30.8.2013 | 11:50
Björt framtíð og NPA
Þetta er svei mér harðorð yfirlýsing og frekjuleg krafa á hendur ráðherranum að draga "uppsögn" Guðmundar Steingrímssonar til baka!
Svona til upplýsingar þá er Freyja Haraldsdóttir, sem var í öðru sæti hjá Bjartri framtíð í SV-kjördæmi, einn stjórnarmanna NPA miðstöðvarinnar.
Ætli yfirlýsingin hafi verið samin á flokksskrifstofu Bjartrar framtíðar?
![]() |
Mótmæla ákvörðun Eyglóar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2013 | 11:10
Skeið áfram?
Ekki veit ég hvaða tilgangi svona fullyrðing þjónar. Kannski að gera lítið úr liði Arons vegna þess að hann leyfði sér að hafna Íslandi og velja USA í staðinn?
Málið var það að AZ var manni færri allan leikinn en Norðmaðurinn Markus Henriksen (áður í Rosenborg) var rekinn útaf á 2. mín fyrir litlar sakir:
![]() |
AZ Alkmaar skreið áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2013 | 14:30
Akkúrat öfugt farið!
Þessi íþróttafréttamaður er greinilega blautur á bakvið eyrum. Ari Freyr lérk alla tíð á miðjunni hjá Sundsvall en var keyptur til OB til að leika í stöðu vinstri bakvarðar, rétt eins og hann gerir í íslenska landsliðinu.
En kannski er hann byrjaður að leika framar á vellinum hjá OB því vinstri kantmaðurinn meiddist illa fyrir stuttu síðan.
![]() |
Ari Freyr í liði vikunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2013 | 05:09
18. aldar?
Eitthvað er þetta skrítin frétt. Það er ekki bara fyrirsögnin sem er röng (18. öld), heldur einnig innihaldið. Jón lærði lenti ekkert á hrakhólum vegna Spánverjavígjanna heldur vegna galdraiðkunar.
Þá er fullmikið sagt að hann hafi verið "þekktasti fræðimaður" sinnar aldar (hann er reyndar maður tveggja alda). En kannski verður hann það eftir þessa bók og umfjöllunina um hana?
![]() |
Þekktasti fræðimaður 18. aldar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2013 | 10:36
Af hverju ekki ritstjóri Moggans?
Þetta er auðvitað mjög merkilegt frétt og spurning af hverju ritstjórum íslensku blaðanna eru ekki með, Moggans eða Fréttablaðsins.
Annars er fréttin misvísandi, eins og svo margt í íslenskri blaðamennsku. Bréf norrænu ritstjóranna til Cameron er ekki aðeins til komið vegna yfirheyrslunnar á Miranda þessum heldur ekki síður vegna þeirra pressu bresku lögreglunnar á hendur ritstjóra The Guardian.
Góð umfjöllun um málið má lesa hjá aftenposten.no en þar er framferði breska stjórnvalda sagt gera blaðamenn að glæpamönnum og notað til þess hryðjuverkalöggjöfina: http://www.aftenposten.no/kultur/Kraftig-reaksjon-pa-Camerons-kriminalisering-av-journalister-7289895.html#.UhmSAkJoHIU
Þann 20. ágúst sl. þvingaði nefnilega breska öryggislögreglan ritstjóra Guardians til að eyða skjölum sem Snowden hafði komið til blaðsins. Þá beitti einnig hásettur embættismaður í ríkisstjórn Cameronsritstjóranum þrýstingi í þessa áttina og mun hafa sagt honum að hann hafi gert það að skipun forsætisráðherrans.
Þannig er nú komið fyrir frjálsum fjölmiðlum í hinum frjálsasta heimi af öllum heimum...
![]() |
Skrifa opið bréf til David Cameron |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2013 | 08:16
Af hverju að miða við kaldasta tímabilið?
Sigurður Þór Guðjónsson er við sama heygarðshornið og áður, það er að reyna að sannfæra sig (mest), en kannski einnig aðra, um að sumarið í ár sé í stakasta lagi, meira að segja hér sunnan fjalla. Ekki veit ég ástæðuna en get mér til að það sé til að sýna fram á að hlýnun jarðar eigi sér enn stað.
Í þessum tölum sínum nefnir hann aðeins sólarstundir í Reykjavík í júlí í ár og ber saman við tímabilið 1961-90. Það tímabil er hins vegar illa marktækt því það er kaldasta tímabil í sögu veðurmælinga hér á landi, meira að segja kaldara en Litla ísöldin undir lok 19. aldar.
Trausti veðurfræðingur bendir á þetta í nýlegri bloggfærslu og varla lýgur hann. Hann bendir einnig á að tímabilið 1975-90 hafi verið það sólarminnsta í sögunni.
Með Sigurði sannast því hið fornkveðna að lengi megi böl bæta með því að benda á annað verra.
![]() |
Sumarið ekki undir meðallagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2013 | 21:52
Lítil ísbráðnun í ár á Norðurheimsskautinu
Ekki hefur verið skrifað mikið um loftlagsmál í íslenska fjölmiðla undanfarin ár, miðað við mjög fjörlega umræðu í útlöndum um hlýnun jarðar
Í gær kom hins vegar loks frétt um þessi mál, og í þetta sinn um mikla bráðnun íss á Norðurheimsskautssvæðinu, nú síðast í fyrra.
Þessi frétt var frekar illa tímasett því í erlendum fjölmiðlum hafa verið fréttir á sama tíma um nýja skýrslu sem sýnir að mjög lítil bráðnun íss hefur átt sér stað í ár á svæðinu. Líklegt er að leiðin fyrir Síberíu opnist ekki ár, eins og gerst hefur undanfarin ár, vegna kulda og skýjaðs veður. Ísinn hefur ekki bráðnað eins hægt í mörg ár, eins og hann hefur gert í ár.
http://www.dn.se/nyheter/vetenskap/langsam-issmaltning-i-arktis-i-ar/
Ísinn á Norðurheimsskautinu nær þannig yfir mun stærra svæði en undanfarin sex ár. Þetta virðist einnig hafa áhrif hjá okkur í ár, eins og koma þessa hafíss sýnir.
Hvort það sýni að alheimshlýnunin sé að ganga til baka er auðvitað lítið hægt að segja um en gæti bent til þess að það sé að draga verulega úr henni.
![]() |
Borgarísjaki við Hornbjarg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2013 | 14:27
Mesti lygarinn er réttara!
Saga Bergwalls er með miklum ólíkindum. Hann er haldinn geðhvarfasýki og meðvirkni - og fannst það við hæfi að gera félagsráðgjafa einum og sálfræðingi það til geðs að ljúga upp á sjálfan sig öllum þeim óupplýstu (meintu) morðum sem höfðu verið framin í Svíþjóð og Noregi og höfðu þá verið mest í fréttum.
Hann var svo sannfærandi og tókst svo vel til með að lýsa morðunum að honum var trúað. En aldrei fundust sum þessi fórnarlömb þó svo að karlinn hafi verið mjög uppfinningarríkur við að benda á þá staði sem hann gróf þau á (eða kom þeim fyrir). Fóru þá ýmsir að efast og að lokum kom svo að Bergwall virðurkenndi að hafa spunnið þetta upp allt saman.
Eftir situr heilbrigðis- og lögreglumálakerfið með skömmina í hattinn. Málið sýnir fyrst og fremst hvað er auðvelt að ljúga að kerfinu því það er svo meðvirkt og tilbúið að trúa hverju orði sem því er sagt (lognu sem ólognu!).
Lærdómurinn sem má af þessu draga er að trúa mátulega því sem fólk með einhvers konar brenglanir (geðveiki, alkóhólisma osfrv.) heldur fram. sem heilögum sannleika.
![]() |
Versti raðmorðingi Norðurlanda sýknaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2013 | 17:04
Dónaskapur!
Eins og bent er á hér á öðrum stað kemur KSÍ þetta ekkert við, heldur er mál Arons fyrst og síðast.
Hins vegar getur KSÍ sjálfu sér um kennt - og er líklega með þessu að reyna að þvo þá skömm af sér.
Aron var ekki meiddur fyrr en í fyrrahaust þegar hann var loks valinn í íslenska landsliðið í október í fyrra en gat þá ekki veirð með. Áður eða í september var hann búinn að vera að brillera með AGF og skoraði m.a. fjögur mörk í einu leik, en var samt ekki valinn. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari gaf þá skýringu að danska deildin væri nú ekki svo góð!
Fotbolti.net skrifaði þá þetta um mánaðarmótin sept-okt 2012: Danska úrvalsdeildin er ekki á meðal þeirra sterkustu í Evrópu en hins vegar er hún langt frá því að vera á meðal þeirra slökustu. Ef miðað er við röðun úrvalsdeilda eftir styrkleika er hún 15. sterkasta úrvalsdeild Evrópu sem stendur, níu sætum ofar en sænska úrvalsdeildin og 12 sætum ofar en efsta deildin í Noregi. Þá er hún meðal annars 11 sætum fyrir ofan skosku úrvalsdeildina og þykir sterkari en efstu deildirnar í Sviss, Króatíu, Ísrael og Póllandi.
Að lokum má benda á að í öðrum leiknum í september (þegar Aron var ekki valinn í liðið) þá spiluðu tveir sóknartengiliðir sem framherjar þeir Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson (Kolbeinn var meiddur)! Þá hefði verið hæg heimatökin að velja Aron í liðið og leyfa honum að spila í nokkrar mínútur, og tryggja hann þannig fyrir Ísland, því þá þegar var farið að fjalla um þann möguleika að hann gæti spilað fyrir Bandaríkin.
Það var ekki gert, svo klúðrið og sökin er algjörlega hjá KSÍ.
![]() |
KSÍ: Aron á að leika fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2013 | 12:28
Gott hjá honum!
Það er ljóst að bæði núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar íslenska landsliðins töldu og telja sig ekki hafa þörf fyrir Aron í landsliðið því þeim gafst ótal tækifæri til að velja hann á sínum tíma en gerðu það ekki.
Í staðinn voru menn eins og Rúrik Gíslason, Arnór Smárason, Jóhann Berg, Birkir Bjarnason og jafnvel Emil Hallfreðarson valdir í kantstöðuna vinstra og hægra megin en ekki Aron. Það hefði þó verið klókt val til að tryggja sér kappann.
Hann hefði meira að segja mátt vera settur í framlínuna þar sem hann spilar jú yfirleitt, a.m.k. meðan Kolbeinn Sigþórsson var meiddur og Gunnar Heiðar ekki í náðinni.
Nú er það of seint.
Aron fetar þarna í fótspor Norðmannsins M. Diskerud sem spilar með Rosenborg og hefur einnig tvöfaldan ríkisborgararétt. Hann hefur verið að spila með bandaríska landsliðinu undanfarið og staðið sig vel.
Norðmenn gleðjast fyrir hans hönd, þó hann sé ekki lengur til taks fyrir norska landsliðið.
Það ættum við líka að gera fyrir hönd Arons enda mun skemmtilegri tækifæri sem hann fær með bandaríska liðinu en því íslenska - og þar með meiri athygli.
![]() |
Aron ætlar að spila fyrir Bandaríkin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar