12.4.2013 | 20:41
Matthías með skot í stöng og skalla í slá!
Matthías Vilhjálmsson, markahæsti leikmaður fyrstu deildarinnar norsku í fyrra, átti góðan leik með Start í kvöld gegn efsta liðinu Rosenborg, átti skalla í slá og skot í stöng.
Start hlýtur að vera ánægt með byrjunina hjá sér í deildinni, enda nýliðar, með einn sigur og tvö jafntefli.
![]() |
Start sótti stig til Þrándheims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2013 | 14:52
Örvænting?
Kannski ekki svo vitlaust þó! Þekkt er að karlmenn sitji eftir í hinum dreifðu byggðum landsins á meðan konurnar flykkjast til höfuðborgarsvæðisins í leit að frægð og frama.
Svo það er örugglega góð eftirspurn eftir "myndarlegum" konum í sveitum landsins.
![]() |
Bóndi óskast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er nokkuð skrítin frétt miðað við að á sama stað er talað um að FCK noti blóðgjöf til að lækna leikmenn sína sem fyrst af meiðslum.
Þetta er auðvitað merkileg frétt þó svo að alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA) hafi gefið grænt ljós á þetta. Þarna eru jú þrír íslenskir landsliðsmenn um borð og einn unglingalandsliðsmaður að auki var að gera þriggja ára samning við félagið.
En kannski er þetta allt í lagi fyrir land sem flytur inn meira af sterum en nokkurt annað land í heiminum og þar sem refsingin fyrir ólöglegan innflutning er miklu minni en þekkist í nágrannalöndum okkar.
http://www.sporten.dk/superligaen/fck-bevaeger-sig-i-dopingens-graazone
![]() |
Samherji Íslendinganna hjá FCK til Stoke? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2013 | 12:58
Björt framtíð dalar hratt
Evrópusambandsflokkarnir tveir, Samfylkingin og Björt framtíð sem keppast við að tala niður íslensku krónuna, tapa enn fylgi. Samanlagt hafa þau nú tæp 22% fylgi.
Líklega er of seint að bregðast við og taka annan pól í hæðina. Síðasta naglann í líkkistuna rak írski hagfræðingurinn í Silfri Egils á sunnudaginn þegar hann sagði að krónan væri augljóslega einn af þrem helstu ástæðum þess að Íslandi vegnaði betur þessa dagana en Írlandi.
Kosningabarátta flokka evru-sinnanna eru í ljósi þess einhver sú misheppnaðasta sem sögur fara af íslenskri kosningasögu.
![]() |
Framsókn með 30,2% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2013 | 20:22
Fréttaflutningur RÚV
Ég bendi á hér fyrr í dag, við frétt um andlát Thatchers, að Bogi Ágústsson hafi í hádegisfréttunum talað um hve merkilegur stjórnmálamaður hún hafi verið. Um það eru auðvitað mjög deildar meiningar og óheppilegt að fréttamaður ríkisfjölmiðlis tjái sig á þennan hátt.
Steininn tók þó úr í kvöldfréttum RÚV þegar Sveinn Guðmarsson sagði þetta um Thatcher: "Járnfrúin tók strax við að breyta stöðnuðu bresku samfélagi. Einkavæddi opinber fyrirtæki" o.s.frv.Þessi nýfrjálshyggjulegi fréttaflutningur er klárlegt brot á hlutleysisstefnu Ríkisútvarpsins og full ástæða til að gera alvarlega athugasemdir við hann.
![]() |
Margaret Thatcher látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2013 | 19:42
Jamm, ekki hægt að nota hann í landsliðið
Það er kannski helsti ljóður á ráði Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara karlaliðsins í fótbolta hvernig hann kemur fram við Gunnar Heiðar. Gunnar var eins og kunnugt er næstmarkahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og virðist vera á sama skriði nú.
Ástæðan fyrir því að hann er ekki valinn í landsliðið er ofur einföld. Gunnar gaf ekki kost á sér í landsleik undir lok síðustu leiktíðar og hefur síðan verið í frystinum hjá landsliðsþjálfaranum.
Sá sænski virðist hafa mikla þörf fyrir að sýna veldi sitt. Einungis þeir sem láta í einu og öllu að óskum hans, eða eru honum þóknanlegir á annan hátt, eru gjaldgengir í landsliðið.
Reyndar eru nokkrir aðrir landsliðsmenn sem ekki hafa gefið kost á sér í einstaka leiki en er þó valdir strax á eftir. Mismunun eftir geðþótta þjálfarans?
![]() |
Gunnar skoraði aftur fyrir Norrköping |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2013 | 18:24
Hræsnin!
Thatcher var eflaust einhver versti leiðtogi sögunnar og gerði meiri óskunda en nokkur annar að Boris Jetsín kannski undanskildum.
Bretar súpa enn seyðið af einkavæðingu hennar sem innleiddi hið gífurlega atvinnuleysi sem þar hefur verið síðan.
Nýfrjálshyggja hennar og Reagans hefur tröllriðið vestrænu samfélagi eftir þeirra daga og var fyrsti vísirinn að þeirri kreppu sem nú ríkir og fremsta orsök Hrunsins.
Því var hún ekki einn merkasti stjórnmálamaður á seinni hluta síðustu aldar eins og Bogi Ágústsson hélt fram í hádegisfréttum RÚV heldur þvert á móti - einhver sá ómerkasti.
![]() |
Margir minnast Járnfrúarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2013 | 18:07
"ónotaður varamaður"?
Eyjólfur kom nú inná á 57. mín. svo rétt skal vera rétt.
Þá er dálítíð merkilegt hvað íslenskir íþróttafréttamenn eru fljótir að gleyma Eyjólfi en nú undanfarið hefur aðeins verið talað um Hallgrím sem leikmann SönderjyskE en ekki Eyjólf, en hann hefur verið fyrir utan liðið eða á bekknum undanfarið.
Eyjólfur var reyndar í skrítinni stöðu í leiknum því hann mun leika með Midtjylland á næstu leiktíð en liðið er einnig í fallhættu í dönsku úrvalsdeildinni.
![]() |
Tap hjá SönderjyskE sem er í fallsæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2013 | 14:22
Gat nú verið!
Það er nú éljagangur og hríð á Sigufirði í þessum skrifuðu orðum og eflaust það sama á Ísafirði og í Hlíðarfjalli.
En hvað með það. Smá hvít lygi skaðar varla, eða hvað?!
![]() |
Frábært skíðaveður um allt land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2013 | 15:29
Það er ekki sama Jón og sr. Jón
Merkilegt að maður sem sannarlega er uppvís að því að hafa drepið manneskju og það meira að segja kærustuna sína skuli fá ferðafrelsi og hvað þá að keppa í sinni íþróttagrein eins og ekkert hafi í skorist!
Ég leyfi mér að efast um að svartur S-Afríkumaður hafi fengið að gera það sama - og finnst furðulegt að ekkert heyrist í kvenréttindakonum um þessi undarlegheit.
Samkvæmt lögreglunni í S-Afríku drap maðurinn kærustu sína vegna þess að hún dirfðist að tala við gamlan kærasta sinn í síma ... og að hlaupagarpurinn hafi síðan logið því til að hann hafi haldið að hún væri innbrotsþjófur.
Já, heimurinn er að verða meira en lítið skrítinn!
![]() |
Pistorius fær ferðafrelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 20
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 464395
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar