Fjöldi almennra borgara fallið

Ríkin tíu sem gerðu loftárásir á Jemen létu sér ekki nægja að ráðast gegn uppreisnarmönnum heldur köstuðu fjölmörgum sprengjum á almenna borgara og drápu fjölda þeirra.

Flugfélarnar og sprengjurnar sem þeir nota við þetta eru keyptar frá Vesturlöndum, einkum frá USA sem hingað til hafa verið mjög virk í afskiptum sínum af stöðu mála í Jemen. Merkilegt annars að alls staðar þar sem Kaninn hefur verið með puttana í innanríkismálum landa á þessum slóðum ríkir algjör upplausn. Vígasveitir fara um og drepa fólk að vild (í Afganistan, Írak, Líbýu, Sýrlandi, Sómalíu, Súdan). 

Ætli það sé rétta aðferðin til að koma á lýðræði og frelsi á þessum slóðum, eins og yfirskyn afskiptana er?

Annars er nokkuð skrítið að mbl.is skuli ekki nefna þetta mannfall almennra borgara. Meira að segja ruv.is er með frétt um það og þykir þó sá fréttamiðill mjög hallur undir sjónarmið vestrænna stjórnvalda - er reyndar mjög virkur áróðursmiðill fyrir árásarstefnu Vesturlanda.

Ætli Mogginn sé enn verri?

 


mbl.is Gera loftárásir á Jemen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit á gott sumar?

Sumarið 2012 var óvenjugott, sólríkt og hlýtt a.m.k. hér sunnan heiða. Þá var úrkomusamt í mars, rétt eins og nú, og lóan kom óvenjusnemma - rétt eins og nú.

Að líkum lætur verður þá gott sumar í ár, rétt eins og sumarið 2012!


mbl.is Fuglarnir smám saman fyrr á ferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögregluvakt fram á haust!

Það eru greinilega til nóg fjármagn í Ríkissjóði. Fjárausturinn í tengslum við þetta hraungos langt frá mannabyggðum er slíkur að aldrei hefur þekkst annað eins!

Meira að segja voru lögreglumenn á vakt nú yfir háveturinn til að hindra óviðkomandi umferð við hraunið - þrátt fyrir að það væri gjörsamlega ófært þangað uppeftir nær allan veturinn! Það var meira að segja nær ófært að skipta um vaktir vegna óveðurs dögum saman!

Nú skulu vera lögreglumenn á staðnum, jafnvel tveir til þrír!, þó svo að svæðið sé að mestu orðið tryggt. Er ekki nóg að krefjast þess af ferðaþjónustuaðilum að þeir fari gætilega - og halda námskeið fyrir þá hvað þurfi að verast og hvað ekki - og vera einnig með upplýsingar um það í fjölmiðlum fyrir allan almenning?


mbl.is Lögregluvakt í Holuhrauni til hausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægri armurinn vann en tapaði þó

Ljóst er eftir nýafstaðinn formannsslag í Samfylkingunni að það eru tvær fylkingar sem takast á í flokknum, hægri og vinstri ef við notum gömul hugtök. Einnig er ljóst að uppgjörið við Hrunið á enn eftir að fara fram innan flokksins - en að formannsslagurinn sé hluti af því óuppgerðu. Sigríður Ingibjörg kom inn í Samfylkinguna eftir Hrun og eflaust kosinn á þing sem fulltrúi þeirra sem felldu Hrunstjórnina á fundinum fræga í Þjóðleikshúskjallaranum.

Árni Páll var reyndar í andófinu þá sem þingmaður en sýndi sig samt vera fulltrúi forystunnar þegar á reyndi eftir kosningarnar 2009.

Nú er uppgjörið að byrja, fyrst með því að gagnrýna Drekasvæðisskandalinn sem Össur Skarphéðinsson var höfundurinn að, og hafna því ævintýri - og svo með því að leggja fram tillögu þar sem Nató og fríverslun yrði sleppt úr ályktun flokksþingsins. Að vísu var sú tillaga fellt en með aðeins um 10 atkvæða mun, sem verður að teljast til tíðinda af þessum annars stæka NATÓ- og ESBsinnaða flokki.

Vinstri öflin eru greinilega farin að þora að láta á sér kræla. Fer þá vonandi að styttast í uppgjörið við þátt flokksins í Hruninu. 


mbl.is Undiraldan komin upp á yfirborðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fastir liðir eins og venjulega!

Eins og flestum er kunnugt eru landsliðsþjálfararnir ekki mikið fyrir breytingar. Þó var gerð athyglisverð tilraun í æfingaleikjunum gegn Kanada í janúar síðastliðnum. Að vísu vegna þess að þeir sem voru að spila með félagsliðum sínum á þessum tíma (í Englandi, Ítalíu, Belgíu og Hollandi) voru ekki með.

Þar voru hins vegar menn eins og Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Logi Valgarðsson, Guðmundur Þórarins­son, Matthías Vilhjálmsson og Björn Daníel Sverrisson að leika vel en eru ekki valdir núna. Björn Daníel hefur auk þess verið að leika sérstaklega vel með Viking í æfingaleikjum að undanförnu.

Aðrir sem hafa verið að leika vel undanfarið, menn eins og Ólafur I. Skúlason og Gunnar Heiðar Þorvaldsson eru ekki valdir og ekki heldur Hólmar Örn Eyjólfsson.

Uppáhaldsleikmenn þjálfaranna, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Bjarnason, eru hins vegar enn og aftur valdir, þrátt fyrir að hafa staðið sig illa í landsleikjum undanfarið.

Reyndar segja forráðamenn Viking, liðs Jóns Daða, að þeir vildu gjarnan að hann léki eins vel með félagsliðinu eins og hann leiki með landliðinu - en þar byggja þeir á misvitrum fjölmiðlamönnum sem sjá ekki sólina fyrir Jón Daða þótt ástæðan fyrir sólarleysinu hjá íþróttaskríbentunum sé allt önnur en leikmaðurinn.


mbl.is Eiður með í Kasakstan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valið lekur út!

Mér heyrði það á skotspónum að landsliðið yrði kynnt á morgun, föstudag, en hef hvergi séð það birtast á prenti (kannski óþarfi að vera að tilkynna okkur skrílnum það?).

Sænskt fjölmiðlafólk er hins vegar svo vinsamlegt að tilkynna lesendum sínum að valið á sænska landsliðinu verði kynnt á föstudaginn. 

Jamm og jæja! Ólíkir siðir í ólíkum löndum!


mbl.is Victor í landsliðinu gegn Kasakstan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Hjört Hermannsson?

Þarna vantar eitt stórt nafn, Hjört Hermannsson, sem er nær örugglega galdgengur í liðið (f. 1995). Hann var að vísu meiddur í umspilsleikjunum gegn Dönum í haust en ætti að vera búinn að ná sér, skilst mér. Amk hefði verið allt í lagi að geta þess af hverju hann sé ekki valinn.


mbl.is Níu nýliðar í hópnum gegn Rúmeníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíkt hafast menn að!

Já, meðan mótmælt er niðurskurðarstefnu ESB í sjálfu Þýskalandi, helsta ESB-landinu, koma menn saman hér "á landinu okkar" (eins og veðurfræðingarnir kalla Ísland) og vilja endilega fá að kjósa sig inn í Niðurskurðarsambandið (ætti því að skammstafast NSB).

Þetta þrátt fyrir að við höfum blessunarlega verið laus við niðurskurð að mestu, amk miðað hvað ESB-löndin hafa þurft að þola nú í kjölfar kreppunnar.

Svo fela menn þessa kynlegu hneigð sína með orðum eins og þingræði og lýðræði!


mbl.is Óeirðir í Frankfurt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhann Berg sem liðauki hjá okkur?

Eins og fram hefur komið undanfarið er Jóhann Berg Guðmundsson búinn að gera það gott í vetur með Charlton í ensku B-deildinni, en hann kom til liðsins í haust og hefur spilað nær alla leiki þess og skorað átta mörk.

Hann hefur þó ekki spilað mikið með íslenska landsliðinu undanfarið og sérstaklega lítið í undankeppni EM. Ekkert í leiknum gegn Tyrkjum í september og ekkert í leikjunum gegn Lettum og Hollendingum í október. Þá kom hann inná undir lokin í tapleiknum gegn Tékkum.

Samt var hann byrjaður að spila á fullu með liði sínu og standa sig vel þegar þessir leikir fóru fram. Hvað þarf eiginlega til að komast í byrjunarlið Íslands?

Vonandi verður hann valinn núna, ekki aðeins vegna frammistöðu hans í vetur með Charlton, heldur líka vegna leiksins gegn Sviss í undankeppni HM.

Í ljósi þess ætti Jóhann Berg að vera mikill liðsauki fyrir íslenska landsliðið.


mbl.is Kasakstan fær liðsauka fyrir Íslandsleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 227
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 206
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband