18.3.2015 | 10:32
Hvað með landsliðið?
Jóhann Berg hefur nú ekki fengið að spila mikið undanfarið með landsliðinu, hvað þá að taka aukaspyrnurnar!
Ætli það breytist nokkuð við þessi tíðindi? Landsliðsþjálfararnir eru nú ekki vanir að breyta liðinu eða hlutverkum leikmanna inni á vellinum.
Íhaldssemin er þeirra vörumerki og skiptir þá engu leikæfing eða form leikmanna!
![]() |
Gudmundsson, þú ert goðsögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2015 | 07:37
Hvaða lúxusvandamál?
Að Eiður Smári skuli vera tilgengilegur eða margir leikmenn meiddir og í lítill leikæfingu? Jafnvel að norsku og sænsku deildirnar eru ekki enn byrjaðar?
Ég sé engann lúxus í því!
Norðmenn eru búnir að velja sitt lið, af hverju er ekki búið að því hér?, og telja sig ekki eiga við nein lúxusvandamál að stríða. Benda meðal annars á að þeir hafi ekki unnið leik í mars í háa herrans tíð (lítil leikæfing?). Þá gagnrýna þeir valið en slíkt heyrir maður aldrei í hérlendum fjölmiðlum.
Er þetta síðasta, skortur á gagnrýnni umræðu um landsliðið, kannski lúxusvandamálið sem landsliðsþjálfararnir eiga við að stríða?
![]() |
Lúxusvandamál í Astana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2015 | 08:46
Frábært!
Viðbrögð Evrópusambandssinnanna hér á landi, ekki síst á þinginu, verður æ hjákátlegra í ljósi þess hvernig almenningur í Evrópu tekur tíðindunum - og í ljósi óvinsælda ESB í sjálfum aðildarríkjunum.
Formaður kratanna, Árni Páll Árnason, gengur svo langt að líkja framgöngu ríkisstjórnarinnar við landráð en ljóst er að hann, og aðrir ESB sinnar, eru tilbúnir að selja landið hæstbjóðenda - og fá væntanlega góðan aur í sinn vasa að launum.
Móðir eins helsta og æstasta ESB-sinnans á þingi söng eitt sitt (með fleirum) inn á plötu þessa setningu: "hver sem svíkur sína huldumey, honum verður erfiður dauðinn". Hún horfir nú upp á það verða örlög sonar hennar.
![]() |
Tíst um Ísland og ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2015 | 14:11
Samt hækkar bensínverðið hér!
Merkilegt þetta samráð olíufélagana - og að þau skuli ítrekað komast upp með það. Það virðist engu skipta þótt ný félög komi inn (svo sem Atlantsolía). Samt hækka allir jafnt jafnvel þó að ytra fari verð lækkandi.
Ekki er það nú álagi ríkisins að kenna eins og formaður FÍB er iðulega að gefa í skyn. Það hækkar ekki um þessar mundir.
![]() |
Olíutunnan niður fyrir 44 dali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2015 | 12:38
Ólíkt hafast ("vinstri")menn að!
Þetta er athyglisverð frétt og nokkuð skondin!
Retoríkin (og tónninn) í ummælunum við fréttinni í Spiegel er greinilega á vinstri sinnuðu nótunum, gegn ESB, Alþjóðagjaldeyrissjóðinum og öðrum öflum sem vilja koma öllu undir einkavæðingastefnu nýfrjálshyggjunnar.
Hér hins vegar eru það "vinstri" mennirnir sem láta hvað verst, þeir sem hafa viljað þjóðaratkvæðagreiðslur um sem flest (nema Icesave), opið lýðræði og virkt þingræði - sem sé gælumál vinstri stefnunnar.
Þeir vilja helst fara sem fyrst inn í hið hákapitalíska bákn, Evrópusambandið, og kæra sig kollótta um afleiðingarnar, þ.e. einkavæðingu og óheft útflæði fjármagns út úr landinu.
![]() |
Gott fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2015 | 08:57
Pútín-fóbían
Það er ótrúlegt að horfa upp á grílumyndirnar sem vestrænir fjölmiðlar draga upp af meintum óvinum sínum sí og æ.
Lengi voru það Saddam Hussain og Gaddafi en nú þegar búið er að drepa þá báða verður að finna aðrar grílur og hefur svo sem tekist ágætlega með leiðtoga Norður-Kóreu.
Nú síðast er það Pútín sem gerðist svo grófur að standa gegn útþennslustefnu Evrópusambandsins og NATÓ í austurátt, eða alveg upp að landamærum Rússlands.
"Innlimun" Krímskaga, sem alltaf hefur verið hluti að Rússlandi nema síðustu 20 ár, og "afskipti" Rússa að Úkraínudeilunni gerðu Pútín og Rússa almennt að vondu körlunum rétt eins og verið hafði á tímum Sovétríkjanna og kalda stríðsins.
Eða eins og einhver sagði. Pútín má ekki hverfa úr fjölmiðlum í nokkra daga, þá er farið að ýja að andláti hans eða stórfelldum veikindum - en þegar ekkert heyrist í forsætisráðherra Íslands svo vikum skiptir verða allir landsmenn fegnir!
![]() |
Mætir Pútín á fundinn í dag? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2015 | 22:22
Þessir stóru!
Toni var nú ekki mikið að þakka fyrir sendinguna - heldur lét eins og hann einn ætti allan heiðurinn að markinu!
![]() |
Emil valinn maður leiksins (myndband) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2015 | 13:50
Erfðabreytt bygg!
ORF líftækni notar erfðabreytt bygg við framleiðslu sína.
Það yrði eflaust saga til næsta bæjar ef slík framleiðsla fengi íslensku þekkingarverðlaunin. Myndi það og segja margt um þessi verðlaun og þá sem að þeim standa.
Tekið skal fram að tilraunir með byggið hefur farið fram í Gunnarsholti, þó svo að framleiðslan sjálf sé í lokuðu gróðurhúsi í Grindavík.
![]() |
ORF, CRI og Kerecis tilnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2015 | 08:49
Særðir ekki "skotnir"!
Þetta er sérkennileg frétt hjá mbl.is og ekki í fyrsta skipti. Rangt sagt frá í því litla sem sagt er frá atvikinu og svo er aðallega sagðar gamlar fréttir.
Það sem hefði mátt segja frá var sú staðreynd að það voru ekki mótmælendurnir sem skutu á lögregluna heldur var skotið frá nærliggjandi íbúðahverfi.
Hetjuskapur lögreglunnar sést ágætlega á myndum frá vettvangi. Fjölmennt þungvopnað sérsveitarlið kallað á vettvang (löngu eftir að skotin riðu af) og lögreglan sem var á staðnum í panik bak við allt sem hægt var að skýla sér við.
Fer ekki að vera kominn tími til fyrir alþjóðasamfélagið að skipta sér af ástandinu í Bandaríkjunum, rétt eins og það hefur gert í Sýrlandi, Írak og Úkraínu? Það virðist ríkja borgarastyrjöld í landinu, stjórnvöld í stríði við þegna sína.
Ég legg til algjörs viðskiptabanns á landið og til vara að hætt verði við allar hugmyndir um nýja og víðtækari viðskiptasamninga!
![]() |
Tveir lögreglumenn skotnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2015 | 14:42
Ekkert mark í fjórum leikjum!
Menn hljóta að fara að spyrja sig um hæfni þessa þjálfara. Liðið skorar ekkert mark og fær aðeins eitt stig í fjórum leikjum.
Hann setur nýliða inná í leik gegn heimsmeisturunum og lætur hann svo spila allan leikinn!
Tekur útaf reynslumikla leikmenn í staðinn og setur besta miðvörðinn okkar í hægri bakvarðarstöðuna loksins þegar hún fær að koma inná!
Er ekki kominn tími til að fara að kíkja eftir öðrum landsliðsþjálfara?
![]() |
Tveggja marka tap gegn heimsmeisturunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 227
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 206
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar