15.5.2015 | 18:12
"blíða og nærgætni"
Minningargreinar eru kannski ekki alltaf besti mælikvarðinn á persónuleika fólks en samt segja þær ákveðna sögu.
Eitthvað virðist þannig orkar tvímælis í enn einni persónulegri opnum um ofbeldi karlaveldisins á hendur eiginkvenna og dætra: "Þótt bliða og nærgætni væru mjög ríkir eiginleikar" osfrv. Kannski er best að trúa engu - og leyfa fólki að hvíla í friði?:
Sjá http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2826731
![]() |
Ég sagði engum frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2015 | 10:03
Eggert á leið til Skotlands aftur?
Samningur Eggerts Jónssonar hjá Vestsjælland rennur út í sumar. Hann hefur sagt að sig langi aftur til Skotlands, eða til Englands, enda sé hann fótboltalega séð alinn þar upp og sé í raun Skoti.
Eggert hefur greinilega verið að gera það gott síðan hann kom til Vestur-Sjálands um áramótin því talað er um hann sem prófíl í liðinu:
http://www.tipsbladet.dk/nyhed/superliga/fcv-profil-sigter-efter-engelsk-klubskifte
![]() |
Silfur ekki ásættanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2015 | 17:02
Rodriguez sá verðmætasti?
Þeir sem horfðu á leik Juventus og Real Madrid í gærkvöldi sáu eflaust sóknina flottu hjá Real sem endaði með því að Kolumbíumaðurinn James Rodriguez skallaði boltann í þverslána fyrir opnu marki. Klaufi hugsaði maður, þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi átt stórleik fram að því, en hér er myndband sem sýnir að varnarmaður Juve komst fyrir skallann:
http://www.dagbladet.no/2015/05/06/sport/sportno/idrett/juventus/real_madrid/39043388/
![]() |
Verðmætustu knattspyrnufélög í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2015 | 16:40
Kannski skiljanleg en ...
... rökstuðningurinn er furðulegur og ber vott um hlutdrægni: "Hann hefði því líklega haldið eða bætt við forskot sitt á keppninaut sinn vegna staðsetningar sinnar hvort sem er."
Frekar óheppilegt orðalag hjá FRÍ svo vægt sé til orða tekið.
Í tvígang hefur Arnar verið uppvís að óheppilegu athæfi í þessu hlaupi - og enn er verið að réttlæta það. Ætli allt sé þegar þrennt er?
![]() |
Úrslit Víðavangshlaups ÍR munu standa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2015 | 09:32
Þetta er nú bara svindl!
Það er greinilegt að maðurinn styttir sér leið og nær þannig forskoti sem nægir honum til sigurs.
Hann hlýtur að missa fyrsta sætið fyrir þetta.
Svo auðvitað spurning um siðgæðisvitundina hjá drengnum - og uppeldið á honum miðað við atvikið í fyrra þegar pabbi gamli hjálpaði honum!
![]() |
Stytti Arnar sér leið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2015 | 09:20
Valið á landsliðinu
Eins og ég hef lengi verið að tuða um hér á bloggsíðunni, er valið á íslenska karlalandsliðinu í fótbolta oft á tíðum stórfurðulegt að mínu mati - og reyndar enn furðulegra að það hafi ekki bitnað meira á árangri liðsins en raun ber vitni.
Landsliðsþjálfararnir hafa verið að hringla með liðið allt frá því að þeir tóku við því - og velja menn sem ætti að vera ljóst að hefðu lítið erindi í það, a.m.k. ekki til lengdar.
Nýjasta dæmið er Rúnar Már Sigurjónsson sem er valinn í landsliðið þrátt fryir að hann eigi eftir að sanna sig í atvinnumennskunni. Nú er hann dottinn út úr byrjunarliðinu hjá félagsliði sínu Sundsvall. Á meðan hefur Arnór Ingvi margoft sýnt sig og sannað með Norrköping og minnir vel á sig með þessari frammistöðu - en fær ekkert tækifæri hjá landsliðinu.
Annað dæmi um mann sem hefur verið sniðgenginn að undanförnu er Guðmundur Þórarinsson hjá Nordsjælland. Danskir sparkspekingar hrósa honum í hástert leik eftir leik en náð hefur hann ekki fengið hjá landsliðsþjálfurunum. Á meðan er Jón Daði Böðvarsson að fá falleinkunn í hverjum leiknum á fætur öðrum hjá Viking (3 er algeng einkunn hjá honum) en er þó enn í miklu uppáhaldi hjá íslensku þjálfurunum - og sömuleiðis hjá íþróttafréttamönnum.
Arnór í stað Jóns Daða og Guðmundur í stað Rúnar Más - og þá fer liðið að verða gott.
Einnig ætti að vera kominn tími til að fara að kíkja á Sverri Inga Ingason hjá Lokeren og gefa Kára Árnasyni frí. Hann er búinn að skila sínu - og er m.a.s. farinn að spila á miðjunni hjá fallkanditötum Rotherham í ensku fyrstu deildinni (er sem sé ekki lengur treyst í miðju varnarinnar).
Svo má ekki gleyma Matthíasi Vilhjálmssyni sem er að fá 5-6 í einkunn eftir hvern leik með Start í norsku úrvalsdeildinni. En þá fer sæti uppáhaldsins Birkis Bjarnasonar að hitna en það má auðvitað ekki.
![]() |
Arnór á skotskónum í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2015 | 21:20
Æfintýralegur ferill!
Þetta er svo sannarlega æfintýri litla liðsins. Heimavöllurinn tekur 10.700 áhorfendur! Haustið 2008 var liðið næstneðst í neðstu deildinni á Englandi (í 91. sæti af 92) en tókst að forðast falli úr deildakeppninni vorið 2009. Liðið hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum (2013-15).
![]() |
Bournemouth fer í úrvalsdeildina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2015 | 21:10
Skrítið þetta með veikindi ráðherranna ...
Fyrst voru það Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem þurftu að draga sig út úr stjórnmálum vegna veikinda - og nú Hanna Birna.
Öll gerðu þau það eftir að hafa lent í erfiðri pólitískri stöðu, sem kom í veg fyrir áframhaldandi þátttöku í stjórnmálum fyrir þau tvö fyrstnefndu. Reyndar fengu þau síðan ágætis störf í utanríkisþjónustunni þannig að veikindi þeirra hafa sem betur fer ekki haft varanleg áhrif á starfsgetu þeirra.
Sama má segja um Hönnu Birnu, sem þó er greinilega meiri nagli en Geir og Ingibjörg Sólrún. Hún lætur sig hafa það að halda áfram í stjórnmálum þrátt fyrir slæma pólitíska stöðu - og "erfið" veikindi ...
![]() |
Hanna Birna með góðkynja æxli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2015 | 17:10
Seinheppnir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
Kannski er einfaldast að segja að formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hafi verið seinheppinn í vali á ráðherrum flokksins í núverandi ríkisstjórn. Fyrst var það Hann Birna, sem þurfti að segja af sér vegna óheppilegra vinnubragða við hælisumsókn flóttamanns. Og svo núna þegar í ljós er komið að gjaldþrota maður var gerður að ráðherra, þ.e. Illugi Gunnarsson.
Þá virðist tilhneiging til þess að segja ekki satt og rétt frá vera vandamál hjá ráðherrum flokksins.
Fullyrt er á einum vefmiðlanna í dag að Illugi hafi ekki farið með rétt mál þegar hann sagðist hafa hitt fulltrúa Orku Engery fyrir tilviljun í opinberri ferð sinni til Kína. Hið rétta er, segir vefmiðillinn, að fimm fulltrúar félagsins voru í hinni opinberu sendinefnd og að þeir hafi notið sama rausnarskapar gestgjafanna og aðrir í sendinefndinni:
http://www.hringbraut.is/frettir/orka-energy-skrad-i-kinaferd-illuga#.VT4lXbYS0K5.facebook
Ef rétt er þá er Illugi ekki aðeins uppvís að dómgreindarleysi og að hylma yfir fjárhagsleg tengsl við fyrirtækið heldur einnig að ósannindum. Það hlýtur að kalla á uppsögn þessa ráðherra einnig - ef satt er.
![]() |
Leigan 230 þúsund á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2015 | 20:54
Um menntun
Athyglisvert er að sjá að Jón Atli fékk flest atkvæði starfsmanna með háskólagráðu og meðal stúdenta en Guðrún meðal þeirra sem ekki eru með háskólapróf:
"Á meðal annarra starfsmanna með heilt atkvæði hlaut Jón Atli 69 atkvæði og Guðrún 76.
Á meðal annarra starfsmanna með hálft atkvæði hlaut Jón Atli 6 atkvæði og Guðrún 17."
Ætli þeir minna menntuðu séu meiri femínistar en þeir meira menntuðu?
![]() |
Jón Atli kjörinn rektor HÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 4
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 231
- Frá upphafi: 464571
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 210
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar