19.2.2014 | 14:23
Hverra ofbeldi?
Það fer að vera spurning hverra ofbeldi sé óásættanlegt, yfirvalda eða mótmælenda?
Þegar fréttir berast um það að um 10 lögreglumenn hafi verið drepnir í óeirðunum og "mótmælendur" myndaðir vera að skjóta úr byssum, þá er auðvitað nærtækt að segja sem svo að yfirvöld séu skyldug til að bæla mótmælin niður því þau hafa snúist í uppreisn gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum.
Svo er og hlálegt að sjá hvernig Vesturlönd bregðast við þessari árás á lýðræðið, en Evrópusambandið hefur alla tíð hvatt til þessara mótmæla og eflaust styrkt þau fjárhagslega. Lýðræðishjal í orði en ekki á borði - að venju.
Enda er nú svo komið að þau íhuga refsiaðgerðir gegn Úkraínu - og ganga dönsku kratarnir þar fremstir í flokki!
http://jyllands-posten.dk/politik/ECE6500029/danmark-klar-til-sanktioner-efter-gadekampe/
Já, hræsnin mun síst þér sóma.
![]() |
Ofbeldið óásættanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2014 | 09:18
Stóðu þeir sig ekki "frábærlega"?
Merkilegt að þetta orð "frábærlega" skuli ekki vera notað um frammistöðu strákanna "okkar". Þeir komust jú niður brautina og í mark!
Hvað íslensku stelpurnar varðar hafa íþróttafréttamennirnir hins vegar ekki verið sparir á "frábæra" orðið. Sú fyrsta sem komst klakklaust niður lendi í þriðja neðsta sæti en stóð sig samt frábærlega.
Í gær voru það tvær stelpur sem komust í mark, að vísu 12 og 16 sekúndum á eftir fyrsta manni, en stóðu sig samt "frábærlega".
Er þetta ekki dæmi um hin mikla kynjamismun sem við verðum vitni að þessi misserin hér uppi á klakanum? Það hallar svo sannarlega á okkur karlmennina.
En kannski er þetta fyrst og fremst dæmi um hvernig lýsingarorð eins og "frábær" hefur misst merkingu sína og farið að þýða svo sem ekki neitt.
Einnig dæmi um hvernig jákvæðin gjörsamlega tröllríður samfélaginu í dag - jákvæðni sem byggir ekki á neinu nema gagnrýnislausu og heimsku Dale Carnegie- og Pollýönnu samfélagi nútímans.
Að lokum legg ég til að Íslendingar hætti að eyða peningum í þessa vitleysu - og hætti alfarið að senda keppendur á Vetrarólympíuleikanna.
![]() |
Einar og Brynjar neðarlega - Ligety í sérflokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2014 | 09:00
Pussy Riot Bandaríkjamanna?
Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð heimsins við þessum fáránlega dómi (þriggja ára fangelsi fyrir að spreyja slagorð á vegg) og bera saman við viðbrögðin þegar Pussy Riot liðið var ákært og að lokum dæmt fyrir helgispjöll í Rússlandi.
Reyndar er viðbúið að viðbrögðunum nú ljúki með þessari frétt, að við heyrum ekki af málinu og að nunnan muni bera beinin í fangelsinu. Hún verður amk ekki stöðugt í fréttum eftir þetta eins og var reyndin með Pussy Riot, enda hafa réttarhöldin ekki vakið neina athygli öfugt við það sem gerðist í Rússlandi.
Af hverju ætli það sé? Ég held að svarið sé augljóst. Við lifum enn á tímum "kalda" stríðsins. Allt sem Rússarnir gera eru dæmi um harðstjórn og spillingu þar í landi en ef eitthvað svipað gerist í Bandaríkjunum þá yppir maður bara öxlum. Þetta eru jú bandamenn okkar.
Ég kalla þetta hins vegar hræsni.
![]() |
Nunnan dæmd í þriggja ára fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2014 | 11:14
Dómarasport?
Menn eru farnir að kalla þessa brettafim-keppni á Ól - já og líka skíðafimina - fyrir dómarasport svo hlutdrægir virðast dómaranir vera.
Þú verður helst að vera bandarískur til að eiga möguleika á verðlaunum. Það er sama hversu erfiðar æfingar keppendur eru að gera, það er lítils metið ef þú ert ekki af réttu þjóðerni.
Strax í fyrstu keppninni kom þessi gagnrýni, þegar Ameríkani vann þrátt fyrir að þrír næstu keppendur gerðu mun erfiðari æfingar og stóðu þær með prýði (Svínn sem varð fjórði var bestur að mínu mati).
Nú eru flestir, nema dómararnir, sammála um að Norðmaðurinn hafi staðið sig best.
Nú eru komnar háværar kröfur um að leggja af slíkar dómarakeppnir á Ól (nema auðvitað í listdansinum!).
![]() |
Þrefalt hjá Bandaríkjamönnum í brekkufimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2014 | 07:52
Dæmigert fyrir Norðmenn!
Dæmigert hjá Norðmönnum að taka fram af hvaða þjóðerni þeir eru, sem taldir eru hafa valdið slysinu. Þeir hefðu örugglega sleppt því ef þetta væru Norðmenn.
Ekkert skrítið hvað rasismi og útlendingahræðsla er útbreidd í Noregi.
Svíar banna alfarið svona fréttaflutning, telja hann leiða til "diskriminering", þ.e. að koma óorði á ákveðin þjóðerni.
Við hér heima ættum einnig að hugsa okkar gang þegar við greinum frá þjóðerni manna sem fremja glæpi hér á landi eða verður eitthvað annað á.
![]() |
Þrír létust í slysi í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2014 | 17:01
Var þessi staða auglýst?
Ekki man ég til þess að þessi staða hafi verið auglýst.
Auk þess væri fróðlegt að vita hvaða kröfur eru gerðar til manneskju í stöðu sem þessari.
Ég myndi halda að það þyrfti doktorspróf eða a.m.k. mikla menntun á háskólastigi, en ekki aðeins BS-gráðu eins og þessi kona virðist hafa, það að hafa unnið sem sérfræðingur á skrifstofu HÍ eða sem alþingismaður í u.þ.b. eitt ár!
En hvað veit ég - og hvað fáum við svo sem að vita?
![]() |
Ráðin forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra HÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2014 | 17:59
Hringina fjóra?
![]() |
Setningarathöfnin hafin í Sotsjí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2014 | 13:16
Hvað með Crosby, Stills, Nash and Young?
Þetta er nú frekar sérkennilega kynning á tónlistarferli Youngs, eins og Buffalo Springfield hafi verið eina hljómsveitin sem Young var í, auk Crazy Horse, og að hún hafi verið geysivinsæl. Það var hún varla en kvartettinn Crosby ... var það hins vegar, eins og unga fólkuið getur séð á Wikipedia.
![]() |
Neil Young í Höllinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2014 | 10:10
Kratarnir og spillingin!
Þetta mál sýnir auðvitað bara eitt að krötum er alls ekki treystandi! Það kom auðvitað ágætlega í ljós í síðustu ríkisstjórn, svo sem í Magmamálinu.
Þetta mál hjá "vinstri" stjórninni í Danmörku svipar mjög til Magmamálsins en deilurnar snúast jú um sölu á hlut af raforkufyrirtækinu Dong til bankans illræmda Goldman Sachs þó svo að hann hafi ekki átt hæsta tilboðið og að hlutnum verði stjórnað af skúffufyrirtækjum í Luxemborg og Cayman-eyjum.
Systurflokkur Vinstri grænna í Danmörku - SF - taldi sig fyrst knúinn til að samþykkja samninginn til að bjarga stjórninni frá falli. Þar með þurfti hann að fórna fjölda flokksmanna, þar af þremur í hæstu stöðum innan hans sem hafa sagt sig úr flokknum. Minnir óneitanlega á brotthvafið úr VG í tíð síðustu ríkisstjórnar.
En ólíkt því sem gerðist hér heima þá reis danski systurflokkurinn sem slíkur upp gegn flokksforystunni, neyddi formanninn til að segja af sér og sleit stjórnarsamstarfinu
Og nú er komið í ljós að sala á þessum hlut ríkisfyrirtækisins er liður í olíuvinnsluáformum við Grænland, sem sé hápólitískt gróða- og spillingarfyrirbæri sem jafnaðarmannaflokkur á aðild að - enn einu sinni:
http://jyllands-posten.dk/politik/ECE6446756/el-regeringen-lyver-om-dongs-kapitaltilfoersel/
![]() |
Stjórnarkreppa í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2014 | 09:59
Ekki bara þjóðernishyggja?
Þetta er nú óvænt yfirlýsing frá sagnfræðingum sem yfirleitt eru hallir undir ESB. Gagnrýnin á Sambandið er ekki aðeins dæmi um þjóðernishyggju heldur sé hún réttmæt að mörgu leyti vegna hallans sem er á lýðræðinu innan þess og vegna efnahagsstefnunnar.
Ekki veit ég nú hvort hérlendir sagnfræðingar geta tekið undir þetta. Þeir hafa jú ítrekað síðustu 30 ár eða svo gagnrýnt allt tal um þjóðerni, telja hugtakið þjóð vera orðið úrelt, og sagt íslensk stjórnmál enn mótast af gömlu sjálfstæðisbaráttunni. Nú síðast er þessari gömlu lummu haldið fram af helsta hugmyndafræðingi evrópusamstarfsins hér á landi, Eiríki Bergmann.
Kannski kominn tími til að vera ögn gagnrýnni á sjálfan sig - og á Evrópusambandið?
![]() |
ESB ekki eitt um að tryggja friðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.8.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 68
- Frá upphafi: 464323
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 68
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar