8.3.2014 | 18:36
Aron búinn að skora aftur!
![]() |
Aron búinn að skora (myndband) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2014 | 17:05
Er það?
![]() |
Chelsea með sjö stiga forskot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2014 | 14:56
Gunnar Bragi ekkert skárri en Össur?
Maður hefur varla séð eins mikla kúvendingu hjá nokkrum manni eins og hjá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra.
Fyrst benti hann réttilega á að afskipti ESB að innanríkismálum í Úkraínu hefði átt sinn þátt í að allt fór þar í bál og brand.
Eftir harða krítik frá krötunum og öðrum ESB-sinnum dró hann í land, kallaði digurbarkalega sendiherra Rússa á sinn fund og mótmælti harðlega "afskiptum" Rússa af deilunum.
Síðan hefur hann algjörlega gengið erinda áróðursmaskínu Evrópusambandsins og núna síðast sent mann með hópi Öryggismálastofnunar Evrópu til að mótmæla meintum afskiptum Rússa af málefnum Krímskaga. Hann er með þessu greinilega að reyna að friðmælast við Samfylkinguna, kratana í Vg og Bjarta framtíð, svo hægt verði að leiða aðildarviðræðurnar við ESB til lykta hér heima (og halda ESB góðu í leiðinni).
Hins vegar er vestræna pressan eitthvað að taka við sér og átta sig á því að verið sé að nota hana í þessari risastóru áróðursvél ESB og USA. Pressan er nefnilega farin að nefna það að byltingin í Úkraínu sé hálf-fasistísk og að Rússar hafi virkilega ástæðu til að hafa áhyggjur af rússneska minnihlutanum í landinu.
DV reið á vaðið hér og birti þokkalega úttekt á því hverjir eru komnir til valda í Úkraínu:
http://www.dv.is/frettir/2014/3/6/thjodernissinnar-vid-vold-i-ukrainu/
Einnig hefur kratablað þeirra Norðmanna, Aftenposten, birt myndir af fasistunum í hinni nýju ríkisstjórn í Úkraínu og rakið fortíð þeirra.
http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/Her-er-nasjonalistene-Vesten-ikke-vil-snakke-om-7492681.html#.UxnXez9_tGQ
En vestræn stjórnvöld láta sem ekkert sé, haga sér enn mjög dólgslega gagnvart Rússum og styðja hina hálf-fasistísku stjórn í Úkraínu fullkomlega.
Já, þetta eru leikreglurnar sem eru viðhafðar um þessar mundir hjá ESB, svo dæmi sé tekið. Og inn í þetta hræsnissamfélag vill stór hluti íslensku þjóðarinnar endilega ganga - eða allavega skoða í þennan líka félega pakka.
Allt vegna einhverra óljósra græðgisdrauma um að grasið sé e.t.v. grænna hinum megin við hafið.
![]() |
Eftirlitsnefnd ÖSE stöðvuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2014 | 14:38
Hálfgert "vara"lið hjá báðum?
Hvorki Kristin Hegland né Caroline Graham Hansen eru með Norðmönnum í þessum leik og ekki heldur gömlu brýnin Gulbrandsen og Stensland.
Hvað íslenska liðið varðar er erfiðara að segja hverjir eru aðalmenn og hverjir varamenn. Katrín Ómarsdóttir byrjar t.d. aftur á bekknum en flestir hefðu haldið að hún væri gefin í byrjunarliðið. Hún virðist reyndar vera í ónáð hjá landsliðsþjálfaranum og var einnig á bekknum í undankeppninni gegn Sviss.
Þá eru reynsluboltar eins og Dagný Brynjarsd. og Rakel Hönnudóttir settar á bekkinn - og einnig Harpa Þorsteins.
Mist og Katrín Ásbjörns hafa ekki leikið mikið og ekki heldur Elín Jensen. Reyndar koma Dóra María og Fanndís inná en þær eru auðvitað reynslumiklar.
Fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur út.
![]() |
Lögðu Noreg að velli á Algarve |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2014 | 18:10
Úrvalsdeildarlið?
![]() |
Bjarni Þór tryggði Silkeborg sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2014 | 14:32
Á uppleið eða niðurleið?
Ekki veit ég nú alveg hvort íslenskir handboltaáhugamenn - eða skíbentar - eigi að fagna þessum tíðindum. Franska liðið sem Gunnar leikur með er ágætis lið en Gummersbach má muna sinn fífil fegurri.
Liðið er í harðri fallbaráttu í efstu deild þýska handboltans og svo getur vel farið að það falli og leiki í næstefstu deild á næstu leiktíð.
Er þá lítil ástæða hjá Gunnari, og aðdáendum hans, að gleðjast yfir þessum vistaskiptum.
![]() |
Gunnar Steinn til Gummersbach |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2014 | 10:27
Talandi um áróður!
Vestræna pressan er aðeins að vakna og átta sig á áróðrinum sem hún hefur verið notuð til að breiða út um fyrrum stjórnvöld í Úkraínu og um Pútín og Rússland. Talað er um yfirgengilega hræsni í þessu sambandi:
http://www.aftonbladet.se/kultur/article18478974.ab
Rússafóbían tröllríður öllum fréttum. Allt hið illa er Rússum að kenna en valdaræningjarnir í Úkraínu er tákn hins góða enda vinsamleg gagnvart Vestrinu. Að vísu eru fasistar þarna innanum en hvað með það?
Og svona til að fegra þá síðastnefndu eru þeir annaðhvort kallaðir róttækir eða þjóðernissinnar.
Og þessi hópur, sem getur ekki kallast annað en fasistískur, er kominn í ríkisstjórn og kominn með nokkra ráðherrastóla: varaforsætisráðherrann, varnarmálaráðherrann, umhverfisráðherrann (!), og landbúnaðarráðherrann. Síðast en ekki síst er menntasmálaráðherrann úr þessum hópi, en hann á að sjá til þess að stúdentarnir verði til friðs. Einnig er nýskipaður ríkissaksóknari úr hópi hægriöfgamanna!
Reyndar ættu hommar og lesbíur að mótmæla þessari ríkisstjórn harðlega, og af miklu meiri hörku en Ólympíuleikunum í Sotsí, því það var þessi hópur sem stöðvaði Gay pride gönguna sem átti að vera í fyrra í Úkraínu (og var leyfð af þáverandi stjórnvöldum). Illa létu Vesturlönd yfir Sotsí og skorti á mannréttindum samkynhneigðra í Rússandi en nú heyrist ekki boffs þaðan heldur eindreginn stuðningur við þetta hommafóbíulið í Úkraínu.
Þá ættu gyðinga- og Ísraelsvinveitt stjórnvöld í hinum vestræna heimi að hugsa sinn gagn því þessi hægriöfgaflokkur, Svoboda, hefur sem fyrirmynd þau öfl í Úkraínu sem studdu Hitler-Þýskaland í seinna stríði og sáu til þess að fjöldi úkraínskra gyðinga var sendur í útrýmingarbúðirnar.
Eða eins og segir í grein sænska blaðsins: "Spelet om Ukraina är ett monstruöst hyckleri."
![]() |
Sagði upp í beinni vegna ritskoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2014 | 09:21
"gott að gefa þeim heilan leik"?
Þetta er nú eitt það furðulegasta sem ég hef heyrt frá landsliðsþjálfara. Gott að gefa leikmönnum, sem lítið hafa verið að spila með félgsliðum sínum, séns til "að sanna sig fyrir sínum þjálfurum"!!
Eins og þeir hafi verið að horfa á leikinn!
Það sýnir dómgreindarleysi á hæsta stigi að láta leikæfingarlausa menn eins og Jóhann Berg og Aron Einar spila heilan leik, á meðan menn í mjög góðri leikþjálfun eins og Ólafur Skúlason og Helgi Valur Daníelsson fá ekki eina einustu mínútu. Nær hefði verið að leyfa þeim að byrja leikinn og skipta síðan þeim leikæfingarlausu inná í seinni hálfleik.
Þjálfararnir höfðu sagt fyrir leikinn að úrslit hans skiptu miklu máli. Þeir færu í hann til að ná í stig, eitt eða fleiri. Nú skiptir skyndilega meira máli að sýna menn fyrir þjálfurum þeirra heima fyrir og hjálpa þeim að fá smá leikæfingu!
Lélegar afsakanir þetta!
Öðruvísi talar fyrrum landsliðsþjálfari Norðmann, Semb. Hann segir að landsliðsmenn sem ekki leiki 80% leikja með félagsliðum sínum ættu að fara fram á sölu til þess að geta verið gjaldgengir í landsliðið.
Væri ekki ráð fyrir íslensku þjálfarana að fara fram á það sama við íslensku landsliðsmennina?
![]() |
Heimir: Bale var munurinn á liðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2014 | 22:24
Ætli þeir hafi heyrt nýjustu fréttirnar?
Látalæti vestrænna leiðtoga vegna Úkraínumálsins eru með eindæmum. Það er harla ólíklegt að þeir viti ekki hvernig sé í stakkinn búið í landinu. Að það hafi verið öfgafullir hægrimenn sem skutu á almenning, bæði mótmælendur sem og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, til að kenna henni um og koma henni frá.
Þessir sömu aðilar eru nú komnir í stjórn landsins og með tögl og haldir í öryggissveitunum - og fá nú mörg hundruð milljarða dollara- og evruloforð til að leika sér með.
A.m.k. er vitað að utanríkismálastjóri ESB vissi hvernig í pottinn var búið - og hefur varla legið á þeirri vitneskju gagnvart öðrum herrum og frúm á Vesturlöndum.
"En skítt með það. Það kemur okkur vel að koma sökinni á fráfarandi stjórnvöld og þar með að draga sem mest úr áhrifum Rússa í Úkraínu." Við látum þetta ekker fara lengra.
Tilgangurinn helgar meðalið:
http://ruv.is/frett/stjornarandstaedingar-grunadir-um-ohaefuverk
![]() |
Fullveldi Úkraínu fótum troðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2014 | 21:47
Ótrúleg frammistaða þjálfaranna
Þetta var nú meiri hörmungin í seinni hálfleik! Íslenska liðið lék vel í þeim fyrri og var gott jafnvægi í leik liðsins.
Í hálfleik voru gerðar tvær mjög misheppnaðar skiptingar. Sölvi Geir kom inná fyrir sterkari miðvörðinn, Ragnar Sig, en 3. deildarleikmaðurinn Kári fékk að spila allan leikinn. Það kostaði tvö mörk.
Þá kom Birkir Bjarnason inná fyrir Alfreð Finnboga og komst aldrei í takt við leikinn. Hann var eins og á hlaupaæfingu , hljóp fram og til baka og kom varla við boltann nema til að missa hann. Sama var með Aron Einar. Hann vissi aldrei hvar hann átti að vera. Reyndar hefur þetta einkennt leik þeirra beggja með landsliðinu hingað til - og samt eru þeir alltaf í liðinu.
Það sem var ánægjulegt var að sjá Theodór Elmar í liðinu. Þó hann léki í stöðu sem hann hefur eflaust aldrei leikið áður var hann besti maður íslenska liðsins. Þá var Emil mjög góður, bæði á kantinum í fyrri hálfleik og á miðjunni í þeim síðar. Einnig átti Kolbeinn góðan leik.
Falleinkunina fá hins vegar þjálfararnir með innáskiptingarnar í hálfleik.
![]() |
Bale afgreiddi Íslendinga í Cardiff |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 464321
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 67
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar