19.3.2014 | 14:52
Arnar í þjálfarateymi Lokeren?
![]() |
Ólafur Ingi vill upplifa það sama og gegn KA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2014 | 21:45
Löng hefð fyrir tengslum íhaldsins og KFUM og K.
Þetta ætti svo sem ekki að koma á óvart enda löng hefð fyrir ást og eindrægni milli KFUM og íhaldsflokksins - og síðar einnig KFUK.
Knud Ziemsen var lengi borgarstjóri í Reykjavík fyrir íhaldið og jafnframt í stjórn KFUM og síðan formaður þar til fjölda ára. Þá var sr. Bjarni lengi tengdur þessum tveimur "stofnunum" órjúfandi böndum. Einnig má nefna Sigurbjörn í Vísi og konu hans, en hún var lengi þingmaður flokksins - og svo afkomendur þeirra.
Á þessum tíma var talað um KFUM sem uppeldsistofnun fyrir unga íhaldsmenn og eimir eflaust eitthvað af því enn.
Annars er athyglisvert að hvergi er upphæð þessa fjárframlags nefnt. Ætli það sé eitthvað leyndarmál, sem ekki verður upplýst fyrr en eftir 50 ár eða svo?
Einnig er það nú eitthvað loðið, í hvað þessi styrkur eigi að fara en látið svo líta út að hann sé fyrst og fremst til fyrirbyggjandi starfs, svo sem vegna kynferðislegs ofbeldis, enda hljómar það einkar vel.
Innihald samningsins liggur þannig ekki fyrir, ekki frekar en upphæð styrksins. Gott dæmi um gegnsæja stjórnsýslu?
![]() |
Illugi samdi við KFUM og KFUK |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2014 | 08:17
Hvernig ríkisstjórn er eiginlega í þessu landi?
Það fer ekki mörgum sögum um stjórnarfarið í Malasíu þó svo að öðru hverju komi fréttir um mikla kúgun og harðneskjulega refsilöggjöf.
Landið er hins vegar próvestrænt, það er hliðhollt USA og öðrum vestrænum löndum, og því hafa þau að mestu fengið að vera í friði fyrir gagnrýni vestrænu pressunnar.
Fréttaflutningurinn af hvarfi malasísku farþegaþotunnar mótast af þessu. Sjaldan kemur fram að meirihluti farþeganna voru Kínverjar eða 2/3 þeirra og því eigi Kína um það sárasta að binda.
Og lítið heyrst frá gagnrýni Kínverja á því hvernig malasísk stjórnvöld halda á þessu máli. Kínverjar gagnrýna það að Malasíumenn hafi í heila viku leynt upplýsingum um að vélinni hafi verið flogið í marga tíma, og breytt um stefnu, eftir að allt samband rofnaði við hana. Þeir neituðu því meira að segja til að byrja með þegar bandaríska leyniþjónustan upplýsti um þetta fyrst allra.
Kínverjarnar undrast þetta mjög og velta fyrir sér hverju Malasíumenn séu að leyna. Kannski skýrir þessi frétt það, þ.e. að hér hafi verið um að ræða mótmæli við fimm ára fangelsisdóm yfir leiðtoga stjórnarandstöðunnar?
![]() |
Hvarf vélarinnar óskiljanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2014 | 20:57
Vondu Rússarnir!
Áróðurinn Moggans gegn Rússum er að harðna.
Fyrr í dag drápu úkraínskir nýnasistar tvo menn og í gær einn í austurhluta landsins, sem leyfðu sér að mótmæla aðskilnaðarstefnu nasistanna: Úkraína fyrir Úkraínumenn!
Ekki orð um það í Mogganum, aðeins að óljóst væri hver væri sökudólgurinn!
Vonandi tekst Rússum að verja austurhluta Úkraínu gegn rasisma nýnasistanna - og frelsa rússneska hlutann undan slíkri kúgun.
![]() |
Rússar ráðast inn í gasorkuver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2014 | 20:51
Vá, áróðurinn fyrir NATÓ að byrja aftur?
Það er greinilegt að Mogginn er að byrja aftur á gamla NATÓ-áróðrinum og Rússagrílunni vegna atburðanna í Úkraínu.
Já, kalda stríðið á nýtt eftir nokkurra ára þögn sem þó hefur ekki verið án ýmislegs áróðurs gegn öllum þeim ríkjum sem hugsanlega gætu enn flokkast sem sósíalistísk.
En nú er um að gera að styðja NATÓ vegna stuðning þess við nýnasistanna í Úkraínu og andófið gegn Rússunum. Þeir síðarnefndu eru enn kommar nefnilega og ógnun við hið vestræna frelsi, sem NATÓ er svo gott dæmi um.
![]() |
Hugarfarsbreyting hægt og sígandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2014 | 09:44
Flestum ber saman um að það voru nýnasistar sem skutu fólkið!
Þessi varkárni í íslenskum fjölmiðlum í fréttum af átökunum í Úkraínu er hlægileg, þetta svokallaða hlutleysi. Skyldu fréttirnar af ofbeldi nasista á millistríðsárunum hafa verið svipaðar?
Erlendir fjölmiðlar, þ.e. vestrænir, eru einnig yfirleitt í "hlutleysis"gírnum en þeir segja þó núna hiklaust frá því hverjir það voru sem frömdu ódæðið, þ.e. að það var hópur nýnasista sem skaut á úkraínsk-rússneskan hóp sem reyndi að frelsa opinbera byggingu í Kharkiv sem nýnasistarnir höfðu hertekið.
Úkraínsk yfirvöld láta allt slíkt framferði núnasista óátalið og einnig það að vopnaðar sveitir nýnasista gangi vopnaðir um borgir og bæi landsins. Enda kannski ekki skrítið því yfirmaður öryggissveita landsins og innanríkisráðherrann eru úr þessum hópi.
![]() |
Blóðug átök í Kharkiv |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2014 | 14:08
Ágæt grein Ögmundar Jónassonar um Úkraínu
Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra skrifaði ágæta grein á heimasíðu sinni um ástand mála í Úkraínu og látalæti vestrænna þjóða við viðbrögðum Rússa við því sem er að gerast í þessu nágrannaríki sínu.
Hann nefndir viðbrögð Rússa við ásökunum Bandaríkjamanna um að Rússar væru að brjóta alþjóðalög á Krímsskaga: "Það er nauðsynlegt að minnast aðgerða Bandaríkjanna í Afganistan, Írak og í Líbíu, þar sem þau létu til skarar skríða án heimildar frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eða með því að afbaka ákvarðanir þess eins og í Líbíu. Þar hafði einvörðungu verið heimilað að framfylgja flugbanni en niðurstaðan varð hins vegar loftárasir og árásir sérsveita."
Ögmundur nefnir svo sjálfur innrás Bandaríkjamanna í Karíbahafsríkið Grenada árið 1983 til að setja af vinstrisinnaða ríkisstjórn, tvær innrásir í Haití í sama tilgangi, innrásarinnar í Panama 1989, íhlutunar við Persaflóa 1990-91 þar sem Bandaríkjaher drap hundrað þúsund íraskra hermanna eftir að Írakar féllust á að hörfa frá Kuwait og nýlegar hótanir í garð Sýrlendinga um árásir úr háloftum með ómönnuðum drápsvélum, svipuðum þeim og Bandaríkjaher hefur notað í morðárásum í Yemen, Sómalíu og Pakistan,svo ekki sé minnst á hótanir um að ráðast á Íran með kjarnorkusprengjum.
Já, hræsnin lætur ekki að sér hæða.
http://ogmundur.is/umheimur/nr/7036/
![]() |
Íhuga ályktun fyrir Öryggisráðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2014 | 13:19
"stor succes"
Frekar er verið að draga úr frammistöðu Theódórs Elmars með Randers í þessari frétt mbl.is. Í frétt danska netmiðilsins segir að hann hafi haft "stor succes" með liðinu sem er aðeins þýtt með orðunum "staðið sig vel".
Annars þarf íþróttafréttamaðurinn íslenski ekki að vera með þessi látalæti. Íslenskt knattspyrnuáhugafólk sá vel gæðin hjá Elmari í leiknum gegn Wales um daginn þar sem hann var yfirburðarmaður hjá íslenska landsliðinu.
Það er löngu kominn tími til að hann verði metinn að verðleikum hér heima - og verði fastamaður með landsliðinu (helst í sínu hlutverki hjá félagsliðinu, þ.e. sem miðjumaður).
![]() |
Andri Rafn æfir hjá Randers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2014 | 10:36
Hlýtur að vekja spurningar!
Þetta hringl þjálfarans með liðið hlýtur að vekja spurningar. Yfirleitt eru svona mót notuð til að móta liðið fyrir komandi alvöruátök - og reynt að fá fram vel samæft 11 manna lið.
Svíarnir eru að leika gegn Japan í dag og tefla fram sínu sterkasta liði. Þeir stefna jú í úrslitaleikinn gegn Þýskalandi.
http://www.dn.se/sport/fotboll/japansverige-avgor-gruppen/
En það gerir Freyr alls ekki. Hann tekur útaf leikmenn sem ættu að vera gefnir í byrjunarliðið, eins og Glódísi, Hallberu og síðast en ekki síst Söru Björku (og setur Katrínu Ómars loks inná og þá á kantinn!!!). Það er eins og hann vilji tapa sem flestum leikjunum í mótinu!
Í leiknum gegn Noregi voru leikmennirnir greinilega ekki sama sinns. Hvað núna, með algjörlega nýja varnarlínu? Yfirleitt er lögð mest áhersla á að fá fram samæfða miðverði og vörn, en í þessu móti hafa miðverðirnir aldrei spilað saman áður. Alltaf verið að skipta!! Merkilegt!
![]() |
Freyr gerir aftur 8 breytingar á byrjunarliðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2014 | 09:17
ESB og Svíar
Samkvæmt fréttum frá Svíaríki telja 38% sænskra kjósenda að ESB sé að þróast í ranga átt en aðeins 18% að þróunin sé jákvæð.
Ástæðan fyrir þessu neikvæða viðhorfi til Sambandsins er fyrir það fyrsta, að það hafi of mikil völd (á kostnað þjóðríkisins). Í öðru lagi eru það efnahagsmálin og í þriðja lagi kostnaðurinn við þátttökuna. Þá kemur skiffinnskan, síðan innflutningur vinnuafls, stór munur ríkra og fátækra, umhverfismál og að þjóðríkið hafi of lítil áhrif.
Svíar eru neikvæðastir varðandi ESB vegna áhrifa sambandsins á landbúnaðinn og hvað matvæli varðar. Það hlýtur að koma á óvart því hér vilja menn endilega fara inn til að fá ódýrari matvæli.
Síðan kemur neikvæð áhrif ESB á að ríkisstjórnin geti sett lög sem komi landinu vel. Þá koma skattamálin illa út og einnig takmarkanir ESB á veiði rándýra.
Þetta hefur áhrif á kosningarbaráttuna í Svíþjóð fyrir Evrópuþingskosningarnar í maí en einn þeirra flokka sem alltaf hefur verið jákvæður gagnvart ESB rekur baráttuna undir slagorðinu: Nei til evrunnar.
Annars hafa Svíar, eins og fleiri, litla yfirsýn yfir það hvað þátttakan í ESB gefur í aðra hönd.
Þess vegna hefur þátttakan í Evrópuþingskosningunum alltaf verið lítil.
http://www.dn.se/nyheter/politik/valjarna-skeptiska-till-eu-samarbetet/
![]() |
Mörg tækifæri í landbúnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.8.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 68
- Frá upphafi: 464323
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 68
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar