17.11.2012 | 15:59
Íslendingarnir fagna ... en ekki allir!
Íslendingarnar áttu senuna í dag. Guðjón fiskaði vítið sem Kristinn skoraði úr, og gerði svo annað markið.
Ari Freyr skoraði þriðja mark Sundsvall en það skipti í raun engu því liðið þurfti að gera þrjú í viðbót til að halda sæti sínu í deildinni.
Vonandi forðar Ari sér frá þessu liði núna strax, því þjálfari þess er allra sænskra þjálfara ötulastur undanfarinn áratug í að mistakast með lið sitt.
Sjá: http://www.dn.se/sport/fotboll/halmstad-tillbaka-i-allsvenskan
![]() |
Guðjón og Kristinn með Halmstad í úrvalsdeild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2012 | 22:32
Drápin á palestínsku börnunum
Hér eru fleiri myndir af drápum Ísraelshers á palestínskum börnum á Gasa:
http://theuglytruth.wordpress.com/2012/11/16/netanyahu-is-a-maniac/
![]() |
Sakar Ísraela um árás gegn mannkyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2012 | 17:44
Enn ein "hlutlausa" fréttin
Þær eru margar myndirnar á netinu sem lýsa framferði Ísraela og hinum ójafna leik milli þeirra og Gasabúa.
Hér eru nokkrar á fésbókinni:
http://www.facebook.com/photo.php?fbid=444724592262187&set=a.217603604974288.57691.217514361649879&type=1
http://www.facebook.com/photo.php?fbid=244990842294044&set=a.207534099373052.44299.198113133648482&type=1
http://www.facebook.com/photo.php?fbid=444878475580132&set=a.217603604974288.57691.217514361649879&type=1
![]() |
Barak kallar til aukinn herafla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2012 | 12:52
"Hefndaraðgerðir" Ísraela í myndum
Það er fróðlegt að sjá samanburðinn á afleiðingum flugskeytaárása Paelstínumanna annars vegar og loftárása Ísraelshers hins vegar, svo sem hér:
Hér er svo önnur mjög táknræn mynd:
![]() |
Ástandið skelfilegt á Gaza |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2012 | 08:15
Er þetta aðal fréttin?
Ég hélt að aðalfréttin væri sú að 19 manns hið minnsta hafi verið drepnir í loftárásum Ísraels á Gasa og yfir 130 loftárásir hafi verið gerðar á svæðið í nótt!
Annar segir í annarri frétt að 208 manns hafi verið drepnir í árásunum í nótt.
Fréttaflutningurinn er alveg með ólíkindum af þessum fasistískum árásum Ísraela á Gasa.
Ein fréttin fjallar um að nú geti íbúar í Tel aviv ekki sofið rólegir á nóttinni lengur því flugskeyti Gasamann nái nú þangað!
Önnur, hér á Mogganum, segir að átökin milli Palestínumanna og Ísraela harðni enn, þrátt fyrir að leikurinn sé eins ójafn og raun ber vitni.
![]() |
Hætta tímabundið að skjóta á Gaza |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2012 | 15:45
Barnsmorðin á Gaza
Barnsmorðin á Gazaströnd í gær fara furðu hljótt í vestrænum fjölmiðlum, sem yfirleitt eru nú ekki sein á sér að birta fréttir um slíkt ef einhverjir sem eru þeim ekki þóknanlegir fremja ódæðisverkin.
Þegar Ísrael á í hlut er hins vegar þagað þunnu hljóði yfir slíku og fyrst og fremst sagt frá því hvað vondu Palestínumennirnir gera þeim.
Hér er frétt, og mynd, af enn einu barninu sem var fyrir árás Ísraelshers í gær:
http://rt.com/news/gaza-israel-hamas-attack-687/
![]() |
Í miðju mótmæla á Vesturbakkanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2012 | 22:11
Skaðbrennt barn
RÚV var með heljarmikla umfjöllun um að Talibanar í Afganistan hafi drepið ungbarn í hernaðaraðgerð í heimalandi sínu fyrir nokkrum dögum.
Minna fer af fréttum um hernað Ísraela gegn Palestínumönnum í Gaza undanfarið en þó fer mynd af illa brenndu ungbarni um netheima þessar klukkustundirnar:
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=490652517633159&set=a.106621739369574.8803.105657212799360&type=1
Það er greinilega ekki sama hver myrðir börnin.
![]() |
Ísraelsmenn opnuðu hlið vítis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2012 | 19:59
Slæmt er það en ...
Þessi ágreiningur milli Skógræktarinnar og Náttúrufræðistofnunar er auðvitað nokkuð sérkennilegur en á sér eflaust rætur í ólíkri sýn á því hvernig flóra Íslands eigi að líta út.
Hvað þetta mál varðar þá virðist Skógræktin hafa rétt fyrir sér að mestu leyti. Má meira að segja finna þess stað í skýrslu sjálfrar Náttúrufræðistofnunar (til umhverfisráðuneytisins), árið 2010. Þar segir um ókosti þess að nota eitur eins og Roundup til að útrýma lúpínu: "Neikvæð áhrif illgresiseyðis á annan gróður en lúpínuna verða alltaf einhver. Þessi aðferð hentar illa þar sem t.d. trjágróður er til staðar." http://www.ni.is/media/midlunogthjonusta/utgafa/Lupinuskyrsla.pdf
Tekið skal fram að annar starfsmanna Náttúrufræðistofnunar sem skrifaði greinina sem um er deilt, Sigurður H. Magnússon, hafði yfirumsjón með umræddri skýrslu og Borgþór Magnússon, hinn höfundur greinarinnar, kom að gerð skýrslunnar. Grein þeirra virðist þannig vindhögg miðað við hvað þeir sjálfir hafa sagt áður.
Hins vegar gengur skógræktin einnig of langt í þessu áróðursstríði. Þeir fullyrða að eitrun geti haft áhrif á fólk (á einhvern hátt) og geti stofnað ferðamannastraumi í Þórsmörk í voða, þ.e. eitrunin hafi áhrif á heilsu fólks og á lífríkið í Þórsmörk.
Í áðurnefndri skýrslu (og öllum öðrum rannsóknum) kemur skýrt fram að eitrið hafi engin áhrif á lífríki annan en gróður.
Mætti maður biðja um hófstilltari - og faglegri - umræðu?
![]() |
Hvort er eitur eða áburður betri gegn lúpínu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2012 | 12:06
Skrítin grein
Í ljósi skýrslu Náttúrufræðistofnunar og Landgræðslunnar til umhverfisráðuneytisins árið 2010, sem umræddir sérfræðingar fyrrnefndu stofnunarinnar komu að, þá er þessi grein einungis til þess ætluð að rugla almenning í ríminu
Í skýrslunni frá 2010 segir nefnilega að ókosturinn við að eitra fyrir lúpínunni (með Raundup-eitrinu sem notað hefur verið í tilraunaskyni) er sá að sú aðferð henti illa þar sem trjágróður sé til staðar (bls. 23)!
Því er upphlaup þeirra Sigurðar og Borgþórs óskiljanlegt nú og ástæða til að kalla þá á teppið vegna þess.
Sjá skýrsluna hér: http://www.ni.is/media/midlunogthjonusta/utgafa/Lupinuskyrsla.pdf
![]() |
Lúpínan í Þórsmörk þrætuepli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2012 | 20:19
Hvernig með hina trúuðu?
Geta þeir ekki allt eins þröngvað trú sinni upp á börn sín (í óþökk hins foreldrisins)?
Það er reyndar einmitt þetta sem sérfræðingarhópur um nýja stjórnarskrá vill breyta í tillögum stjórnlagaráðs.
Þ.e. hann leggur til að foreldrar fái að fylgjast með því hvað verið er að innræta börnum þeirra og hafi stjórnarskrárbundinn rétt til að grípa þar inní, ef þeim er misboðið.
![]() |
Trúlausir þröngva afstöðu sinni á börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 230
- Frá upphafi: 464576
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 210
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar