykjavík.
2.-3. feb. var úrkoman 13 mm
5.-6. feb. var úrkoman 23,2 mm. Það er mesta úrkoma á einum sólarhring síðan 8.-9. okt. 2023.
Þetta bætist við úrkomuna í janúar öllum hér í borginni,sem var 107,9 mm. Það er 25% umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020.
![]() |
Skerðingum aflétt: Bættur vatnsbúskapur eftir umhleypingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2025 | 19:13
Virkjanaóði krataráðherrann
Jóhann Páll Jóhannsson, sem einhverra hluta vegna er ekki aðeins orkumálaráðherra heldur einnig umhverfisráðherra (eins og það fer nú vel saman), ætlar ekki að gera það endasleppt í virkjunarmálum. Ljóst er að þarna er enn hættulegri óvinur íslenskrar náttúru en íhaldsráðherrann fyrirrennari hans, Guðlaugur Þór Þórðarson.
Munurinn á þessum tveimur ráðherrum, og núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn, er einfaldlega sá að eini raunverulega græni flokkurinn, VG, er ekki lengur í ríkisstjórn - og ekki einu sinni á þingi til að veita núverandi náttúrusóðastjórn aðhald.
Held að fyrri kjósendur Vinstri grænna, sem kusu Samfylkinguna í nýafstöðnum kosningum, iðrist nú stórlega hvernig þeir kusu.
En í raun var þetta vitað fyrir. Jóhann Páll hafði margoft lýst því yfir á síðasta kjörtímabili að þörf væri á stórauknum virkjunum - ætlar nú að hrinda þeim í framkvæmd og það með offorsi.
![]() |
Vill endurmeta átta virkjanakosti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2025 | 13:08
Freyr orðinn þjálfari Brann
Samkvæmt norskum netmiðlum hefur Freyr Alexandersson ákveðið að taka tilboði Brann sem þjálfari félagsins. Þar með er ljóst að kandídötum til landsliðsþjálfarastarfsins hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta hefur fækkað um enn einn. Þá eru eftir tveir ...
https://www.nrk.no/vestland/freyr-alexandersson-blir-ny-brann-trener-1.17202144
![]() |
Kraftaverkamaðurinn Freyr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2025 | 12:36
Strax byrjað að afsaka sig?
Það er nú full djúpt í árinni tekið að tala um mikið áfall við að Aron geti ekki spilað alla leikina á HM. Hans stórtíð er jú löngu lokið og frekar spurning en hitt hvort hann hafi nokkuð erindi lengur í landsliðið.
En Snorri þjálfari er klókur gaur og veit sem von er að ef illa gengur á mótinu þá er starf hans í hættu. Því er eins gott að byrja sem fyrst að afsaka sig.
Þá hefur hann og Aron verið full yfirlýsingaglaðir að undanförnu, greið leið uppúr riðlinum, þrátt fyrir að Slóvenar séu með í honum, þjóð sem hærra skrifuð en Íslendingar í handboltanum og urðu í 4. sæti á síðasta EM ef ég man rétt (en Ísland í því 10.).
Hrokafullar yfirlýsingar ekki satt?
![]() |
Mikið áfall fyrir íslenska landsliðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 316
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 275
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar