"Blod på tanden"

Eitthvað hljómar nú þetta danska máltæki illa í þýðingu Arons Kristjánssonar ("Blóð á tennurnar"). Þetta líkist lélegri google-þýðingu.

Annars eru Danir farnir að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu og segir það eiga góða möguleiki á að leika um 5.-6. nú á föstudaginn (þá veit maður það fyrst núna að leikið verði um þau sæti einnig - og hvenær þeir leikir fari fram (og þurfti Dani til að segja manni það!)).  

Annars eru það einkum tveir leikmenn sem fá hrósið: "Igen fik Island bevist, at de unge Olafur Gudmundsson og Runar Karason er fremtidens folk."

http://jyllands-posten.dk/sport/handbold/ECE6420458/island-matte-slide/

 


mbl.is Aron: Þeir fengu blóð á tennurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aron Pálmars hvað?

Þetta er all skrítinn fyrri hálfleikur. 4-0 fyrir Makedóníu og Ísland með sitt "besta" lið. Það var ekki fyrr en Aron Pálmarsson var tekinn útaf í stöðunni 7-4 og Ólafur Guðm. kom inná að leikurinn breyttist.

Skyndilega var staðan 8-11 (7-1 kafli fyrir Ísland) enda vörnin orðin miklu betri með Ólaf í stað Arons. Hann vann þrjá bolta í röð í vörninni og átti þrjár stoðsendingar og staðan orðin 10-13 fyrir Ísland.

Þá eru Ásgeir, Björgvin, Þórir og Róbert búnir að vera góðir.

Vonandi fær Ólafur að spila áfram í seinni hálfleik og Aron að hvíla, en það veit ekki á gott hvað seinni hálfleikinn varðar að Aron kom inná í blálokin og Ólafur tekinn útaf.

Segja má að slæm byrjun hafi verið landsliðsþjálfaranum að kenna. Vonandi tekur hann upp á sömu vitleysunni í byrjun seinni hálfleiks.

 


mbl.is Naumur sigur á Makedóníumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of seint!?

Já, leikur Íslands gegn Austurríki í kvöld var flottur og sérstaklega leikur Ólafs Guðmundssonar í vörn og sókn.

En það er ekki nóg, og líklega of seint í rassinn gripið eftir að Danir unnu Spán.

Nú eru málin ekki lengur í okkar höndum og mjög fjarlægur möguleiki að við náum að keppa um úrslitasæti í mótinu.

Kannski náum við 5.-6. sætinu en ég veit ekki hverju það skiptir - hvort það sé að einhverju að keppa. Sæti í undanúrslitum hefði hins vegar gefið öruggt sæti á næsta HM.

Það er spurning hvort liðið sé komið áfram á næsta Ólympíumót án þess að þurfa að taka þátt í undankeppni. Einhvers staðar las ég það að sæti í milliriðli á EM tryggði slíkt - en það var auðvitað ekki í innlendum fjölmiðlum!

 


mbl.is Danskur sigur dró úr vonum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins!

Loksins fær Ólafur Guðmundsson tækifæri og sýnir strax hvað í honum býr! Fjögur mörk í fimm skotum og stendur sem klettur í vörninni.

Það er greinilegt að Aron Kristjánsson hefur verið að gera stór mistök með að láta Ólaf ekki spila meira á mótinu, en þetta er hans fyrsti leikur í raun.

Leikurinn gegn Spánverjum hefði aldrei tapast hefði hann fengið að leika meira en undir blálokin og sama má segja um jafnteflið gegn Ungverjum.

Merð Ólaf inná hefðum við verið í mjög góðum sjens til að ná í undanúrslitin. Vonandi er það ekki of seint.


mbl.is Allt gekk upp gegn Austurríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúður!!!

Spánverjar gera fjögur síðustu mörk hálfleiksins, þar af eitt úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn!

Annars er þetta mjög köflóttur og skrítinn leikur.  Að venju fékk Snorri að byrja inná sem gerði það að verkum að Spánverjar náðu "annarri" bylgjunni svokölluðu með Snorra í vörninni (náði ekki að skipta) og forystu upp í 7-7. Svo þegar hann var loksins tekinn útaf og Gunnar Steinn komn inná í staðinn, þá var svipað vandamál. Gunnar þurfti að spila vörnina sem hann mun ekki hafa gert mikið af áður.

Arnór Atla virðist meiddur og spilar ekkert en af hverju ekki Ólafur Guðmunsson í skyttunni vinstra megin og Aron Pálma í leikstjórnandanum? Þá leysist vandamálið í vörninni.  Aron hefur reyndar átt frábæran leik og haldið íslenska liðinu á floti hingað til.

Þessu með innáskiptingarnar milli varnar og sóknar þarf að breyta ef ekki að fara illa. Reyndar eru Spánverjar frekar lélegir - sjálfir heimsmeistararnir! Munar svo mikið um þjálfarann, en sá gamli er hættur með liðið?


mbl.is Fimm marka tap gegn Spánverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýmislegt hægt ... án Snorra!

Já það er vel hægt að vinna lið eins og Spánverjana en þá þurfum við annan leikstjóranda en Snorra. Hann  heldur niðri hraðanum í sóknarleikinum, eins og glögglega kom fram í leiknum gegn Ungverjum, ógnar lítið sem ekkert og skorar sömuleiðis sárasjaldan. 

Þá er hann auðvitað kolómögulegur varnarmaður sem andstæðingarnir nýta sér mjög vel með að keyra á íslenska liðið þegar það missir boltann.

Annars er það furðulegt hvað íþróttafréttamennirnir eru hræddir við að gagnrýna Snorra. Menn fá svo sannarlega að heyra það sumir hverjir þegar þeir standa sig ekki nógu vel - en ekki Snorri!

Hvað veldur? Er "vina"samfélagið svo sterkt innan stéttarinnar að enginn vill gagnrýna soninn hans Gaupa, sama hvað hann er lélegur (og Gaupi leiðinlegur)? 


mbl.is Snorri: Förum í leikinn til að vinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alberto Entrerrios?

Ekki þetti ég þetta spænska lið svo vel en veit þó að Raúl Entrerrios spilar enn með liðinu og er þar lykilmaður.

Þá unnu Spánverjar Ungverja mjög auðveldlega en Íslendingar voru heppnir að ná jafntefli gegn Ungverjum. Þó var íslenska liðið með dómarana og áhorfendur á sínu bandi.

Íslenska handboltalandsliðið er alls ekki nógu sterkt til að gera einhverjar rósir í þessu móti og stjórnun landsliðsþjálfarans á því er mjög léleg og bætir ekki úr skák. Að spila á 14 mönnum alllan leikinn gegn Ungverjum sýnir að hann treystir ekki sumum leikmönnunum - sem veit á illt í svo þétt leiknu móti sem þessu.

Spái auðveldum sigri Spánverja nema stjórnun Arons Kristjánssonar á íslenska liðinu batni til muna.


mbl.is Jafnsterkir þrátt fyrir breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegur sóknarleikur nema hjá Aroni

Þetta lítur alls ekki nógu vel út. Eftir 4-4 í byrjun þá var staðan allt í einu 8-4 og engin ógnun í sóknarleik íslenska liðsins nema frá Aron. Snorri Steinn fékk að spila áfram langt frameftir hálfleiknum þrátt fyrir að hann dræpi niður allt tempó í leiknum og ógnaði ekkert.

Það verður að koma eitthvað nýtt til í sóknarleiknum ef ekki á að fara illa. Ólafur Guðmundsson og Gunnar Steinn Jónsson hafa ekkert verið notaðir. Af hverju ekki?


mbl.is Ungverjar jöfnuðu í lokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stenman er ekki framherji!

Fredrik (ekki Frederik) Stenman er ekki framherji heldur vinstri bakvörður og spilaði lengi í sænska landsliðinu.

Þannig er nú það! 


mbl.is Eiður hafnaði Zulte-Waregem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður sigur en ...

...margt að. Norðmenn komu virkilega á óvart með slökum leik miðað við liðið sem þeir eru með. Ég held að þjálfarinn sé vandamálið og auðvelt að "lesa" hann.

Annars komu veikleikar íslenska liðsins vel í ljós þegar Aron meiddist. Sem betur fer var forskotið orðið stórt þá og hélst svo til allan leikinn.

Skyttuna fyrir utan vantaði eftir það, þó svo að Arnór leysti þá stöðu eins vel og hægt var meðan hann hafði orku í það. Eftir það var liðið ekki með neina skyttu vinstra megin og leikstjórnandinn Gunnar Steinn Jónsson þurfti að spila þá stöðu um tíma. Þá var sóknin ekki burðug með hann og Snorra Stein fyrir utan. Sem betur fer leysti hægri vængurinn hlutverk sitt með prýði.

Þá var varnarleikurinn oft á tíðum ekki burðugur. Á tímabili voru þrír menn inná sem ekki spila vörn, Snorri Steinn, Gunnar og Róbert! Sem betur fer voru Norðmenn of lélegir til að notfæra sér það.

Vegna þessa var ekki hægt að nota Róbert lengur og munaði um hann í sókninni.

Hér kom vel í ljós að það voru mistök hjá Aroni þjálfara að taka Ólaf Guðmundsson út úr liðinu. Aron getur bætt fyrir mistökin með því að setja hann inná fyrir Gunnar Steinn í leiknum gegn Ungverjum.

 


mbl.is Kúabjöllurnar þögnuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband