Bandaríkjamenn og réttlætið

Já, þeir tala hátt um réttlætið Bandaríkjamenn og er nokk sama hvort þar eigi í hlut demókratar eða republikanar.

"Réttlæti" þeirra sýnir sig enda þessa daganna í þeim löndum sem hafa hafa orðið fyrir barðinu á þessari réttlátu þjóð undanfarinn áratug eða svo.

Hátt í hundrað manns létust í sprengjutilræðum í Írak í gær (ofan á alla þá sem hafa verið sprengdir í tætlur undanfarna daga, vikur, mánuði og ár).

Í óöldinni í Libýu voru 15 hermenn drepnir í gær.

Og fyrir nokkrum dögum drukknuðu um 300 flóttamenn sem voru að flýja óöldina í Sómalíu. 

Allar þessar þjóðir hafa orðið fyrir barðinu á "réttlæti" Bandaríkjamanna og reyndar einnig annarra vestrænna þjóða - með þessum afleiðingum.

Vont er þeirra (og "okkar") réttlæti - hvernig ætli ranglætið sé þá? 


mbl.is Réðust gegn hryðjuverkamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samanburður við Eggert ...

Eggert Gunnþór Jónsson hefur komið inná sem varamaður í þremur síðustu leikjum liðsins, fyrst á 63. mín, svo á lokamínútunum og nú í síðasta leik á 81. mín., eftir að hafa verið á bekknum eða ekki í leikmannahópnum allt tímabilið - en var svo valinn í íslenska karlaliðið í fótbolta í stað Sölva vegna þess hve Sölvi hefur spilað lítið!

Já hann er skrítinn þessi landsliðsþjálfari - og enginn segir neitt! 


mbl.is Annar leikur í röð hjá Sölva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En við njósnir í USA?

Svona fréttir eru auðvitað nokkuð hlálegar í ljósi þess að lítið hefur verið fjallað um netnjósnir Bandaríkjamanna á fólki alls staðar í heiminum - og meira að segja á ríkisstjórnum annarra landa, sem flestar eru vinveittar. A.m.k. er ekkert talað um refsiaðgerðir gegn USA, eins og njósnir séu ekkert mál þegar þeir eru annars vegar!

Ekki hef ég tekið eftir því að spurt hafi verið hvað margir Bandaríkjamenn starfi við þessar njósnir. En svo þegar Kínverjar eru annars vegar - þá er spurt!


mbl.is Tvær milljónir starfa við ritskoðun í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar "auðvelt" val?

Jæja þá er landsliðsþjálfarinn loksins búinn að velja 23 manna hópinn fyrir landsleikina þann 11. og 15. október (og segir ”frekar auðvelt” að velja hann!). Kannski frekar auðvelt en jafnframt frekar skrítið val.

 

Rökin fyrir því t.d. að Sölvi Geir Ottesen er ekki í hópnum eru þau að ”hann hefur lítið spilað síðasta árið.”

Það er svo sem alveg rétt en hann lék allan síðasta leik liðs síns í rússnesku úrvalsdeildinni. Þannig að loksins þegar hann leikur er hann settur út úr landsliðinu en hafður í því þegar hann leikur ekkert!

 

Hvað Eggert varðar þá lék hann í fyrsta skipti með liði sínu um daginn og hefur aðeins leikið í örfáar mínútur í alvöru keppni nú í tvö ár eða svo - og er svo valinn í landsliðið vegna þessara örfáu mínúta!

 

Einn er sá varnarmaður sem leikur alla leiki með félagsliði sínu - sem er í 3. sæti norsku deildarinnar. Sá heitir Indriði Sigurðsson, en það er greinilega "frekar" erfitt að velja fyrirliða Viking og einn leikreyndasta íslenska fótboltamann sem enn er að spila sem atvinnumaður erlendis.

 

Og þar með sitjum við enn uppi með miðvörð í íslenska landsliðinu sem er að spila í C-deildinni ensku. Það kannski kemur ekki að sök gegn Kýpur en hætt er við að Norðmenn muni eiga eftir að nýta sér þann veikleika í íslensku vörninni.

                                                                                      


mbl.is Hópurinn gegn Kýpur og Noregi - Victor og Haraldur með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna vantar nú einhverja!

Eittihvað vantar nú í hópinn, þ.e. þessa upptalningu, svo sem nýliðann Bergsvein Ólafsson!

Mig minnir að yfirleitt sé valinn 23 manna hópur en þarna eru aðeins 17. 


mbl.is Bergsveinn í hópi Eyjólfs gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður!

Rúrik var fínn í leiknum gegn Real í gær, fiskaði gult spjald á Modric, og aukaspyrnu á Ronaldo í návígi við hann.

Hann hlýtur að kalla alvarlega á sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í landsleikjunum í næstu viku. 

Ragnar Sigurðsson fékk einnig góða dóma fyrir leik sinn svo sem þennan: "Put in a couple of very important last-ditch interceptions, most notably against Luka Modric."

  


mbl.is Rúrik skipti á treyju við Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlit Trausta??

Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur ekkert tekið saman um þetta að mér vitandi heldur eru þessar upplýsingar frá Veðurstofunni, þ.e. vef hennar vedur.is.

Þar koma fram fleiri áhugaverðar upplýsingar svo sem að  tímabilið júní til september í Reykjavík sé það kaldasta í 18 ár (eða frá 1995).

Sólskin mældist 541 stund í Reykjavík í mánuðunum fjórum. Það er 71 stund undir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 185 stundum minna en að meðaltali 2003 til 2012. 

Þarf að fara aftur til sumarsins 1999 til að finna færri sólskinsstundir heldur en nú í mánuðunum júní til september.

Úrkoman var einnig miklu meiri í þessum mánuðum en venjulega. Úrkoma í Reykjavík mánuðina júní til ágúst mældist 36% meiri en í meðalári.

Hvort þetta bendir til breytinga í tíðarfari er of seint að spá um en a.m.k. hefur kólnað hér á höfuðborgarsvæðinu miðað við fyrri ár (eða frá 2002-4).

 

 

 


mbl.is Kaldasti september frá árinu 2005
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sif með!!

Athyglisvert er að Sif Atladóttir sem var ekki einu sinni í landsliðshópnum í vikunni vegna meiðsla lék nú allan leikinn með félagsliði sínu um helgina, aðeins nokkrum dögum eftir hin erfiðu meiðsl!!

Þetta er reyndar ekki í fyrsta sem landsliðsfólkið okkar kemur sér undan því að leika með landsliðinu. Alfreð Finnbogason gerði það síðast en lék svo með félagsliðinu þá strax á eftir. Svo var einnig með Emil Hallfreðsson.

Merkilegt að þjálfaranir skuli láta þetta viðgangast.


mbl.is Malmö vann Íslendingaslaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónákvæmar tölur!

Það vekur athygli hve tölurnar um hlýnun andrúmsloftsins og einnig um hækkun sjávar eru mismunandi. 0,3 til 4,8 hækkun hitastigs á jörðinni eru auðvitað algjörlega ómarktækar tölur og að engu hafandi.

Rétt er að í skýrslunni er gert ráð fyrir að hitastigið verði um 1,5 gráður hlýrra en það var um aldamótin 1900 en gæti orðið yfir tveimur gráðum hlýrra. Áður var talið um hlýnun frá einni til þrem gráðum hið minnsta (2007), þannig að nú er gert ráð fyrir mun minni hlýnun en áður var gert.

Ástæðan er sú að hafið tekur við mun meira af koltvísýringi en áður var talið, auk þess sem aukning koltvísýrings í andrúmslofti hefur ekki í för með sér jafn mikla hækkun hitastig eins og áður var talið (ekki í sama hlutfalli). Hlýnun hafsins því samfara leiðir þó ekki eins mikillar hækkunar yfirborðs sjávar eins og gera má ráð fyrir.

Ljóst er af fyrstu fréttum af niðurstöðum panelhóps Sameinuðu þjóðanna að menn eru fljótir að reyna að túlka niðurstöðurnar sér í vil.  

Best og yfirveguðust virðist umfjöllunin vera hér, enda var efni skýrslunnar kynnt í Stokkhólmi:

http://www.dn.se/nyheter/vetenskap/ipcc-klimatforandringarna-ar-manniskans-fel/ 

Hér er skýrslan í heild sinni:

http://www.climatechange2013.org/images/uploads/WGIAR5-SPM_Approved27Sep2013.pdf 


mbl.is Hlýnun gæti endað með „hörmungum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr þjálfari - nýjar áherslur?

Eftir að íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tókst að vinna sér þátttökurétt í Evrópukeppni landsliða í tvö skipti í röð (2009 og 2013) og komast í seinna skiptið í 8 liða úrslit, þótti leikmönnum nóg komið og hröktu þjálfarann, Sigurð Ragnar Eyjólfsson, frá störfum. Við tók að því er virtist undirgefnari maður og hækkaði meðalaldurinn í hópnum, m.a. með því að taka aftur inn fyrrv. fyrirliðann, Katrínu Jónsdóttur, en setja ungan leikmann eins og Elínu Mettu Jensen út úr liðinu (meira þörf sögð fyrir hana í 21 árs liðinu).
Norðmenn fara öfugt að, og komust með því í úrslitaleikinn á EM, með amk tvær stelpur undir 20. Önnur þeirra, Caroline Graham Hansen sem er aðeins 18 ára, er aðalefnið í kvennaboltanum í dag og átti stóran þátt í stórsigri Norð­manna á Belgum 4-1 í fyrsta leik riðlakeppninnar (við áttum í erfiðleikum með Belga í síðustu riðlakeppni og Norðmenn reyndar einnig). Kristine Hegland, sem skoraði þrennu er aðeins 21 árs.

Annars kemur val íslenska landsliðsins á óvart. Guðbjörg er enn í markinu á kostnað einnar þeirrar, sem verst lét í garð fyrri þjálfara, Þóru Helgadóttur. Þá eru leikreyndar dömur eins og Katrín Ómarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir og Harpa Þorsteinsdóttir á bekknum.

Sérstaka athygli mína vekur að Rakel skuli vera á bekknum en hún var einn besti leikmaður íslenska liðsins á EM í sumar. Í stað hennar er að mínu mati mun lakari leikmaður valinn, Dóra María Lárusdóttir (já, eða Ólína Viðarsdóttir).

Einn nýliði er þarna, Anna María Baldursdóttir, sem virðist samkvæmt þessu vera talin betri en Katrín Ómars.

Kannski er þjálfarinn ekki eins ósjálfstæður og maður hélt! 


mbl.is Tap gegn Sviss í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 464356

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband