22.12.2014 | 15:48
Að drepa dýrin sín og vini
Já, það er gott fyrir samviskuna að láta sem sorgin sé mikil og djúp. Og auðvitað mikilvægt fyrir mbl.is að taka þátt í þessum leik - rétt eins og áður í meðvirkni sinni, meðvirkni sem hrjáir flesta ef ekki alla fjölmiðla þessa lands.
Sjá síðustu færslu:
http://torfis.blog.is/blog/torfis/entry/1552306/
![]() |
Þetta eru dýrin okkar og vinir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2014 | 15:08
Illur aðbúnaður
Það er merkilegt hvernig fjölmiðlar taka á þessu máli - og ekkert heyrist í dýraverndunarsamtökum eða yfirdýralækni. Er það ekki í fyrsta sinn sem tekið er á hrossaeigendum með silkihönskum.
Fyrir það fyrsta hlýtur útiganga hrossa um hávetur að teljast vera illur aðbúnaður fyrir þau, nema að þau hafi sérstaklega gott skjól og aðgengi að nægu fóðri. Auk þess þurfa þau auðvitað að vera innan girðingar sem heldur þeim.
Ekkert veit ég um fóðrið en yfirleitt fara hross ekki á ráf nema vegna fóðurleysis (svengdar). Hitt virðist nær örugglega ekki hafa verið fyrir hendi. Engin girðing til að hindra för þeirra út á tjörnina og lítið sem ekkert skjól til að standa af sér óveður eins og það sem skall á á laugardaginn.
Ég myndi persónulega segja þetta vera dæmi um illa meðferð á skepnum og gef lítið fyrir samúðartal eigendanna í garð hrossa sinna. Þeir bera ábyrgð á skepnum sínum og sú ábyrgð brást þarna illilega.
Hins vegar virðast hrossabændur og -eigendur njóta nær takmarkalausrar verndar í þessu samfélagi og geta hagað sér nær alveg eins og þeim sýnist í umgengni við dýr sín. Dýraverndarsamtök hefðu hins vegar eflaust kallað þetta dýraníð og kært það sem slíkt ef einhverjir aðrir dýraeigendur ættu í hlut.
![]() |
Hestarnir allir komnir á þurrt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2014 | 19:16
Aldrei læra menn af reynslunni ..
Þetta er nú næstum sama liðið og tapaði illa fyrir Bosníu og hefði með réttu átt að stija heima nú í janúar.
Gömlu jálkarnir eru enn einu sinni valdir, menn eins og Snorri Steinn og Arnór Atla. Svo er þjálfarinn að tala um nauðsyn þess að yngja upp í liðinu!!!
Mesta athygli vekur að besti maður leiksins gegn Svartfellingum, Björgvin Hólmgeirsson, er ekki valinn núna og ekki heldur Þórir Ólafsson sem hefur leikið stórt hlutverk með landsliðinu undanfarin ár.
Þá er Gunnar Steinn valinn en hann hefur lítið fengið að leika með liði sínu Gummersbach í vetur.
![]() |
Tveir lítt reyndir í HM-hópi Arons |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2014 | 21:21
Nokkuð gömul frétt!
Mogginn er oft seinheppinn. Þessi frétt er auðvitað orðin hálfsmánaðargömul - og hefur reyndar birst áður!
Kuldinn það sem af er desember hefur nefnilega breytt þessari mynd talsvert. Nú er árið fallið niður í fimmta sætið og fer sennilega mun neðar því spárnar benda ekki til að það hlýni neitt á næstunni, allavega ekki fyrir jól.
![]() |
Aldrei verið hlýrra í Grímsey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2014 | 17:32
Gosið búið að kosta sitt
Eins og fram hefur komið hefur gosið í Holuhrauni kostað skattborgarana djúgan skildinginn. Nú síðast var í aukafjárlögum lofað 686 milljóna kóna aukaframlagi til stofnana eins og Veðurstofunnar, Landhelgisgæslunnar og fl.
Sumum finnst kannski skrítið að Landhelgisgæslan þurfi á aukafjárveitingu að halda vegna goss langt inn í landi en nú er skýringin komin, þ.e kostnaður vegna leigu á þyrlum gæslunnar!
Það þurfi reyndar neyðartilvik úti á sjó til að upplýsa það, eins og kom fram í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Þegar kalla átti þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sinna þessu skylduverkiefni var hún upptekin "á vegum Almannavarna" við að flytja tæknibúnað og vísindamenn að gosstöðvunum við norðanverðan Vatnajökul!
Já allt umstangið undanfarið í kringum gosið í Holuhrauni var næstum því búið að kosta meira en tæpar 700 milljónir króna. Mannslíf var næstum því einnig farið.
Er ekki kominn tími fyrir Almannavarnir og Landhelgisgæsluna að hætta þessari vitleysu - já eða fyrir ríkisstjórnina að grípa í taumana? Er ekki stefnan að spara á sem flestum sviðum?
Og hvað er eiginlega alltaf verið að rannsaka. Er hægt að réttlæta þennan gífurlega kostnað með rannsóknum á gosi fjarri mannabyggð, sem er með öllu hættulaust fyrir samfélagið?
![]() |
Varpa ljósi á myndun kvikugangsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2014 | 08:43
Menn enn uppi á Fjöllum um hávetur!
Það var kostulegt viðtalið við lögreglumennina tvo sem voru fastir í ófærð og óveðri við að gæta þess að enginn óboðinn gæti laumast inn á svæðið til að skoða eldgosið.
Þarna voru þeir veðurtepptir í blindbyl svo ekki sá út úr augum. Vaktin sem hafði skipt við þá síðast hafði verið sólarhring á leið til byggða og sú sem átti að leysa þá af nú komst ekki á staðinn vegna óveðurs.
Maður spyr sig. Af hverju eru þessir menn þarna uppi á öræfum um hávetur þegar enginn óboðinn kemst þangað vegna ófærðar og veðurs?
Nú þegar hefur þetta eldgos kostað skattborgarana 686 milljónir, og hefur víst stór hluti þessara peninga farið til Landhelgisgæslunnar!
Það er greinilega ekki verið að spara á öllum sviðum.
![]() |
Eldgosið viðamest verkefna í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2014 | 13:08
Hann var þá á staðnum!
Þar með er komin staðfesting á því að íslenskur "kvikmyndatökumaður" hafi verið í Sýrlandi og starfað þar til að taka upp myndir af átökunum þar.
Líklega er það rétt að hann hafi hvergi komið nærri þessum myndskeiðum hjá íslamska ríkinu en hitt er harla langsótt að ISIS hafi breytt út þessar fréttir til að komast yfir myndefni sem hann hefur í fórum sér til þess að komast yfir nafn hans.
Mér dettur reyndar aðeins einn maður í hug sem gæti átt hlut að máli en hann hefur undanfarin ár starfað sem fréttamaður á stríðsátakasvæðum bæði fyrir svissneska fjölmiðla og fyrir RÚV - og flutti m.a. mjög djúsí "gleði"frétt af morðinu á Ghaddafi.
Þið megið svo geta ykkur til um nafnið á honum ... en hann hefur ekki sést í íslenska ríkissjónvarpinu með sínar geðslegu fréttir í nokkurn tíma.
![]() |
Ríki íslams á eftir Íslendingnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2014 | 10:43
Hvað skyldi gos nær byggð kosta?
Þetta er nú alveg með ólíkindum. Hræðsluáróður hinna ýmsu stofnana vegna eldgossins í Hóluhrauni hefur svo sannarlega borgað sig - fyrir þá (en ekki fyrir skattborgarana)! Tæpar 700 milljónir í aukaframlög þætti fjári gott hjá öðrum stofnunum.
Veðurstofan, Jarðvísindastofnun, Almannavarnir og lögregluumdæmin norðan og austan hafa mokað inn peningum á þessu gosi, sem er fjarri byggð og sem engin hætta stafar af.
Nema auðvitað í áróðri þessara stofnanna og svo í fréttaflutningi fjölmiðlanna sem þrífast jú á "æsi"fréttum.
Er ekki tími til kominn fyrir ríkisstjórnina að grípa í taumana og segja: "hingað en ekki lengra"?
![]() |
Gjöld vegna gossins 686,8 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2014 | 18:53
Spurning hvort þeirra hefur sig að fífli!
Þessi Heard virðist ekki stíga í vitið - og ótrúlegt að Depp skuli vera að púkka upp á svona dúkkulísu.
Hún virðist ekki gera sér grein fyrir að hann er komíker - og það sá allra besti!
![]() |
Sambandið hangir á bláþræði eftir að Depp gerði sig að fífli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2014 | 14:33
Skrítin spá!
Þetta er nokkuð sérkennileg spá í ljósi þess að enn er að hlýna á heiðunum hér í kringum höfuiðborgarsvæðið. Hitinn er t.d. nálægt sex stigum á Hólmsheiðinni kl. 14, svo varla fer að hríða í slíkum hita.
Hins vegar er verið að spá kólnandi með kvöldinu og á morgun, en þá í hægari vindi. Varla veldur það ófærð á "fjall"vegum sunnanlands!
Er menn ekki eitthvað að rugla hérna?
![]() |
Vaxandi hríðarveður eftir hádegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar