15.2.2015 | 13:08
Litlar breytingar?
Mér sýnist nú þónokkrar breytingar hafi átt sér stað. Ætli þetta sé ekki fyrsti sólarhringurinn síðan óróinn byrjaði í Bárðarbungu (í ágúst í fyrra) að enginn skjálfti hafi mælst yfir fjórir á stærð? Og það sem meira er þá mældist heldur enginn skjálfti yfir þrjá á stæð! Stærsti skjálftinn rétt slefaði yfir tvo á Richter!
Þá voru skjálftarnir undir 20, sem heldur hefur ekki gerst í manna minnum.
Þetta kallar maður ekki litlar breytingar heldur heilmiklar.
Og Almannavarnaráð var nýbúið að framlengja lokun á Jökulsárgljúfrum og víðar vegna þess að enn væri töluverð hætta á hamfarahlaupum niður ána!!
Þetta eru algjörir snillingar - og hafa verið það allt frá byrjun eldsumbrotanna.
![]() |
Litlar breytingar á gosinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2015 | 17:17
"Fjölmargir borgarar særðust"?
Eitthvað er þetta nú orðum aukið og í æsifréttastíl. Samkvæmt fréttum í ábyggilegum dönskum fjölmiðlum (og víðar), er einn maður látinn eftir skotárásina og þrír lögreglumenn lítillega særðir.
http://politiken.dk/indland/ECE2547152/en-er-draebt-og-tre-saaret-efter-skudattentat-i-koebenhavn/
Ekkert er sagt um að fjöldi almennra borgara hafi særst. Þá virðist sem árásarmaðurinn, eða mennirnir (tveir), hafi aldrei komist inn í bygginguna heldur hafi skotbardaginn við lögregluna farið fram í anddyri hússins.
![]() |
Einn látinn eftir skotárásina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2015 | 10:50
Hryðjuverkasamtök?
Hver er það eiginlega sem hefur komið þessari skilgreiningu á samtökin? Bandaríkjamenn? Ég veit ekki til þess að SÞ hafi skilgrein þau sem slík.
Áður, þegar CIA sá þeim fyrir vopnum í gegnum bandamenn sína í Líbýu og þau börðust gegn Sýrlandsstjórn, voru liðsmenn þeirra kallaðir uppreisnarmenn. Núna, þegar þeir eru komnir inn í Írak og farnir að berjast við leppstjórnina sem vestrænar þjóðir komu til valda þar, kallast þeir hryðjuverkamenn!
Samt njóta þeir enn stuðnings þjóða eins og Katar og Saudí-Arabíu sem voru dyggir stuðningsmenn vestrænna ríkja í því að steypa Saddam Hussain og Gaddafi að stóli og drepa þá.
Kannski er það einmitt það sem gerir samtökin að hryðjuverkasamtökum? Fjöldi fyrrum stuðningsmanna Hussains berst með þeim og fjöldinn allur af sunnítum sem eru hundeltir og kúgaðir af núverandi stjórnvöldum í Írak.
Amk er ljóst að innrásin í Írak á sínum tíma og loftárásirnar á Libýu eru helsta ástæðan fyrir vexti og styrk IS - rétt eins og ástæðan fyrir uppkomu Talibana í Afganistan á sínum tíma var stuðningur frá Bandaríkjunum.
Já, vesturveldin eru snillingar í að vekja upp drauga. Spurningin er hins vegar hvort þau séu eins snjöll að kveða þá niður? Á meðan er hentugt að kalla þá hryðjuverkamenn. Þá má gera hvað sem er við þá, meira að segja fremja hina verstu stríðsglæpi.
![]() |
Réðust á bandaríska herstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2015 | 13:46
Enn eitt kennitöluflakkið!
Af hverju er þessum mönnum ekki bannað að koma að rekstri félaga - þ.e. sett lög um það eins og eru eflaust alls staðar annars staðar í siðvæddum löndum - í a.m.k. fimm ár og/eða ella látnir standa skil á því sem þeir skulda.
Þannig er þetta í Svíþjóð til að mynda. Er ekki kominn tími til að bæta rekstrarsiðferði fyrirtækja hér á landi og banna þessa séríslensku leið, kennitöluflakkið?
![]() |
Sjö milljarða gjaldþrot Draga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2015 | 13:31
Dettifosssvæðið enn lokað!!
Þetta er með ólíkindum. Enn nær lokaða svæðið nær alveg norður í Ásbyrgi, þ.e. allur þjóðgarðurinn við Dettifoss og Jökulsárgljúfur er enn lokaður allri umferð!
Þetta þrátt fyrir að enn hafi ekkert flóð orðið, en menn báru hættuna á því fyrir sig þegar svæðinu var lokað á sínum tíma, og þrátt fyrir að stöðugt dragi úr hraunrennsli og skjálfavirkni í og við Holuhraun. Hvað þarf að gerast, að eldvirkni hætti alfarið svo hægt verði að skoða þessa náttúruperlu sem Dettifoss er - sem þó er í meira en 100 kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum!?
Mér finnst kominn tími til (og það reyndar fyrir löngu) fyrir ferðaskrifstofuaðila á svæðinu að fara í skaðabótamál við ríkið. Þeir hafa hingað til tapað stórfé á þessari geðþóttaákvörðun ráðamanna - og sjá fram á enn meira tap nú þegar aðal ferðamannatíminn nálgast óðfluga.
Hverjir eru það eiginlega sem einkum standa fyrir þessari furðulega einstrengislegu línu? Almannavarnir og Veðurstofan?
![]() |
Breytt aðgangssvæði við eldgosið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2015 | 14:11
Fyrst Brynjar síðan Heimdellingarnir!
Ömundur Jónasson hefur verið að skrifa á heimasíðu sinni athugasemdir sínar um Landsbankann og skattaskjólið sem bankinn kom upp á Guernsey um aldamótin og svo stemmninguna hjá ungum sjálfstæðismönnum þá. Þeim fannst slík skattsvik ofur eðlileg og sjálfsögð og tóku undir með Landsbankamönnum sem kölluðu þau "hagstæð skattaleg skilyrði"! Þetta var reyndar gert þá með fullum stuðningi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og krata.
Gott var því að heyra í Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanni Sjallanna í Kastljósinu í gærkvöldi að þetta sé ekki lengur liðið í flokknum, eða í ríkisstjórninni.
http://ogmundur.is/annad/nr/7346/
Tekið skal fram að gögnunum frá HSBC bankanum í Sviss var á sínum tíma stolið. Samt hafa nær öll skattayfirvöld í Evrópu og vestanhafs leitast eftir að fá þær upplýsingar og munu eflaust þurfa að borga sitt fyrir þær.
Merkileg reyndar þessi drottningarviðtöl undanfarið við skattrannsóknarstjóra. Af hverju er hún ekki spurð um hugsanleg "kaup" á upplýsingum um peningaeignir Íslendinga í HSBC bankanum - og af hverju ekki sé löngu búið að gera ráðstafanir til að fá gögnin? Þau hafa staðið skattayfirvöldum um allan heim til boða í um fimm ár eða frá 2010!
http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/Derfor-ba-ikke-Norge-om-SwissLeaks-listene-7896740.html
![]() |
Sætir það fangelsi að kaupa gögnin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2015 | 09:52
Stríðshugur í Mogganum?
Þetta er auðvitað furðulegur fréttaflutningur því aðalfréttin er auðvitað sú, sem hvergi kemur fram hér, að búið er að skrifa undir friðarsamkomulag sem felur m.a. í sér nær tafarlaust vopnahlé.
http://politiken.dk/udland/fokus_int/fokus_krim/ECE2543591/putin-i-minsk-vi-indgaar-vaabenhvile-i-ukraine/
Mogginn getur hins vegar ekki hætt stuðningi sínum við valdaránsstjórnina í Úkraínu og flytur stanslausar áróðursfréttir ættaðar þaðan.
Á meðal er erlenda pressan að reyna að sýna hlutleysi í fréttaflutningnum í stað hins áður einhliða áróður fyrir málstað Úkraínustjórnar.
Sem dæmi um það er nú verið að segja frá sífelldum árásum Úkraínuhers á almenna borgara í höfuðvígi uppreisnarmanna í Donesk, svo sem tvær árásir á strætisvagnaskýli og strætisvagna og á sjúkrahús í borginni, og ekki lengur verið að gefa í skyn að ekki sé vitað hverjir stóðu fyrir árásunum.
Samt þegja vestræn stjórnvöld þunnu hljóði vegna þessara árása Úkraínuhers á almenna borgara í eigin landi en fordæma hástöfum ef slíkt hendir hinu megin víglínunnar.
Og hvað er það svo sem Rússar krefjast en forseti Úkraínu segir vera ósættanlegt? Jú, að tekið verði tillit til uppreisnarmannanna og að ekki verði horfið til baka til tímans áður en uppreisnin hófst.
Er það ekki eðlileg "krafa"?
![]() |
Skilyrði Rússa óásættanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2015 | 18:26
Kúvending hjá Bjarna!
Jæja! Var pressan orðin of mikil á karlinn? Hvað með ferðatöskuna núna fulla af peningum?
Annars er ótrúlegt hvernig RÚV hefur tekið á þessu máli. Aðeins þriðja mál í fréttatímanum í gærkvöldi og ekkert fjallað um þetta í Kastljósinu á eftir (heldur um eldgamalt mál um erfingja Steingríms Hermannssonar og viðureign þeirra við LÍN).
Samt var Helgi Seljan á Rás 2 í gær og var greinilega vel að sér í málinu. Af hverju var ekki fjallað um það í Kastljósi þá um kvöldið?
Var Sigmar að vernda flokkinn sinn, eða var kannski frændhyglin víðförla þar á ferð?
![]() |
Bjarni: Ekkert skattaskjól hjá mér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2015 | 12:00
Er fjármálaráðherra hæfur til að taka á þessu máli?
Það hlýtur að vera spurning hvort Bjarni Benediktsson sé hæfur til að taka ákvörðun af eða á í þessu máli. Ættartengsl hans við aðila sem hafa grunsamlega oft farið í gjaldþrot eftir hrun - með engar eignir í fyrirtækjunum eins og síðasta dæmið um eignarhaldsfélag N1 - svo sem föður hans og föðurbróður, hlýtur að vekja upp spurningar hvort þeir, eða einhverjir aðrir sem Bjarni tengist, eigi fé í erlendum skattskjólum. Framferði Bjarna í þessu máli gæti því byggst á frændhygli, nepotisma.
Reyndar eru fréttirnar um breska bankann, sem var með skattaskjólsútibú í Sviss, þannig að upplýsingar um slíka skattsvikara ættu að geta legið frammi án mikils tilkostnaðar af ríkisins hálfu. Bretar og Frakkar hafa í mörg ár veitt aðgang að þeim gögnum sem nú eru komin í fréttirnar og hafa lengi aðstoðað stjórnvöld í mörgum löndum við að koma lögum yfir þessa aðila.
Væri ekki eðlilegt að við byrjuðum á því að fá upplýsingar um þá áður en lengra er haldið? Sektir fyrir skattsvik yfir einn milljarð króna ætti að gefa talsvert í þjóðarbúið.
http://kvennabladid.is/2015/02/09/spurt-um-haefi-fjarmalaradherra-vegna-kaupa-a-skattaskjolsgognum-konnun/
![]() |
Skilyrði fyrir kaupum ekki uppfyllt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2015 | 07:44
Björt framtíð vill einkavæða!
Athyglisvert er að Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar er nú í fararbroddi einkavæðingarsinna, sem maður hélt nú að væri sérstök ástríða Sjálfstæðismanna.
Þetta vekur upp enn áleitnari spurningar um það hvernig flokkur Björt framtíð sé í raun og veru. Varla er hægt að tala um hann sem vinstri flokk, frekar sem hægri sinnaðan miðjuflokk. En er hann kannski einfaldlega hægri flokkur, að vísu frjálslyndur sem slíkur?
Það að einkavæða áfengissöluna er svo auðvitað algjört glapræði og mun fyrirsjáanlega hafa mjög slæmar afleiðingar í för með sér.
![]() |
Verslun ekki hlutverk ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 4
- Sl. sólarhring: 73
- Sl. viku: 216
- Frá upphafi: 464552
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 195
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar