1.12.2012 | 20:52
3-1 reyndar!
Heerenveen er að lenda í alvarlegum vandræðum í hollensku deildinni. Willem II var langneðst fyrir þennan leik og þetta var aðeins annar sigur liðsins í ár.
Heerenveen er nú í 13. sæti af 18 og er aðeins fjórum stigum á undan Willem.
![]() |
Alfreð með enn eitt markið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2012 | 17:55
Íslenskt par á fylleríi í Köben
Mér sýnist nú að öllum dönskum fjölmiðlum finnst þetta atvik frekar fyndið en sorglegt og virðast ekki hafa haft mikla áhyggjur af því að konunni yrði illa meint af.
En kannski hlakkaði bara í þeim vegna þess að Íslendingar áttu í hlut?;
![]() |
Konan er komin til meðvitundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2012 | 18:16
Þetta geta þeir en ekki lækkað fiskverð innanlands
Þessi útgerðarfélög, og fiskvinnslufyrirtæki þeirra í landi, geta leyft sér svo vinsældaútspil en ekki lækkað verð til neytanda.
Meðan verðið á þorsk-kílóinu sem selt er til útlanda hefur lækkað um 20% hefur það hækkað innanlands á sama tíma um 10%.
http://www.ruv.is/frett/hatt-verd-her-thratt-fyrir-laekkun-uti
Nú er svo komið að kílóverð á frostnum ýsuflökum er orðið hátt í tvöfalt á við kílóverð á ódýrum kjúklingi og lambakjöti.
Eitt sinn var fiskur ódýrasti maturinn hér á landi og á borðum landsmanna fimm til sex sinnum á viku. Nú er hann orðið að lúxusvöru!
Ein helstu rökin fyrir inngöngu í ESB er að þá verða matvörur ódýrari (svo sem kjötið). Nú er fiskurinn ekki fluttur inn heldur aðeins út. Hvernig stendur þá á þessu háa verði?
![]() |
Samherji greiðir 370.000 kr. launauppbót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2012 | 11:10
Sölvi ekki lengur í leikmannahópnum
Það eru fleiri en við Íslendingar sem erum að fylgjast með hvernig Sölva Geir Ottesen vegna hjá FCK. Það er viðtal við hann í Politiken í dag þar sem hann er spurður um framtíð sína hjá félaginu.
http://politiken.dk/sport/fodbold/superligaen/ECE1826123/lederskikkelse-forudser-brud-med-fck/
Nú framundan eru fjórir leikir í röð hjá FCK og þegar búið að gefa út að lykilmenn verði hvíldir í sumum þessara leikja. Sölvi er samt ekki einu sinni í leikmannahópnum sem birtur hefur verið.
Ljóst er að hann er kominn aftastur í röð miðvarðanna í huga þjálfarans, sem virðist ætla að refsa Sölva fyrir að hafa lýst yfir óánægju sinni með að missa sæti sitt í byrjunarliðinu.
Því er auðvitað ekkert annað að gera fyrir Sölva en að leita sér að öðru liði nú í janúarglugganum. Nær öruggt má telja að FCK vilji selja hann sem fyst því annars fengi félagið ekkert fyrir hann þar sem samningur hans rennur út næsta sumar.
Það verður eflaust slegist um Sölva, og það af góðum liðum, því hann hefur getið sér mjög gott orð hjá félaginu þó svo að núverandi þjálfari (sem tók við í haust) vilji ekki nota hann.
![]() |
Sölvi kveður FC Köbenhavn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2012 | 21:35
Blessuð umhverfismálin!
Tekið skal fram að hvor um sig er á stærð við Hallgrímskirkju og kostar 163 millur hvor!!!
Forstjóri Landsvirkjunnar segir að uppsetningin borgar sig ekki en gæti gert það þegar rafmagnið til almennings hafi hækkað um nokkur hundruð prósent!
Hver leyfði eiginlega þennan gjörning eða er Landsvirkjun ríki í ríkinu og þarf því engan að spyrja?:
Sjá einnig http://www.ruv.is/frett/reisa-tvaer-vindmyllur-hja-burfellsvirkjun
![]() |
Fyrstu vindmyllurnar til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2012 | 12:34
Mestu umhverfissóðarnir
Samkvæmt Norrænu hagtölum hvað umhverfismál varðar má lesa að stóriðja hefur aukist mest á Íslandi frá 1990 og einnig losun gróðurhúsalofttegunda
Sjá:
http://www.norden.org/is/utgafa/utgefid-efni/2012-001
Gross energy consumption index 1990=100
Hækkað langmest á Íslandi eða í 144 (annars um 122 hjá hinum þjóðunum).
Emission of greenhouse gases index 1990=100
Einnig langmest á Íslandi eða upp í 130 (lækkað í Danmörku og Svíþjóð)
Losunin hefur hækkað mest frá árinu 2005-2008, en minnkað síðan þá, en er ennþá mest á Norðurlöndunum.
Er nú svo komið að Ísland losar mest allra Norðurlandaþjóða af gróðurhúsalofttegundum á hvern íbúa.
Þá má benda á að í dag byrjar loftlagsráðstefna í Qatar þar sem leiðtogar 195 ríkja koma saman og ræða vandann af hækkandi hitastigi jarðar.
Þetta virðist alveg fara framhjá íslenskum fjölmiðjum - og einnig umhverfisráðuneytinu. Reyndar kom fyrsta fréttin um þetta í hádegisfréttum RUV rétt í þessu.
Danir og Svíar fylgjast hins vegar vel með:
http://www.dn.se/nyheter/varlden/nytt-toppmote-for-att-hejda-klimathot
![]() |
Gamlir karlar og ungar mæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2012 | 20:17
Sænska kirkjan vil takmarka innflutning frá Ísrael
Erkibiskup þeirra Svía, og annar biskup til, vill að ísraelskar vörur sem framleiddar eru á hernumdu svæðunum verði sérmerktar þannig að kaupendur, sem þó gjarnan vilja kaupa ísraelskt en eru á móti yfirtökunni á landi Palestínumanna, geti valið þar á milli.
http://www.aftonbladet.se/debatt/debattamnen/varlden/article15694328.ab
Á heimasíðu sænsku kirkjunnar er jafnframt bent á að Evrópusambandið kaupi 15 sinnum meira af vörum frá hernumdu svæðunum en frá Palestínumönnum sjálfum. Því krefst sænska kirkjan þess að ESB hætti þannig að styrkja hernámið á palestínsku landi. ESB flytur inn vörur frá hernumdu svæðunum fyrir um 40 milljarða á meðan sambandið kaupir vörur frá Palestínumönnum fyrir um 250 milljónir króna.
http://www.svenskakyrkan.se/default.aspx?id=936691
![]() |
Krefjast viðskiptabanns á Ísrael |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2012 | 10:35
Sænska kirkjan vil takmarka innflutning frá Ísrael
Erkibiskup þeirra Svía, og annar biskup til, vill að ísraelskar vörur sem framleiddar eru á hernumdu svæðunum verði sérmerktar þannig að kaupendur, sem þó gjarnan vilja kaupa ísraelskt en eru á móti yfirtökunni á landi Palestínumanna, geti valið þar á milli.
http://www.aftonbladet.se/debatt/debattamnen/varlden/article15694328.ab
Á heimasíðu sænsku kirkjunnar er jafnframt bent á að Evrópusambandið kaupi 15 sinnum meira af vörum frá hernumdu svæðunum en frá Palestínumönnum sjálfum. Því krefst sænska kirkjan þess að ESB hætti þannig að styrkja hernámið á palestínsku landi.
ESB flytur inn vörur frá hernumdu svæðunum fyrir um 40 milljarða á meðan sambandið kaupir vörur frá Palestínumönnum fyrir um 250 milljónir króna.
http://www.svenskakyrkan.se/default.aspx?id=936691
Þetta eru fróðlegar tölur í ljósi þess sem Össur Skarphéðinsson sagði um vandkvæði þess að setja viðskiptabann á Ísrael. Það bitni á Palestínumönnum!!!!
![]() |
Vopnahléið hefur haldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2012 | 12:39
Nýfrjálshyggjan að ná vopnum á ný?
Merkilegt að sjá og heyra að hægri menn hér heima séu byrjaðir að boða skattalækkanir á hátekjufólk, eins vel og sú stefna tókst fyrir Hrun.
Lágir skattar á hátekjufólk, á fjármagnstekjur og á hágróðafyrirtæki skiluðu sér alls ekki inn í þjóðarbúið (eins og opinber stefna var) heldur fóru í útrás. Allar þessar tekjur töpuðust og meira en það. Stórar skuldir standa einar eftir.
Nú á að boða slíkt hið sama enda prófkjör í helsta Hrunflokknum og yfirboðin tíð.
Um þetta fjallar Stefán Ólafsson prófessor í pistli sínu á Eyjunni:
http://blog.pressan.is/stefano/2012/11/20/politik-i-thagu-efnafolks/#.UKy4ijhbe34.facebook
![]() |
Skattaglaðir stjórnmálamenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2012 | 11:29
Þvílíkt fífl!
Hann er ótrúlegur þessi framkvæmdastjóri SÞ. Og þó ekki. Þetta er hægrisinnaður stjórnmálamaður frá Suður-Kóreu, ríki sem búið var til af Bandaríkjamönnum, og frambjóðandi USA og fylgiríkja þeirra í stöðuna á sínum tíma.
Obama er jú búinn að gefa tóninn og Ki-moon tekur hjáróma undir!
Sem betur fer eigum við þó stjórnmálamenn sem þora að standa uppi í hárinu á slíkum áróðri - og gegn stórveldinu mikla. Hann er meira að segja yfirmaður dómsmála og lögreglu hér á landi: Ögmundur Jónasson!
Ætli Bandaríkjamönnum hafi staðið á sama um að hann hafi haldið ræðu á mótmælafundi gegn stuðningi USA við fjöldamorð Ísraela á palestínskum almenningi - og talað af slíkum krafti?
Hér má sjá ræðuna:
http://www.ogmundur.is/news.asp?ID=652&type=one&news_ID=6520
![]() |
Palestínumenn hætti eldflaugaárásum strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 228
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 208
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar