Hvernig með hina trúuðu?

Geta þeir ekki allt eins þröngvað trú sinni upp á börn sín (í óþökk hins foreldrisins)?

Það er reyndar einmitt þetta sem sérfræðingarhópur um nýja stjórnarskrá vill breyta í tillögum stjórnlagaráðs.

Þ.e. hann leggur til að foreldrar fái að fylgjast með því hvað verið er að innræta börnum þeirra og hafi stjórnarskrárbundinn rétt til að grípa þar inní, ef þeim er misboðið.


mbl.is Trúlausir þröngva afstöðu sinni á börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Gunnar Heiðar og Aron Jóhannsson?

Það er ljóst að landsliðsþjálfarinn er langrækinn. Hann velur ekki markakónginn í sænsku deildinni, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, vegna þess að hann dirfðist að gefa ekki kost á sér í tveimur síðustu leikjum. Fyrir það skal refsa! Dæmi um stjórnunarhæfileika?

En það er hins vegar hulin ráðgata af hverju hann velur ekki markahæsta leikmann dönsku úrvalsdeildarinnar, Aron Jóhannson. Hann er aftur byrjaður að leika með liði sínu AGF eftir meiðsli.

Þá eu fleiri íslenskir leikmenn þar í landi byrjaðir að spila aftur eftir langvarandi meiðsli, menn eins og Eyjólfur Héðinsson og Arnór Smárason sem hafa ávallt gefið kost á sér. 

Ætli Lars Lagerbäck hafi gleymt þeim?


mbl.is Gylfi, Alfreð og Ragnar draga sig úr hópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki slæmt!

Mér skilst að einhverjir aðstandendur kvennalandsliðsins hafi verið að kvarta yfir þessum drætti, kannski mest yfir að vera með Þýskalandi í riðli. Liðið hefur jú unnið fimm síðustu Evrópukeppnir en þurfa þó ekki að vera versti mótherjinn. Frakkar hafa verið að standa sig mjög vel undanfarið, t.d. í síðustu heimsmeistarakeppni og Svíar eru jú einnig skeinuhættir. Ísland sleppur við að mæta þessum þjóðum.

Þá eru Norðmenn ekkert sérstakir og raun heppnir að vinna íslenska liðið í riðlakeppninni. Einnig eru Hollendingar lægra skrifaðir en Ísland, svo þar er góður möguleiki á sigri. 

Svo má ekki gleyma því að tvö lið komast örugglega áfram og tvö af þremur liðunum í 3. sæti.  Möguleikar Íslands á að komast áfram ættu því að vera góðir.

 


mbl.is Ísland mætir Þýskalandi, Noregi og Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgi Valur með stórleik!

Þetta var sagt um Helga Val eftir sigurinn á PSV: "Helgi Danielsson gjorde en mycket bra insats på mittfältet, vann dueller, var överallt."

http://www.dn.se/sport/fotboll/aik-tog-forsta-europa-league-segern

 

 


mbl.is Helgi og félagar skelltu PSV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðurfræðingar tvísaga!

Á heimasíðu Veðurstofunnar segir þetta um veðrið 9.-11. september:

"Lofthiti varð einni til tveimur gráðum lægri en allflestar spár gerðu ráð fyrir, þannig að sú úrkoma sem féll var meira slydda og snjókoma heldur en rigning og slydda."

Það var sem sé aldrei spáð snjókomu heldur einungis rigingu eða slyddu á láglendi (og 4 stiga hita)  þegar reyndin var gífurlegt fannfergi og blindbylur.

Þarna munaði mestu á hitaspám annars vegar og raunveruleikanum hins vegar eða allt að fjórum gráðum!!!

Spáð þokkalega vel???


mbl.is Ummæli ráðherra komu Veðurstofunni í opna skjöldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannval Samfylkingarinnar!

Það er engu logið uppá mannval það sem Samfylkingin hefur yfir að ráða á þingi. Valgerður Bjarnadóttir er gott dæmi um það (og Sigmundur Ernir og Kristján Möller einnig).

Eir er auðvitað einkafyrirtæki sem er algjörlega ótengd Ríkisendurskoðun, eins og kemur fram í yfirlýsingu stofnunarinnar. Hins vegar er það auðvitað sniðugt hjá Eir að biðja um þessa endurskoðun því þá losna þeir sjálfir við að borga hana.

En að Valgerður skuli falla fyrir þessari "leikfléttu" Eirarmanna segir meira en segja þarf um vitsmunina þar á bæ.


mbl.is Gáttuð á ríkisendurskoðanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósannindi?

Samkvæmt mínum kokkabókum er þetta ekki satt hjá Ólafi þ.e. að hann hafi verið í byrjunarliði Waregem í átta leikjum af 14.

Reyndar nenni ég ekki lengra aftur en í síðustu fjóra leiki en þar var Ólafur Ingi aðeins í byrjunarliðinu í einum leik (11. umferð). Í hinum leikjunum kom hann inná í blálokin (10. umferð), 78. mín (12. umferð), 48. mín (13. umferð) og 82. mín (14. umferð).

Ég leyfi mér að fullyrða að þetta sé einnig saga hans í fyrstu níu umferðunum (og tel mig hafa statistík yfir það). Stefán Gíslason hefur hins vegar leikið nær alla leiki síns liðs (og allt til enda) og það lið, Leuven, er ekki langt á eftir Waregem í belgísku deildinni. 

Það væri því nær að hafa Stefán í landsliðshópnum  - og taka viðtal við hann - en árangur hans í haust er einhver sá besti sem íslenskur knattspyrnumaður hefur náð á tímabilinu.


mbl.is „Stanslaus barátta um sæti í liðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsliðsframherjinn?

Ætli það hafi farið framhjá blaðamanninum að Gunnar Heiðar var ekki valinn í íslenska landsliðshópinn sem á að mæta Andorra nú um miðjan mánuðinn?

Í viðtali á fotbolti.net kemur fram að Gunnar gaf kost á sér í leikinn en var samt ekki valinn.

http://fotbolti.net/fullStory.php?id=136129#ixzz2BQj9SU2z

 

Þetta finnst engum furðulegt, m.a. var frétt í Fréttablaðinu í morgun um valið með fyrirsögninni: "Ekkert óvænt"!

Mér finnst það verða æ ljósara að Lars Lagerbäck er starfi sínu ekki vaxinn. Það voru mistök að ráða hann. 

 


mbl.is Skora ef ég fæ að spila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Gunnar Heiðar?

Er hann kominn út í kuldann vegna þess að hann gaf ekki kost á sér í síðustu tveimur leikjum?

Nú er törnin mikla búinn hjá honum svo ég efast um að hann gefi ennþá ekki kost á sér.

Svona til að minna áhugamenn um íslenska knattspyrnu á þá var Gunnar Heiðar næstmarkahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar í nýafstaðinni8 leiktíð og nýlega valinn 9. besti leikmaður deildarinnar af blaðinu Expressen.

Lars Lägerbeck virðist þó telja sig geta verið á hans - eins og fyrr en í þau fáu skipti sem Gunnar hefur verið valinn í landsliðshópinn fékk hann að sitja á bekknum allan tímann.

Svo finnst mér einnig skrítið að Ólafur Ingi Skúlason sé sá leikmaður í belgísku deildinni sem er valinn í landsliðið en ekki Stefán Gíslason. Ólafur hefur aðeins einu sinni verið í byrjunarliðinu hjá liði sínu Waregem síðan leiktíðin hófst aftur eftir síðasta landsleikjahlé. Stefán hefur hins vegar spilað alla leiki liðs síns og skorað meira að segja í þeim leikjum. Leuwen heitir liðið og er nú í 6. sæti deildarinnar!

Já, vegir drottnarans eru órannsakanlegir ...


mbl.is Valdi ekki þá sem verða í banni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EBS hvatt til að beita áhrifum sínum

Hér er ágætis úttekt á ástandi fanganna sem eru í hungurverkfalli og kröfum þeirra.

http://www.newsmill.se/artikel/2012/11/02/hungerstrejken-visar-att-eu-m-ste-s-tta-press-p-turkiet

Þetta eru óskup venjulegir borgarar og kannski meira en það: mannréttindafólk, borgarstjórar, verkalýðsleiðtogar, blaðamenn og meðlimir í kúrdískum stjórnmálaflokki. Þeir eru orðnir blindir og heyrnarlausir af hungurverkfallinu og þjást af innbortis blæðingum.

Stjórnvöld í Tyrklandi neita hins vegar aðkoma nokkuð til móts við fangana og beita þeim hinu versta harðræði.

 

Þetta er látið viðgangast af ESB og vestrænum stjórnvöldum, enda eru tyrknesk stjórnvöld mikilvægur hlekkur í að koma Assad Sýrlandsforseta frá. Því leyfist þeim þetta framferði sem sýnir að mannréttindamál eru Vesturlöndum ekki eins hugleikin og þau vilja vera láta - amk hvað varðar Sýrland.


mbl.is Beittu táragasi á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 47
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 464621

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 250
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband