Viðtal við Mellberg

Hér má sjá viðtal við Mellberg, en hann verður að teljast mikill fengur fyrir FCK:

http://www.fck.dk/#/nyhed/2013/07/09/fck-henter-mellberg 

Þá er spurning hvort pláss verði fyrir Ragnar Sig. í annari miðvarðarstöðunni.

Svo er auðvitað einnig spurning hvert Sölvi Geir fer en ekkert heyrist um það ennþá.

Því má bæta við að í dönskum miðlum er ekkert talað um að Ari Freyr Skúlason sé á leiðinni til OB (og svo sem ekki heldur í sænskum).


mbl.is Mellberg fyllir í skarð Sölva hjá FCK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórir? Voru þeir ekki 17?

Samkvæmt frétt á RÚV voru 17 drepnir í þessari árás og ekki voru þeir allir "vígamenn". Væntanlega börn og konur - og að auki stóðu húsin (eða húsið) við markað í borginni.

Það fer auðvitað að vera spurning hver er versti vígamaðurinn, Bandaríkjaher með forsetann fremstan eða andófsmenn heimsvaldastefnu Bandaríkjamanna í Miðausturlöndum .

Alls staðar þar sem Kaninn hefur ráðist inn, og með aðstoð annarra vestrænna þjóða þar á meðal Ísalnds, hefur ríkt blóðug vargöld síðan. 


mbl.is Vígamenn felldir í Pakistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trausti og veðrið

Það er eins og veðurfræðingarnir taki það til sín þegar fólk kvartar yfir veðrinu. Þeim finnist að fólk sé að kenna þeim um slæmt veður!

A.m.k. heyrist manni það á viðbrögðum fræðinganna við kveinstöfum fólks. Veðrið hér á höfuðborgarsvæðinu nú í júní hafi ekkert verið verra en gangur og gerist. Síðast í nótt skrifaði Trausti Jónsson að hiti hafi verið ofan við meðaltal í júní um land allt!

Samkvæmt þessari frétt var þó júnímánuður kaldari og blautari en venjulega hér á höfuðborgarsvæðinu, eða 0,6 gráðum kaldari en síðustu ár. 

Þegar veður er leiðinlegt þá virðist sem veðurfræðingarnir vilji bera það saman við veðurfar á litlu ísöldinni á árunum 1961-90 en þá var júnímánuður kaldari en í ár eða sem nemur tæpri einni gráðu.

Þetta þrátt fyrir alheimshlýnunina svokölluðu sem kannski er tóm tjara eftir allt saman? Síðan 1995 hefur nefnilega ekkert hlýnað á heimsvísu þó svo að hér á landi hafi verið hlýrra undanfarin 10 ár.

Nema árið í ár. Fyrstu tveir mánuðurnir voru reyndar mjög hlýir og stefndi í met. Síðan var mars frekar kaldur eða um einni gráðu undir meðaltali hlýju áranna. Apríl var svo mjög kaldur eða meira en tveimur gráðum kaldari en undanfarin tíu ár. Maí var sömuleiðis kaldari en undanfarið eða um eina gráðu. Og nú bætist fjórði mánuðurinn við sem er kaldari en undanfarin tíu ár.

Þetta ár er farið að líkjast árinu 1965 sem byrjaði sem næsthlýjasta ár sem nokkru sinni hafði mælst hér á landi (þ.e. tveir fyrstu mánuðirnir). Síðan fór að kólna. Þetta ár var upphafið að miklu kuldaskeið sem varði í rúm 20 ár eða til 1996. Við skulum vona að svo verði ekki aftur.

Það er eins og við hér á landi séum um 15-20 árum á eftir þróuninni erlendis, einkum ef miðað er við Skandinavíu. Þar hefur ekkert hlýnað síðan 1995 og kólnað ef eitthvað er undanfarin ár. Nú virðist sem þróunin sé að verða eins "hérna hjá okkur" ("á landinu okkar"!).

 


mbl.is Sviknir um 90 sólskinsstundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þær skúrirnar!

Hér er greinilega verið að kvarta yfir Kristínu Hermannsdóttur og hvernig hún notar orðið. Svo virðist sem um einhverja austur-skaftfellsku sé að ræða enda er hún Hornfirðingur og er farin heim aftur góðu heilli.

Vonandi lifir þessi mállýska hana ekki, en orðið "okkar" virðist ætla að gera það (samanborið "á landinu okkar" og "hjá okkur"). Þetta er auðvitað hvimleitt því af veðurkortunum er auðséð að verið sé að fjalla um veðrið á Íslandi en ekki annars staðar.

Kvartanir yfir málfari í veðurfréttunum á eflaust rætur sínar að rekja til þess hve illa máli farnir flestir veðurfréttamennirnir eru, þ.e. kauðskir í framsetningu. Einar Magnús er að vísu hættur að segja "eins og þið sjáið" en er farinn að segja "á morgun" osfrv. í hverri setningu (sem er óþarfi því að af texta á skjánum (og af samhenginu) má sjá um hvaða dag er verið að fjalla!). 

Reyndar er þetta mismunandi kyn á orðinu "skúr" gamalt í málinu. Í grobbsögu Halldórs Brynjólfssonar Hólabiskups (um miðja 18. öld) segir svo af hesti hans, „Góður er sá brúni“: „Einhverju sinni var ég á ferð og reið Brún mínum, þá voru þrumur í lofti og gekk skúrum. Ég sá einn mikinn skúr nálgast. Þá sló ég Brún, en setti áður mundlaug á lendina. Brúnn fór sprettinn til kvölds undan skúrnum. En þegar ég reið heim tröðina skullu fyrstu droparnir í mundlauginni og þá kölluðu englarnir í loftinu: ´Góður er sá brúni!´“ 

 


mbl.is Prúttað um veðrið og deilt um skúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Helga Val!

Þetta eru mjög góð tíðindi fyrir Helg og fyrir íslenska knattspyrnu. Portúgalska deildin er mun hærra skrifuð en sú sænska, enda árangur stórliðanna þar í Evrópumótunum á undanförnum árum mjög góður. Þetta er því stórt stökk uppávið fyrir hann, ekki síst í ljósi þess að AIK vildi ekki endurnýja samninginn við hann (þó svo að hann hafi verið notaðar áfram jafn og áður í byrjunarliðinu). Þá verður að hafa með í reikninginn að Helgi Valur er ekki unglamb lengur, orðinn 32 ára!

Þetta ætti og að styrkja stöðu hans í íslenska landsliðinu - og miðju landsliðsins sem hefur verið akkilesarhæll liðsins nú um langt skeið.

Það er að segja ef hann fær að spila reglulega í einhverri bestu deild í Evrópu!


mbl.is Helgi Valur á leið til Portúgals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Topplið í Svíþjóð á eftir Arnóri?

Þetta hefur Jyllandsposten að segja um Arnór (í dag, 27. júní):
"I Esbjerg har Arnór Smárason i de seneste tre sæsoner ikke decideret braget igennem, men den islandske kantspiller har trods alt leveret gode præstationer regelmæssigt.

Smárason skiftede allerede som 15-årig til Heerenveen i Holland, hvorfra Esbjerg for tre år siden lokkede ham til Vestjylland på en fri transfer.

I sin første sæson scorede Arnór Smárason tre mål i 24 kampe, Esbjerg endte med at rykke ned, og Smárason rykkede med ned i 1. division. Efter seks mål i 18 kampe i den næst­bedste række nåede han akkurat samme tal i den seneste Superliga-sæson. Han sluttede sæsonen af med fem mål i de sidste syv kampe i Esbjergs bedste sæson i nyere tid, og målstimen betød, at den islandske landstræner, svenskeren Lars Lagerbäck, tog ham med i truppen til Islands VM-kvalifikationskamp mod Slovenien i begyndelsen af juni. Arnór Smárason fik dog ikke spilletid i Reykjavik.

I alt er han noteret for to mål i 15 landskampe.

Med 24 år har islændingen en god alder, teoretisk set kan han udvikle sig til et salgsobjekt, og det aspekt er AGF måske også nødt til at fokusere på. Udfordringen med islændingen er, at en svensk topklub står parat til at hente ham ..."


mbl.is Arnór í titilbaráttu í Svíþjóð eða Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er verið að sleppa á fjall í þessi snjóþyngsli?

Maður spyr sig nú af hverju formaður sauðfjárbænda er að sleppa fénu á fjall í slíkum snjóþyngslum. Það sést enginn hagi fyrir féð. Á hann ekki að ganga á undan með góðu fordæmi og fara vel með skepnurnar?

Þá er og spurning af hverju þetta sé leyft - af hverju dýraverndunaryfirvöld og/eða eftirlitsmenn grípi ekki inní og stöðvi þetta. 

Af fréttinni að dæma er hvergi hagi fyrir féð þarna í Fjörðum (eða Flateyjardal).


mbl.is Fé falið undir fannhvítri jörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrst Nasa, nú Faktory!

Varla eru afstaðin fjölmenn mótmæli vegna niðurrifs NASA-salarins og auknu byggingarmagni við Austurvöll, Fógetagarðinn og Ingólfstorg, þegar næsta frétt kemur um braskið í miðborginni.

Enn sem fyrr er látið sem græðgin sé ekki hvatinn að baki framkvæmdunum heldur ást á miðbænum. Fullyrt er að "andi" borgarinnar haldi sér og áfram verði byggð lágreist á svæðinu. Samt á að hækka næstum öll hús og reisa herjarinnar steinkumbalda þar sem Faktory er núna, auk þess sem portið þar fyrir framan hverfur og byggt verður alveg út að götu (Smiðjustíginn).

Já, fagurgalinn er mikill en reyndir er allt önnur. Ég býst við að margir séu farnir að sjá eftir því að hafa kosið Besta flokkinn eftir uppákomurnar undanfarið. Um Samfylkinguna þarf auðvitað ekki að hafa nein orð frekar en fyrri daginn. 


mbl.is Framkvæmdir við Hljómalindarreit í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíklegt!

Norskir fjölmiðlar telja það næsta ólíklegt að Norðmenn komist áfram sem eitt af 8 bestu liðunum sem lenda í 2. sæti riðilsins (menn gefa sér að Sviss vinni hann örugglega). Stigin séu ekki nógu mörg til þess (8 stig eftir sex leiki). Liðið þurfi helst að vinna alla fjóra leikina sem eftir er til að komast áfram.

Þetta sama á við um Ísland sem er aðeins með einu stigi meira eftir tapið snautlega gegn Slóvenum. Segja má að það tap hafi gert út um vonir landsliðsins um að komast í úrslitakeppni HM.

Málið er nefnilega það að okkar riðill stendur einna verst að vígi af öllum riðlunum, þ.e. er með lélegasta árangur þeirra liða sem nú eru í öðru sæti ásamt með Búlgaríu/Tékklandi (10 og 9 stig í 2. sæti síns riðils).

Sum liðin í 2. sæti eru nær örugg, eins og Króatía (með 16 stig) og Grikkland (með 13). 

 


mbl.is „Drillo“ heldur enn í vonina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 464360

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband