26.9.2013 | 14:48
Hvað eiga menn við?
Merkileg yfirlýsing þetta frá Skógræktarfélagi Íslands og alls ekki ljóst hvað sé átt við.
Lögin um náttúruvernd voru t.d. unnin í samráði við Skógrækt ríkisins og ýmsum ákvæðum breytt til að koma til móts við skógræktarfólkið. Sem dæmi má nefna 16. kafla um framandi tegundir en þar er tekið fram að ekki sé átt við plöntur sem ætlaðar eru til skógræktar (svo sem greni o.s.frv.).
Kannski fer það fyrir brjóstið á Skógræktarfélaginu að ætlunin sé að hefta útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils - og/eða að skógræktin verði að taka tillit til landslags og sé sett undir skipulagsyfirvöld á hverjum stað hvað það varðar (sem er reyndar í skipulagslögum nú þegar)?
Mér sýnist þetta vera óbilgirni hin mesta og til þess eins gert að viðhalda þeirri lögleysu sem ríkir um skógræktina hér á landi.
Hér er að lokum þráður á góða grein um málið:
http://www.visir.is/skograekt-eda-natturuvernd/article/2011705129939
![]() |
Fagna afturköllun náttúruverndarlaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2013 | 11:40
Jónmundur og Andri meðsekir?
![]() |
Sagðist hafa haft heimild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2013 | 20:11
"Eins og Elvis árið 1957"!
Jyllandsposten hrósar Elmari einnig mikið (hvað sem þetta dæmi með Elvis á að þýða): Især fra spilleren med Superligaens mest imponerende bakkenbarter, Elmar Teddy Bjarnason. Efter i længere tid at have spillet som Elvis anno 1977, var islændingen mod AaB i vigør som Elvis anno 1957.
![]() |
Elmar öflugur í sigri Randers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2013 | 12:01
Hættuleg ummæli!
Ummæli eins og þessi hafa reynst hugsanlegum landsliðsmönnum hættuleg í gegnum tíðina. Theodór Elmar Bjarnason lét í ljós óánægju sína með að sitja alltaf á bekknum hjá landsliðinu og gaf ekki kost á sér um tíma (reyndar hjá fyrrverandi landsliðsþjálfara), en hefur ekki verið valinn síðan.
Sama má segja um Indriða Sigurðsson en hann lét hafa eftir sér ummæli í vetur um að hann gæfi ekki kost á sér í vinstri bakvarðarstöðuna heldur aðeins í miðvörðinn. Ekkert hefur verið leitað til hans síðan þrátt fyrir mikil vandræði með einmitt aðra miðvarðarstöðuna.
Og nú kemur Guðlaugur Victor og kvartar yfir að vera ekki valinn í landsliðið! Hætt er við því að þar með sé hann búinn að koma sér í ónáð hjá Knattspyrnuforystunni hér heima og verði frystur úti eins og hinir tveir.
Reyndar er hollenska liðið hans ekkert sérstakt, er í neðsta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar, en hann hins vegar búnn að spila vel undanfarið - og deildin mjög góð.
Lið T. Elmars varð hins vegar í 3. sæti dönsku deildarinnar í fyrra með Elmar sem fastan í byrjunarliðinu.
Sama má segja um Viking sem Indriði leikur reglulega með. Lið hans er nú í harðri baráttu um 3. sætið í norsku úrvalsdeildinni með Indriða sem fyrirliða.
![]() |
Victor: Mjög skrýtið að ég sé ekki valinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2013 | 17:00
Undraskjótur bati!
Kannski er rétt að byrja á því að benda á að Verona er búið að spila þrjá leiki en ekki tvo (eins og stednur í fréttinni) og hefur vissulega unnið tvo þeirra en tapað einum
Bati Emils er undraskjótur, ekki síst í ljósi þess að hann lék allan leikinn fyrir liðið.
Hann gat hins vegar ekkert leikið með landsliðinu í vikunni og fyrir síðustu helgi og var sendur heim til sín vegna meintra meiðsla.
Eitthvað er nú gruggugt við þetta!
![]() |
Emil lagði upp mark í sigurleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2013 | 15:08
Hvað, var Alfreð ekki meiddur?
Það er athyglisvert að bæði Alfreð Finnbogason og Emil Hallfreðarson léku allan leikinn með liðum sínum í dag, sunnudag, en gátu ekki verið með íslenska landsliðinu í landsleikjunum tveimur á föstudaginn fyrir viku og svo nú aftur á þriðjudaginn var.
Emil var það þjáður af meiðslum sínum að hann var strax sendur heim til Ítalíu áður en leikurinn gegn Sviss fór fram ytra, en spilar svo eins og ekkert hefur í skorið rúmri viku seinna!
Svipaða sögu má segja um Alfreð en hann var þó til reiðu í báðum landsleikjunum.
Það er spurning hvað megi lesa út úr þessu. Er pressan frá félagsliðunum svona mikil á landsliðin að þau hafi forgang fram yfir landsliðin eða er þetta einstök góðsemi af hálfu landsliðsþjálfarans (og KSÍ) í garð félagsliðanna?
Sem betur fer slapp þetta nú í þetta skipti (4 stig af 6 í landsleikjunum tveimur) en skrítið er það engu að síður!
![]() |
Alfreð með tvö og Aron eitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2013 | 14:41
ESB og VG
Það er ekki nóg með að forysta Vinstra grænna sé með allt niðrum sig varðandi ESB, svikið stefnu flokksins margsinnis og misst frumkvæðið í andófinu gegn ESB til hægri flokkanna, heldur bítur hún höfuðið af skömminni með því að væla nú út af einhverjum formsatriðum.
Hvað með gömlu yfirlýsinguna um að halda hefði átt þjóðaratkvæðagreiðslu áður en haldið var í viðræðurnar? Og af hverju þarf nú skyndilega þjóðaratkvæðagreiðslu um að slíta þeim - eða ekki slíta þeim? Hvernig væri nú að vera samkvæm(ur) stefnu flokksins sem var mótuð fyrir kosningarnar 2009 og fagna því að verið sé að setja viðræðurnar í frost?
![]() |
Utanríkisráðherra á þunnum ís |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2013 | 16:38
Ekki alveg sannleikanum samkvæmt
Nú þegar vænta má nýrrar skýrslu frá panel Sameinuðu þjóðanna um hlýnun jarðar (sem er væntanleg í lok september) eru að birtast ýmsar tölur frá mismunandi stofnunum, þar sem ætlunin virðist vera sú að hafa áhrif á endanlega gerð skýrslunnar.
Efni hennar hefur nefnilega lekið út og þykir full íhaldsöm fyrir róttækustu hlýnunarsinnana, sem vita sem er að enn er hægt að hafa áhrif á skýrsluhöfunda. Þessi rannsókn er greinilega ein þeirra.
Önnur skýrsla sem virðust stíluð inn á það sama gengur í öfuga átt. Hún er reyndar nýrri eða fjallar um þetta ár en ekki það síðasta. Í henni er sýnt fram á að útbreiðsla, ekki þykkt, hafíss nú á þessu ári sé 60% meiri en hún var á síðasta ári. Reyndar kemur einnig fram þar að þykkt hafíssins hafi minnkað um 2/3 frá því í fyrra. Þetta ásamt stöðnun í alheimshlýnuninni núna í síðustu 15 ár hefur orðið til þess að sumir fræðimenn eru farnir að tala um alheimskólnun en ekki hlýnun.
Sjá umræðu um þetta m.a. hér: http://www.yr.no/nyheter/1.11229301
![]() |
Rekísinn heldur áfram að þynnast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2013 | 10:58
Bara tapliðið?
Þetta er nú dáldið skondið.
Ef Ísland vinnur Kýpur verða Norðmenn nefnilega að vinna leikinn til að eiga möguleika á öðru sætinu í riðlinum - sem gefur umspil um rétt til að spila á HM að ári.
Ísland verður með 16 stig ef sigur vinnst á Kýpur en Noregur er aðeins með 11 stig eins og er (og því nægir jafntefli gegn Slóveníu þeim ekki). Líklega má segja það sama um Slóvena. Þeir verða helst að vinna Norðmenn til að eiga möguleika á öðru sætinu (þ.e.a.s. ef Ísland vinnur Kýpur).
Málið er þetta. Ef tvö lið (eða fleiri) verða jöfn í öðru sætinu þá ræður í fyrsta lagi markamunur, þá fleiri mörk skoruð, síðan stig innbyrðis, svo markamunur innbyrðis, flest mörk í innbyrðis leikjum og að lokum flest mörk á útivelli í innbyrðis leikjum.
Og þá geta menn byrjað að reikna!
![]() |
Lykilleikur Slóveníu og Noregs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2013 | 10:41
Gott hjá honum!
Þessi spyrjandi var einfaldlega dónalegur og hélt áfram að spyrja um sömu hlutina aftur og aftur þar til Drillo fékk nóg! Fréttamaðurinn hafði greinilega heldur ekki mikið vit á fótbolta.
Reyndar hafði þessi uppákoma þónokkurn aðdraganda. Norska pressan var mjög neikvæð fyrir leikinn og þótti ekki mikið til sigursins gegn Kýpur koma. Hún heimtaði breytingar og fékk hana - og var svo ónægð eftir á því þær skiluðu minna en engu.
Sama má segja um íslenska íþróttafréttamenn. Þeir þykjast hafa meira vit en þeir hafa. Þetta var sérstaklega áberandi eftir leik íslenska landsliðsins úti gegn Sviss. Þá fengu bakverðirnir mjög ósanngjarna gagnrýni og heimtað að þeir væru teknir úr liðinu. Landsliðsþjálfarinn stóð hins vegar í lappirnar, breytti litlu og uppskar eftir því!
Já, þeir ættu að láta af þessum besserwisserastælum, blessaðir íþróttafréttamennirnir!
![]() |
Drillo gekk í burtu í miðju viðtali (myndskeið) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar