"var hann felldur"?

Yfirleitt er þetta orðalag notað um dýr sem eru skotin en ekki um manneskjur. Þá er yfirleitt talað um að skjóta eða jafnvel að drepa, sem er orð sem virðist vera að hverfa í okkar pempíulega samfélagi.

Þessi orðnotkun er greinilega til þess ætluð að draga úr hversu atburður þessi er alvarlegur. Þarna var verið að taka líf manneskju en ekki einhverra skepnu, manneskju sem virðist hafa verið mjög illa haldin og í mikilli þörf fyrir hjálp.

Ef þetta verður þróunin, að leysa alvarleg geð- og/eða drykkjuvandamál fólks sem því að skjóta það, þá bið ég Guð almáttugan að hjálpa okkur.


mbl.is Sérsveitin aldrei gripið til vopna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttdræpur þess vegna?

Fréttaflutningurinn af drápinu á sturlaða manninum í Árbæjarhverfinu í morgun er með ólíkindum, sem og viðbrögðin við þessum atburði. Maður fær ekki betur heyrt en að fólki og fréttamönnum finnst maðurinn hafa verið réttdræpur.

Spurningin er hvort þetta áður friðsama samfélag okkar sé að verða eins og hið ameríska þar sem m.a.s. almenningur er vopnaður og drepur þá sem hann telur ógni sér á einhvern hátt. Svo ekki sé talað um lögregluna sem skýtur iðulega fyrst og spyr svo.

Þá er og undarlegt að svo virðist sem ekkert hafi verið gert fyrir manninn þrátt fyrir óeðlilega hegðun hans í langan tíma áður en að hann var skotinn til bana. Hvar var kerfið, eða komu nágrannarnir sér ekki til þess að láta vita af hegðun manns svo hægt væri að koma honum til hjálpar á einhvern hátt?

Kannski er þetta atvik gott dæmi um það meinta siðrof sem margir segja að einkenni nútímann. Samfélagsleg ábyrgð fólks á náunganum virðist vera að hverfa. Einstaklings- og sjálfshyggjan sé orðin svo mikil að fólki hugsi aðeins um sig og sína. Náunginn við hliðina á þér sem á bágt og sýnir óeðlilega hegðun sé bara klikkaður og ekki þess virði að reyna að hjálpa honum. Það eina sem er gert er sé að tala illa um hann og hneykslast á honum.

Slæmt ef satt reynist. Verst að svona kuldi gagnvart náunganum getur beinst að þér eða einhverjum þinna nánustu áður en þú veist af því.

Samfélagsleg ábyrgð á náunganum kemur öllum vel, einnig mér og einnig þér.


mbl.is Iðulega vopnaður hafnaboltakylfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Den islandske klippe"

Umsagnirnar um Ragnar Sigurðsson eru mjög góðar: Hann fékk fjóra bolta (af sex mögulegum) fyrir frammistöðuna í sigurleiknum í gær, 1. des., gegn Bröndby (1-3) og þessa umsögn: ”Endnu en stor kamp af den islandske klippe.”

Áður hafði hann verið tilnefndur í lið mánaðarins (nóvember): ”Der er ikke længere nogen tvivl om, hvem der spiller i FC Københavns midterforsvar. Ragnar Sigurdsson er rigtig solid og bærer en stor del af æren for, at FCK kun har lukket to mål ind i november måned.

Líklega er Ragnar sá landsliðsmaður sem er í besta forminu þessa daganna. Aðeins Jóhann Berg gæti verið í sambærilegu formi og svo Ari Freyr Skúlason.  

 


mbl.is Ragnar í úrvalsliði mánaðarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhyggjuefni fyrir landsliðið

Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir landsliðið að einn af máttarstólpunum, sjálfur fyrirliðinn, sé kominn á bekkinn hjá félagsliði sínu sem að auki veitir ekkert af öllum sínum kröftum í harðri botnbaráttu í deildinni!

Það er einnig helvíti hart þegar hvorki er hægt að nota hann lengur sem varnartengilið né sem uppbyggjandi tengilið á miðjunni. 

Það sýnir reyndar vandamál íslenska landsliðsins í hnotskurn og er eflaust ein helsta ástæða þess að það komst ekki í úrslitakeppnina á HM.

En það er ekki of seint að breyta um stefnu. Langt er í næstu undankeppni og því nægur tími til að reyna aðra leikmenn í stöðu Arons Einars.

Hins vegar bendir endurráðning þjálfarateymisins ekki til þess að svo "drastískar" breytingar verði gerðar.

Enda mun það vera svo að leikmennirnir sjálfir sjái í raun um að velja landsliðið - og auðvitað velja þeir sjálfan sig og vini sína. 


mbl.is Arsenal með sjö stiga forustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránleg hugmynd!

Þetta er nú alveg ga-ga hugmynd og spurning um hvaðan hún er komin.

Samkvæmt frétt á Vísi er þessi aðferð alfarið bönnuð í Noregi þar sem hún eyðilegur öndunarkerfi síldarinnar og dregur hana til dauða á einum til tveimur sólarhringum.

http://visir.is/djupsprengjur-gaetu-drepid-sildina---adferdin-er-bonnud-i-noregi/article/2013131129099

Til er myndband frá sprengingu í Grindavíkurhöfn sem sýnir gríðarleg áhrif hennar á síld í höfninni: http://www.dv.is/frettir/2013/11/27/sjadu-hvernig-sildin-brast-vid-sprengingum-vid-grindavik/

Umhverfisráðherra verður nú að sýna manndóm og banna þessa aðgerð til að koma í veg fyrir hugsanlegt umhverfisslys. Óvissan um afleiðingarnar er alltof mikil til þess að aðgerðin sé réttlætanleg.


mbl.is Ákvörðun um sprengjur ekki Almannavarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendingu?

Ragnar kom nú ekkert við boltann þegar Mellberg skoraði en átti þó þátt í markinu því hann hrinti tveimur varnarmönnum Juventus frá, svo Svíinn fékk tíma til að skjóta og skora!

Þetta einkennir einmitt leik Íslendinganna í FCK-liðinu, þ.e. hvað þeir eru líkamlega sterkir. Ragnar steig ekki feilspor í vörninni, ekki frekar en fyrri daginn og hlýtur nú að vera einn heitasti miðvörðurinn í Evrópu eftir undankeppnina í Meistaradeildinni - og eftir leikina með íslenska landsliðinu í undankeppninni fyrir HM á næsta ári.

Þá er Rúrik alveg ótrúlega lúnkinn í að halda bolta og bíða eftir að samherjarnir komist í sóknina. Hann er einnig það sterkur líkamlega á miðjusvæðinu að andstæðingarnir forðast að lenda í óþarfa návígi við hann.

Skrítið að Rúrik sé ekki fastamaður í byrjunarliði íslenska landsliðsins, leikandi mjög vel alla leiki í meistaradeildinni gegn bestu liðum Evrópu. Í staðinn eru menn fast í liðinu sem komast ekki einu sinni í frekar slök eða mjög slök félagslið sín.

Já, menn ættu að láta meira með íslenska landsliðsþjálfaraparið! 


mbl.is Ragnar lagði upp mark FC Köbenhavn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin tía?

Þessi gagnrýni Neville á Tottenham er auðvitað réttmæt að vissu marki en þó er Gylfi eina almennilega tían sem íslenska landsliðið á um þessar mundir.

Það að nota hann sem varnartengilið eins og gert hefur verið í undanförnum leikjum landsliðsins er auðvitað sóun á kröftum hans og hæfileikum. Sérstaklega í ljósi þess að við eigum frambærilega miðjumenn sem fá lítið sem ekkert að spila (Emil Hallfreðsson og Helga Val) og einn sem aldrei er valinn í landsliðið (Theodór Elmar).

Annars vantar alveg umræðu eins og þessa hér á landi, þ.e. að einhver sem vit hefur á fótbolta þori að tjá sig um íslenska landsliðið og sé ekki hræddur um að lenda úti í kuldanum hjá KSÍ-klíkunni fyrir vikið.

Meðan umræða sem þessi fer ekki fram þá er lítil von til þess að íslenska knattspyrna taki einhverjum raunverulegum framförum og að landsliðið komist í fremstu röð.


mbl.is Neville: Gylfi er engin tía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir mjög sáttir?

Ekki er ég viss um að allir séu mjög sáttir við það að Heimir Hallgrímsson verði þjálfari íslenska landsliðsins næstu fjögur árin. 

Mér heyrist nú að um það séu þegar skiptar skoðanir. Margir telja að við eigum mun betri íslenska þjálfara en Heimi. Má ar nefna nafna hans hjá FH, Rúnar hjá KR og ekki síst Ólaf Kristjánsson hjá Breiðabliki sem hefur í raun sýnt bestan árangur allra með félagsliði sem hefur takmarkaðan fjárhag.

Heimir Hallgrímsson hefur verið eins konar framlenging á KSÍ-klíkunni sem aðstoðarmaður Lagerbäcks og virðist hafa haft það helsta hlutverk að halda áfram stefnunni hjá Óla Jó og Pétri Péturssyni, þ.e. að hafa 21 árs liðið sem uppistöðu landsliðsins sama hvernig leikæfingu menn eru í, eða frammistöðu.

Ég spái því að ef landsliðið verður ekki eins heppið með riðil í undankeppni EM eins og það var í undankeppninni fyrir HM, þá mun brátt fara að heyrast háværar óánægjuradddir og að forysta KSÍ muni eiga í vandræðum á næstu misserum.

Menn eru fljótir að gleyma skandölum eins og stúkunni á Lagardagsvellinum og miðasölunni fyrir heimaleikinn gegn Króötum þegar vel gengur, en þegar fer að ganga illa þá rifjast þannig hlutir fljótt upp!


mbl.is Tímamótaráðning hjá KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athafnaleysi fyrri ráðherra

Maður tók eftir því þegar síldin var að drepast umvörpum síðastliðinn vetur, að engin viðbrögð komu frá þáverandi umhverfisráðherra, né frá ráðuneytinu. Einnig heyrðist ekkert frá Umhverfisstofnun þó svo að þetta hafi líklega verið eitt mesta mengunarslys hér við land á síðari tímum.

Og ekkert heyrði maður um að vinna væri hafin við að koma í veg fyrir að slíkt umhverfisslys gerðist aftur. Vorið leið og sumarið og ekkert var gert fyrr en núverandi ráðherra (já, þessi sem er að afnema ný náttúruverndarlög fyrri umhverfisráðherra) fór að gera eitthvað í málinu.

Þarna fór dýrmætur tími til spillis og nú er aftur stórhætta á öðru eins slysi.

Sem betur fer höfum við þó umhverfisráðherra núna sem situr ekki aðgerðarlaus með hendur í skauti heldur bregst fljótt og vel við. 

Já, það er athafnir sem segja til um hvort þú "elskir landið þitt" og umhverfið en ekki eintóm orðin.


mbl.is Góð veiði í Kolgrafafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn í málið!

Fasistakveðja Simunic hefur vakið mikið uppnám í Króatíu enda samstarf króata við þýsku nasistanna í seinni heimsstyrjöld mjög viðkvæmt mál í landinu.

Bæði ríkisstjórn landsins og forseti þess létu í sér heyra vegna málsins, sem hefur vakið athygli fjölmiðla um allan heim. Fjölmiðlarnir þar ytra voru einni gmjög hneykslaðir!

Það var ríkissaksóknari landsins sem ákvað sekt Simunic fyrir að "hvetja til kynþáttahaturs og móðga andstæðinginn í opinberri athöfn". Ég efast um að þetta sé hægt hér á landi (þó oft sé ærin ástæða til)!:

http://jyllands-posten.dk/sport/fodbold/intfodbold/ECE6266375/kroat-ma-boede-for-fascistisk-slagsang/ 


mbl.is Simunic sektaður fyrir fasistakveðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband