28.2.2014 | 16:58
Fjársöfnun Hildar Lilliendahl!
Hildur Lilliendahl er búin að safna 1.015 evrum, sem er um 155.000 kr. íslenskar, fyrir ferð á ráðstefnu í Malmö í fjóra daga (12-15. júní nk.). Skil reyndar ekki af hverju hún er að safna evrum. Kannski veit hún ekki að Svíar halda enn gömlu góðu krónunni sinni?
Á fjáröflunarsíðu sinni skreytir hún sig með fjöðrunum sínum fínu: "I've received honors from the Icelandic offices of UN Women as well as from Stígamót, the leading Icelandic counseling and information center for survivors of sexual abuse and violence. In 2012 I was voted Hero of the Year by the readers of Icelandic newspaper DV."
Þá bendir hún á að það sé um 5.000 manns sem fylgjast með síðunni hennar á Facebook - og heitir verðlaunum öllum sem gefa eitthvað, mest þeim sem gefa 1000 evrur! Þetta síðasta er nú greinilega nokkur bjartsýni því þessa tæpa viku sem söfnunin hefur staðið hefur ekki tekist að safna nema rétt rúmlega þá upphæð (sem er reyndar heilmikið). Söfnunin stendur enn í þrjár vikur þannig að enn er hægt að styrkja Hildi. Miðað við stuðningsyfirlýsingarnar á fésbókarsíðu hennar ætti það ekki að vera neitt vandamál fyrir hana að ná þeim 200.000 kr. sem hún stefnir að, eða hvað?
Fjáröflunina má sjá hér: http://www.indiegogo.com/projects/nordiskt-forum-2014-hildur-lilliendahl
![]() |
Á ég samt að fá mér mjórri konu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2014 | 14:21
Samt velur hann þá!
Lars Lagerbäck er óútreiknanlegur maður, hvað lógík varðar. Hann segir það slæmt hvað sumir leikmenn spila lítið með félagsliðum sínum en samt velur hann þá aftur og aftur. Þetta á auðvitað fyrst og fremst um með Birki Bjarnason þó svo að hann hafi verið mörg undanfarin ár verið á bekknum hjá félagsliðum sínum. Annað dæmið, og nýrra, er Eggert Jónsson.
Svo er auðvitað spurning hvaða vit sé í því að láta mann spila lykilstöðu í miðri vörninni sem er að leika með C-deildarliði á Englandi. Á því virðist ekki ætla að verða nein breyting. Í æfingarleikjum landsliðsins fyrr í vetur var ekki kallað á Sölva Geir Ottesen þó svo að rússneska úrvalsdeildin hafi verið í vetrarfríi. Hætt er við að það verði svo notað gegn Sölva núna og hann fái ekki að byrja leikinn gegn Wales, heldur Kári nokkur Árnason enn einu sinni!
![]() |
Lagerbäck: Slæmt að menn séu ekki að spila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2014 | 12:01
Leikæfingin maður!
Það er næstum alltaf jafn skondið að sjá valið á íslenska landsliðshópnum í karlafótbolta. Þar skiptir leikæfinginn gjörsamlega engu máli, jafnvel betra að leikmennirnir hafi leikið sem fæsta leiki.
Gott dæmi um það eru þeir Birkir Bjarnason og Eggert Jónsson. Eggert hefur aðeins þrisvar verið í byrjunarliðinu hjá Belenenes núna í vetur og í tveimur síðustu leikjum hefur hann ekki einu sinni verið í leikmannahópnum. Það er ekki vegna þess að liðið sé svona sterkt því það er í 3. neðsta sæti portúgölsku deildarinnar. Það er reyndar virkilega skrítið að sjá Eggert í liðinu á kostnað Hallgríms Jónassonar sem stóð sig mjög vel í fyrsta leiknum í dönsku úrvalsdeildinni eftir vetrarhléð (0-4 sigur á útivelli).
Sögu Birkis Bjarnasonar þekkja flestir. Hann hefur einu sinni verið í byrjunarliðinu hjá Sampdoria í vetur í ítölsku úrvalsdeildinni en fjórum sinnum komið inná, yfirleitt í örfáar mínútur. Og það er ekki heldur vegna góðs árangurs liðsins því það er í harðri fallbaráttu.
Reynda má segja það sama um menn eins og Kolbein, Gylfa Þór, Jóhann Berg og Aron Gunnar. Þeir hafa mjög lítið fengið að spila með félagsliðum sínum í vetur og að auki er Aron að spila með mjög lélegu liði.
Hætt er við að leikurinn gegn Wales fari illa vegna æfingarleysis íslensku landsliðsmannanna.
Þá hefði ég viljað sjá Ara Frey á miðjunni en ekki í vinstri bakvarðarstöðunni en hann hefur verið að spila þar með OB undanfarið og staðið sig glimrandi vel.
![]() |
Elmar og Björn Daníel í hópnum gegn Wales |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2014 | 11:37
Ótrúlegt að leita til hans!
Það er virkilega furðulegt að leitað hafi verið til Björns Bergmanns sem nánast ekkert hefur fengið að spila í ensku C-deildinni í vetur.
Ummæli höfð eftir Heimi Hallgrímssyni um Birki Bjarnason sem sama sem ekkert hefur heldur spilað fyrir sitt félagslið í vetur segir kannski allt sem segja þarf um Björn einnig (þ.e. að segja ekkert). Og samt eru þeir valdir:
"Við viljum auðvitað að allir okkar leikmenn spili reglulega. Það er slæmt fyrir leikmenn ef þeir fá ekki tækifæri - það segir sig sjálft.Við vitum í raun lítið hvað þjálfarinn er að hugsa (hjá Sampdoria). Vonandi festir hann sig í sessi."
![]() |
Björn Bergmann vildi ekki mæta Wales |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2014 | 11:49
Er hann ekki enn forseti lögum samkvæmt?
Ég held að flestir sjái, ef alls hlutleysis sé gætt, að Janukovich sé enn lögmætur forseti landsins. Hann var kosinn í almennum kosningum, rétt eins og gert er hér á landi þegar forseti er kjörinn, og til fimm ára (eða frá 2010) þannig að kjörtímabili hans lýkur ekki fyrr en á næsta ári. Þetta væri einsog Kratarnir hér á landi myndu gera byltingu og setja Ólaf Ragnar af.
Afsögn Janukovich, sem þingið stóð fyrir, er því ólögleg enda hefur þingið ekkert um það að segja hver sé forseti og hver ekki. Auk þess sviku þeir gert samkomulag við fyrrum stjórnvöld um kosningar á árinu - og að Janukovich sæti þangað til.
Varðandi fréttina af yfirtöku þinghússins á Krím-Skaga má benda á að vopnaðir hægri-öfgamenn (sem kalla sig Pravy Sektor), liðsmenn flokkins Svoboda sem er aðeins með 10% þingmanna, hafa hertekið ráðhúsið í höfuðborginni og sjá um alla löggæslu í stjórnsýsluhverfi borgarinnar.
Um þetta fjallar hin borgaralega pressa á Vesturlöndum auðvitað ekkert.
Svo er hlálegt að heyra í íslenskum ESB-sinnum verandi foxvonda út í utanríkisráðherra fyrir að benda á þátt ESB í valdaráninu í Úkraínu. Nokkuð skrítið því valdaránið ber hið virðulega nafn Euromaidan.
Meira að segja fasistarnir, Svoboda, vilja náið samstarf við ESB og NATÓ - auðvitað bara á meðan það hentar þeim.
Það er þannig spurning hver muni nota hvern - og hagnast mest á því.
![]() |
Biður Rússa um vernd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2014 | 11:46
Ara á miðjuna í landsliðið!
Það eru svei mér flott ummæli sem Ari Freyr Skúlason fær hjá íþróttablaði Jyllandsposten eftir leiki fyrstu umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni eftir vetrarhléð. Hann er valinn í hjarta miðjunnar en ekki í bakvarðarstöðuna enda hefur hann leikið á miðjunni í æfingaleikjum liðs - og nú einnig í fyrstu umferð deildarinnar eftir áramót. Ég tel gráupplagt að þeir tveir miðjuleikmenn sem eru að spila mest og best með félagsliðum sínum, Ari Freyr og Emil Hallfreðs, fái tækifæri á miðjunni í komandi æfingaleikjum íslenska landsliðsins, en ekki sá sem hefur ekki komist í lið undanfarið hjá öruggum fallkandidat í ensku úrvalsdeildinni:
"Det er oplagt at skrive noget om en spruttende, islandsk vulkan, men man kan også bare konstatere, at Ari Skulason har været en kæmpe gevinst fra dag ét i OB. Han står for fight, energi og vildskab, men også for gode pasninger og skudforsøg. Mod FC Midtjylland scorede han for første gang og blev matchvinder. "
http://www.tipsbladet.dk/nyhed/superliga/rundens-hold-i-superligaen-19-runde
![]() |
Ari í liði vikunnar í fimmta sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2014 | 17:54
Þetta kallast nú að vera rekinn!
Svona "samkomulag" kallast nú yfirleitt það að vera rekinn, nema hjá mönnum eins og Ágústi. Hann á sér nokkuð skrautlega sögu svo sem hjá Levanger í Norður-Þrændalögum í Noregi, góðu liði sem honum tókst að rústa á nokkrum árum, svo þetta lið - og að lokum íslenska kvennalandsliðið í handbolta sem hann er á góðri leið með að gera það sama við.
HSÍ heldur hins vegar náðarhendi sinni yfir honum eins lengi og þeim er stætt á því.
![]() |
Ágúst Þór hættur hjá SönderjyskE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2014 | 09:17
"ákveðinn fjöldi mótmælenda?
Hvaða ákveðinn fjöldi mótmælenda er það sem ekki vill semja við stjórnvöld?
Friðsamir, saklausir borgarar eins og Helgi Hjörvar hrópaði í þingsal fyrir stuttu síðan?
Nei varla! Fréttirnar hér heima frá átökunum í Úkraínu eru ótrúlega hlutdrægar og segja ekkert um raunverulega stöðu mála þar. Meira að íþróttafréttamennirnir sem eru að fjalla um ólympíuleikana í Rússlandi taka þátt í áróðursstríðinu gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í Úkraínu.
Málið er það að fasistar eru stór hluti af þeim hópi sem heldur til á Sjálfstæðistorginu. Margir þeirra eru vopnaðir, enda fyrrum hermenn sem börðust í Afganistan með Rauða hernum á sínum tíma. Hópur þessi kallar sig Hægri Hlutinn, Pravy Sektor. Þeir eru ráðandi afl í vesturhluta landsins og komast upp með að merkja hús gyðinga og fleira. Þetta er þannig hreinræktaður nasistaflokkur.
Aðrir "stjórnarandstæðingar" hafa ekkert gert til að skilja sig frá þessum öfgahægrimönnum nema þá kannski fyrst núna með þessum samningum við stjórnvöld.
Þá hefur Evrópusambandið ekki gert neina tilraun til að fá stjórnarandstöðuna til að slíta sig frá þessum öfgahópi en ESB hefur jú haft mikið að segja um það óheillaástand sem hefur skapast, eins og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur réttilega bent á.
Ekkert skrítið að öfgaliðið vilji ekki samþykkja nýgerða samninga því þeir vilja auðvitað ekkert annað en fasíska stjórn í landið.
Ef af því verður, sem við skulum svo sannarlega vona að verði aldrei, þá er það ekki í fyrsta skipti sem ákveðin öfl á Vesturlöndum eiga stóra sök á að koma slíkum öfgaöflum til valda. Frægasta dæmið er nasistar Hitlers í Þýskalandi á 4. áratugnum.
![]() |
Engin sigurgleði á Sjálfstæðistorginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2014 | 18:41
Greyið hann Össur!
Það getur nú varla talist svik við þjóðina að hætta viðræðum við ESB um inngöngu í sambandið í ljósi þess að yfir 50% þjóðarinnar vill alls ekki þangað inn.
Nema að þjóðin sé Össur, ESB-sinnarnir og þessi skitnu 30% sem vilja inn - og við hin tilheyrum ekki "þjóðinni"?
Annars var það auðvitað svik við þjóðina og lýðræðið að hefja aðildarviðræðurnar við ESB árið 2009 - án þess að spyrja fyrst þjóðina álits.
Svo að stóru svikararnir eru Össur, Samfylkingin - og svo auðvitað VG, sem höfðu ítrekað ályktað að ekki yrði farið í viðræður við ESB nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta var svo svikið fyrir ráðherrastóla í síðustu ríkisstjórn. Þar var lúffað fyrir ofríki Össurar og co. og hefur kostað VG stóran hluta af fylgi sínu.
En það eru jú allir svo heimskir nema ESB-sinnarnir, þannig að þetta er auðvitað bara heimskuskrif hjá mér!
Annars til hamingju ríkisstjórn með þessa ákvörðun - þó mér finnist það helvíti hart að það sé hægristjórn sem komi í veg fyrir að auðvaldið í Evrópu nái Íslandi undir sig. Eða er vinstri kannski orðið hægri - og hægri vinstri?
![]() |
Dapurlegur dagur í sögu þjóðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2014 | 05:17
Norðmenn ótrúlegir
Fréttaflutningur Norðmanna af þessu máli - og máli þeirra félaga French og Moland - hefur verið ótrúlegur frá upphafi.
Hann virðist hafa gengið út á þjóðernishyggju: fyrst þetta eru Norðmenn þá geta þeir ekki verið morðingjar (voru upphaflega dæmdir fyrir morð á túlki sínum).
Núna, þegar verið var að ákæra þennan French um morðið á félaga sínum, hafa aldrei verið dregin fram þau sönnunargögn sem kongóska lögreglan telur sig hafa undir höndum. Maður þarf að lesa Moggann til að sjá þau!
Einungis látið í það skína að Kongó sé gjörspillt land og ekkert að marka réttarkerfið þar.
Já, fordómarnir gagnvart Afríku og þjóðernishyggjan er víða. White trash!
![]() |
Norðmaður dæmdur í lífstíðarfangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 464321
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 67
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar