Hvað með vinnuna við deiluskipulagið?

Þetta er allmerkileg frétt um að hætt sé við áform um byggingu miðaldadómkirkju í Skálholti, svokallað tilgátuhús.

Manni finnst það nú full seint í rassinn gripið því Bláskógarbyggð  hefur látið vinna deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir þessu tilgátuhúsi og rennur frestur til að gera athugasemdir við það út nú eftir tvo daga (30. október)!

Eins og margir muna þá stóð Icelandair upphaflega að baki þessum hugmyndum og hefur Guðjón Arngrímsson verið málsvari þeirra í málinu. Nú hins vegar er skyndilega talað um "hóp áhugamanna" sem agiterað hafi fyrir þessari byggingu!

Ástæðan fyrir því  að "áhugahópurinn" hefur misst áhugann eru sagðar deilur innan kirkjunnar um þessar hugmyndir.

Það er eflaust satt og rétt að hluta því nú undanfarið hafa þrír kirkjulegir aðilar mótmælt áformunum, þ.e. prestar í Suðurprófastsdæmi, skólaráð Skálholtsskóla og að lokum nýendurreist Skálholtsfélag með Karl Sigurbjörnsson biskup og Jón Sigurðsson fyrrum ráðherra og formann Framsóknarflokksins í broddi fylkingar. Síðastnefndi aðilinn stóð fyrir ráðstefnu í Skálholti 19. október síðastliðinn sem virðist hafa haft þann megintilgang að andmæla hugmyndum um byggingu miðaldakirkjunnar.

En þrátt fyrir allt þetta andóf hefur áhugamannahópurinn enn fullan stuðning Kirkjuráðs til byggingarinnar og deiluskipulagsvinnan er langt komið.

Í ljósi þess að andóf hefur verið við þessum hugmyndum allt frá því að þær voru settar fram fyrst í lok árs 2011, svo sem frá þjóðminjaverði og forstöðumanni Árnastofnunar, spyr maður sig hvort ekki sé um fyrirslátt að ræða frá "áhugahópnum".

Kannski er málið það að Icelandair er horfið frá þessum hugmyndum, telji nú að þær muni ekki bera sig. Því hafi "áhuga"hópurinn séð fram á að gera ekki fjármagnað framkvæmdina og þar með dregið í land.

Taka skal fram að Skálholtsstaður, og þar með íslenska þjóðkirkjan, ber allan kostnað af deiluskipulagsvinnunni og mun þannig eitt bíða fjárhagslegt tjón af þessari uppákomu allri, þökk sé Kirkjuráði og Kirkjuþingi. 

Sannast þá hið fornkveðna að oft er verr af stað farið en heima setið! 


mbl.is Hættir við miðaldadómkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er nú allt í lagi að njósna um hana?

Merkilegt hvernig vestrænir fjölmiðlar bregðast við upplýsingum um njósnir Bandaríkjamanna á "vinum" þeirra í Evrópu (og víðar). 

Nýjustu fréttir herma að við bandaríska sendiráðið í Berlín starfi 18 NSA-menn við að njósna um þýsku ráðuneytin sem eru þarna í nágrenninu.

Ástæðan njósnanna mun vera sú að Þjóðverjar þykja ekki nógu leiðitamir. Njósnir um helstu ráðamenn þýskra munu reyndar hafa byrjað áður en Merkel varð kanslari.

NSA-mennirnir í snediráðinu hafa allir diplómata-status:  http://www.dn.se/nyheter/varlden/obama-ville-veta-allt-om-merkel/

 Skrítið að það sé ekki búið að reka þá úr landi nú þegar þetta er upplýst. 


mbl.is Merkel er alltaf í símanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýsingin á Ara:

Blaðið segir að Ari hafi verið keyptur sem vinstri bakvörður en leyst vandamál OB varnarlega á miðjunni. Liðinu hafi vantað leikmann sem gæti unnið boltann fyrir framan vörnina og virka þannig sem aðstoð við miðverðina.

Þannig leikmann hefur íslenska landsliðið einmitt vantað  en Ari notaður sem vinstri bakvörður, þ.e. í stöðu sem hann leikur yfirleitt ekki, hvorki hjá Sundsvall né nú hjá OB.

Í staðinn er Aron Einar þar fyrir og hefur alls ekki staðið sig nógu vel með landsliðinu. Miðjan hefur reynst veik varnarlega séð.


mbl.is Kaupin á Ara Frey á topp tíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svindl á prófi í grunnskóla alvarlegra?

Þetta er nú svei mér léleg afsökun! Eins og svindl á stærðfræðiprófi í grunnskóla sé alvarlegra en svindl á stórmóti í gólfi þar sem allt að milljón dollara verðlaunafé er í boði (plús allt annað)!!!

Þessi viðbrögð við framkomu Tiger Woods er dæmigerð fyrir tvískinnungshátt Bandaríkjamanna þegar svindl íþróttamanna þeirra er annars vegar. Woods hefur auðvitað margoft sýnt að hann er siðblindur. Hann kemst hins vegar upp með alla skandalana vegna þess að hann er þjóðhetja Kanans og sýnir "yfirburði" þeirra yfir aðrar þjóðir.

Sama gildir um viðbrögð þeirra, og umfjöllun fjölmiðla, við lyfjamisferli Lance Armstongs hjólreiðamannsins alræmda.  Allt var tínt til til að afsaka hann eða draga úr sekt hans - og enn virðist sem honum sé fyrirgefið allt svindlið. 

Já, Kaninn er alltaf samur við sig - og meðvirkni fjölmiðla ótrúleg. 


mbl.is Baðst afsökunar á að hafa gefið Tiger „F“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta landið fyrir konur!

Ísland hefur verið nú í 5 ár í röð verið talið besta land fyrir konur að búa í.

Samt halda femínistar því fram að allt sé hér í kalda koli, mikill launamunur og önnur mismunun.

Er ekki kominn tími til fyrir róttæka femínista að snúa sér að virkilegu jafnrétti í samfélaginu, ekki aðeins "jafnrétti" kynjanna svo halli á karlmenn?

http://www.dn.se/ekonomi/vilket-ar-det-basta-landet-for-kvinnor/ 


mbl.is Jafnréttið mest á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann hélt nú ekki alveg kjafti!

Í dönskum fjölmiðlum í morgun kemur fram að Rúrik hélt nú ekki alveg kjafti, hvorki við þjálfarann né fjölmiðla:

http://jyllands-posten.dk/sport/fodbold/superliga/fck/ECE6149260/udskiftet-gislason-kritiserer-solbakken/

Spurning er hvort þetta hefur einhvern eftirmála fyrir hann því svo virðist sem þjálfararnir séu að taka sér æ meira alræðisvald og kasta miskunnarlaust þeim úti í svartasta myrkur sem leyfa sér að gera athugasemdir við stjórnunarstíl þeirra.

Það er einnig spurning hvort lítill leiktími Rúriks með íslenska landsliðsins hafi stytt þolinmæðisþráðinn hjá honum en eins og kunnugt er fær hann lítið að spila hjá Lars Lagerbäck þrátt fyrir gott gengi með félagsliðinu undanfarið.

Rúrik lék ágætlega með FCK í fyrri hálfleik gegn Galatasaray. Varðist vel fyrir liðið þegar þess þurfti og hélt boltanum vel þegar hann fékk hann. Mörkin þrjú sem tyrkneska liðið skoraði komu öll eftir sóknir upp hægri kantinn hjá þeim, þ.e. þeim megin sem Rúrik var ekki, svo ég skil hann vel að vera svekktur yfir því að vera tekinn útaf í hálfleik.

Reynslan sem hann hefur þó fengið með því að spila alla leiki FCK í Meistaradeildinni ætti að geta nýst íslenska landsliðinu í umspilinu gegn Króötum - en eins og allir vita þá eru vegir Lars Lagerbäcks órannsakanlegir. 


mbl.is Rúrik: Betra að halda kjafti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kunna menn ekki að reikna?

Ef Kötlutangi hefur styst um 600 metra á síðustu 60 árum þá hefur hann styst um 10 metra á ári en ekki um 100 metra eins og segir í fréttinni!
mbl.is Kötlutangi minnkar um 100 metra á áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómar og einkunnir Íslendinganna

Íslensku leikmennirnir hjá FCK fengu báðir góðar einkunnir fyrir leik sinn:

Ragnar Sigurðsson fékk 4 bolta en ekki var gefð hærra. Umsögn: "Klippe  i forsvaret nummer to" (nr. eitt var Svíinn Mellberg!).

Rúrik Gíslason fékk 3 bolta: "Leverer 110 procent i hver eneste duel og kunne lade sig udskifte efter 65 minutter med endnu en god indsats i bagagen."

 


mbl.is Rúrik lagði upp sjálfsmark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölnir seldi hann á hálfa milljón!

Já, það voru slæm mistök hjá KSÍ og Lagerbäck að missa þennan mann í bandarískan hundskjaft (danska deildin ekki svo sterk var svarið hjá landsliðsþjálfaranum eftir að Aron var ekki valinn í landsliðið þrátt fyrir 4 mörk í einum leik!).

Danir vissu hins vegar og vita hvers virði hann er: http://jyllands-posten.dk/sport/fodbold/intfodbold/ECE6129539/aron-viser-storform-i-holland/

Fjölnir seldi hann á 25.000 danskar krónur en AGF fékk 10 milljónir danskar fyrir hann!

Snillingar þessi íslenska knattspyrnuforysta!


mbl.is Aron skoraði tvö og lagði upp eitt í sigri AZ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt upp á borðið!

Þeir eru ólíkir menn, fyrrverandi og núverandi utanríkisráðherra, Össur og Gunnar Bragi. Loksins er kominn maður með bein í nefinu í stól utanríkisráðherra.

Á meðan Össur gekk alfarið veg ESB-auðvaldsins og vildi ekkert upplýsa um gang aðildarviðræðnanna (til að slá ryki í augu almennings), sýnir miðjumaðurinn að hann kaupir engar svo fullyrðingar frá ESB-liðinu og gefur út að allt skuli upp á borðið um stöðu viðræðanna.

Já, Framsókn er greinilega búið að stela einhverju helsta tropmi VG, andstöðunni við ESB!



mbl.is Segir Füle fara frjálslega með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 464353

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband