Danir ekki alveg jafn ánægðir með dóminn!

Segja 350.000 viðskiptavini Icesave í Bretlandi og Hollandi sitja uppi með tapið:
http://politiken.dk/udland/ECE1881345/dom-island-kan-toerre-milliardregning-af-paa-storbritannien-og-holland/

Reyndar er athyglisvert að einn dómaranna (af fjórum) í málinu var íslenskur, Páll Hreinsson (sá sem gerði Rannsóknarskýrsluna frægu).
Þá var þetta dómstóll EFTA sem við erum í en ekki Bretar og Hollendingar (að því að ég best veit).
Getur slíkur dómstóll verið hlutlaus - og er þá málið í raun úr sögunni?


mbl.is Gjörðir Breta komu þeim í koll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert "hrun" hjá okkur!

Árni Páll er farinn að tala eins og sjálfstæðismennirnir. Það var ekkert séríslenskt hrun hjá okkur heldur einungis það sama sem gerðist annars staðar:
" Ljóst sé að það sem gerðist á Íslandi hafi ekki verið séríslenskt klúður heldur hafi fjármálakerfi Evrópu á þessum tíma verið í algjöru uppnámi."

Þó er morgunljóst að Hrunið hér var það 5. stærsta í Evrópu - og það sem var sameiginlegt öllum þessum stærstu hrunum var að frjálshyggjan hafði gengið lengst þar (Eystrasaltslöndin þrjú, Írland og Ísland).
Og þá er auðvitað bara að halda áfram í nýfrjálshyggjunni með nýjum formanni Samfylkingarinnar og í nýrri hrunstjórn eftir kosningar.
Við þurfum nefnilega ekki að borga neitt ...


mbl.is „Mikið fagnaðarefni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hagræða sögunni eftir á

Þessi yfirlýsing frá Utanríkisráðuneytinu er auðvitað bráðfyndin - en jafnframt sorgleg. Hún er sorgleg í ljósi þess að íslenska ríkisstjórnin, og þar með utanríkisráðherrann, vildi ekki fara dómstólaleiðina (vegna áhættunnar) heldur ganga til saminga við Breta og Hollendinga um málið.
Það var fellt tvívegis í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að forsetinn vildi ekki skrifa undir lögin sem ríkisstjórnin fékk í gegn á alþingi.

Því er eftirfarandi setning í yfirlýsingu ráðuneytisins ekki aðeins villandi heldur einfaldlega röng:
"Ísland hefur frá upphafi haldið til haga þeirri lagalegu óvissu sem verið hefur um hvort ríki beri ábyrgð á greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda og lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að fá úr því skorið fyrir dómstólum."


mbl.is Icesave-málið er búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú áttu viðbrögðin ekki að vera yfirveguð?

Össur sagði nú síðast í gær að viðbrögðin ættu að vera yfirveguð - og að það tæki allt að fimm mánuði að fara yfir málið!
Það gleymist nú fljótt, enda næstum sólarhringur liðinn og skammtímaminnið farið að gefa sig hjá gamla manninum, - auk þess sem hann gleymir því auðvitað einnig að hann sjálfur hafði aldrei trú á dómstólaleiðinni.
Nú skal hins vegar halda partí!
mbl.is „Við höldum veislu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur fyrir þjóðina og forsetann - en ósigur fyrir ríkisstjórnina og Össur!

Þeir eru ótrúlegir þessir stjórnmálamenn. Ósigur þeirra sem börðust fyrir greiðslunni á icesave-skuldinni, en sigur þeirra sem vildu fara dómstólaleiðina, er algjör.
Samt lætur Össur sem að sigurinn sé algjör - og að hann og þjóðin hafi átt samleið í málinu.
Hætt er nú við að áróðurinn gegn Ólafi Ragnari muni verða nokkuð hjáróma - en ég þekki nú "mína menn" illa ef honum lýkur við þetta!
mbl.is „Þetta eru glæsileg úrslit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsta tapið í úrslitaleik á HM!

Danir eru í sárum eftir stærsta tap liðsins í úrslitaleik á HM nokkru sinni (16 mörk!).
Það munaði einnig mjög litlu að þetta yrði þeirra stærsta tap yfirhöfuð.
Þeir hafa einu sinni áður tapað stærra á HM eða með 17 mörkum (1970)!
Mark á lokasekúndum leiksins kom í veg fyrir að það met væri jafnað.

Reyndar fengu þeir sárbætur með því að fá valinn besta markmanninn (Landin) og besta vintrihandar hornamanninn (Hans "Majestæt" Lindberg).
Þá varð Eggert markahæstur á mótinu og Hansen valinn sá mikilvægasti.


mbl.is Spánverjar fóru illa með Dani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Árna vin okkar allra?

Þetta hljóta að vera dapurlegar fréttir fyrir Árna Johnsen og alla stuðningsmenn hans.
Eftir dyggilega og fórnfúsa þjónustu við Flokkinn er honum þakkað svona!

Dapurlegt. Og hvað ætli verði um veslinginn eftir þetta?


mbl.is Ragnheiður Elín í fyrsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsliðshópurinn ...

Ekki lítur þetta vel út með íslenska landsliðið.
Líklega hefur landsliðshópurinn aldrei verið lélegri en núna. Enginn landsliðsmannanna eru að gera það gott þessi misserin. Sumir eru ekkert að leika, svo sem markmennirnir og allir varnarmennirnir vegna þess að keppni liggur niður í deildunum þar sem þeir spila.
Það eru helst miðjumennirnir sem fá eitthvað að spila. Aron Einar er farinn að spila aftur reglulega með liðið sínu Cardiff sem er efst í 1. deildinni ensku. Þá er Jóhann Berg orðinn fastamaður hjá AZ Alkmaar sem er að ná sér á strik eftir slakt fyrrihlutatímabil í hollensku deildinni.
Birkir Bjarnason er reyndar einnig að spila fast með liði sínu en því gengur illa þessa daganna og er stórtapið gegn Sampdoria í dag hápunktur niðurlægingarinnar (6-0)! Gylfi Þór spilar lítið með Tottenham og Ólafur Skúlason nær ekkert með sínu liði. Þá eru litlar fréttir af Emil Hallfreðarsyni í ítölsku b-deildinni.

Af sóknarmönnunum er einnig frekar lítið að frétta. Að vísu er Alfreð Finnbogason að spila og skora mikið en liði hans Heerenven gengur hins vegar illa og er í harðri fallbaráttu. Menn binda vonir við endurkomu Eiðs Smára og Kolbeins. Sá fyrrnefndi hefur þó verið að spila með lélegu liði í Belgíu og Kolbeinn fær ekkert að spila með Ajax enn sem komið er þrátt fyrir að hann hefur ná sér af meiðlum. Um Arnór Smárason þarf auðvitað ekki að hafa nein orð.
Svo kannski ætti landsliðsþjálfarinn að fara að líta aðeins betur í kringum sig að leikmönnum?


mbl.is Markalaust í fyrsta leik Eiðs Smára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú, var hann ekki á leiðinni til Póllands?

Það er ekki mikið að marka þessar fréttir. Fyrir nokkrum dögum var Aron á leiðinni til Póllands - en núna til Hollands. Hvað næst?
Reyndar er tilboð upp á 12 milljónir danskra króna fjári gott - ef satt er - en yfirleitt er verið að selja þessa leikmenn á 1-2 milljónir dk.

Svo er það annað. Nú hlýtur það að vekja athygli að Aron er hvorki með í leikmannahópi A-liðsins né 21. árs liðsins fyrir komandi æfingaleiki.

Mér skilst að Lagerbäck hafi afsakað sig með því að Aron væri meiddur (en ekkert heyrist frá Eyjólfi Sverris um ástæðuna).
Merkilegt að þetta komi hvergi annars staðar fram ...

Kannski vilja þeir ekki menn sem ekki er "heilshugar" í því að spila fyrir
íslenska landsliðið (les: þá sem þjálfara).


mbl.is Aron á leiðinni til AZ?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Óli Jó. enn landsliðsþjálfari?

Þetta val er eins og undanfarið mjög gagnrýnisvert.
Þarna vantar menn eins og Indriða Sigurðsson sem var valinn einn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar (í 20. sæti eða þar um bil) í fyrra með liði sínu Viking sem lenti í 5. sæti, efst Íslendingaliða. Þá vantar Steinþór Þorsteinsson sem var valinn einn af 50 bestu leikmönnum deildarinnar. Aðrir Íslendingar komust ekki á listann svo sem Birkir Már og Arnór Aðalsteinsson sem þó eru báðir valdir í landsliðið.
Auk þess má nefna þá Íslendinga sem unnu sig upp í efstu deild, Matthías Pétursson og Guðmund Kristjánsson hjá Start og markmanninn Harald Björnsson hjá Sarpsborg.

Af Svíunum vantar auðvitað helst Gunnar Heiðar Þorvaldsson með toppliði Norrköping og næst markahæsta leikmann sænsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Einnig þá sem komu upp með Halmstad, þá Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson.

Af leikmönnum í Danmörku saknar maður helst, auk Arons Jóhannssonar, Eyjólfs Héðinssonar sem skoraði þrjú mörk í síðustu þremur leikjum liðs síns, Sönderjyske, fyrir vetrarhléð.

Björn Bergmann fær heldur ekki náð í augum landsliðsþjálfarans en varamaðurinn hjá Esbjerg, Arnór Smárason, er valinn í staðinn.

Auk þess má nefna miðjumennina Guðlaug Victor Pálsson sem spilar alla leiki NEC í einni sterkustu deild í heimi, þeirri hollensku,(liðið er í miðri deild, mun ofar en lið Jóhanns Bergs og Alfreðs Finnbogasonar) og Stefán Gíslason hjá Leuven í þeirri belgísku. Í stað þeirra er varamaðurinn hjá Waregrem, Ólafur Ingi Skúlason, valinn.

Valið líkist mjög vali Óla Jó. á landsliðinu svo maður spyr sig hvort ekki sé örugglega búið að skipta um landsliðsþjálfara.


mbl.is Eiður Smári í hópnum gegn Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 227
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 206
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband