Dásemd hins vestræna frelsis

Kostnaðurinn af hinu vestræna frelsi:

113 fangar teknir af lífi í Írak í ár, 1200 síðan að nýja stjórnin tók við (svo ekki sé minnst á þá 120.000 almennu borgara sem voru drepnir í innrásinni og í kjölfar hennar).

Afrek Saddam Hussains blikna í þessum samanburði.


mbl.is 11 aflífaðir í Írak í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Passar það ekki bara vel?

Nú getur Lars landsliðsþjálfari haldið áfram að nota nær eintóma varamenn í landsliðið, ekki síst í framlínuna.

Í dag sátu nefnilega þeir Gylfi Þór, Birkir Bjarna og Rúrik á bekknum hjá sínum liðum og fékk t.d. Birkir ekkert að spila og Gylfi lítið. Rúrik fékk þó að byrja seinni hálfleikinn.

Helgi Valur og Aron Einar eru þó að spila með liðum sínum sem og Ari Freyr, Birkir Már og Ragnar Sigurðsson.

Meira að segja Jóhann Berg fékk að byrja í dag með liði sínu AZ Alkmaar. Það virðist ekki hafa haft góð áhrif því tveir leikmenn liðsins fengu rauða spjaldið á næstum sömu mínútunni í seinni hálfleik (52.)! Líklega varast því Lars að nota hann en velji 2. deildar leikmanninn Emil í staðinn. 

Þá er hinn "lúnkni" leikmaður Bjarni Ólafur Eiríksson að leika með botnliði Stabæk í norsku deildinni og fær því eflaust sjens enn og aftur hjá landsliðsþjálfaranum, þrátt fyrir afleitan dag í landsleiknum gegn Kýpur. Af Kára karlinum berast hins vegar engar fréttir (enda varla fréttnæmt að spila í 4. deildinni ensku).

Það má vel fara að kalla íslenska landsliðið varamanna- og lægri deilda-liðið.


mbl.is Aron dregur sig úr landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórsigur fyrir Háskólann eða stórtap?

Þetta er nú nokkuð hæpin túlkun á niðurstöðu siðanefndar enda má segja að þessi siðanefnd sé pöntuð af forystu Háskólans til að ljúka þessu leiðindamál.

Það hafa nefnilega fleiri siðanefndir Háskólans komið að málinu og þar var niðurstaðan allt önnur. Í apríl 2009 kemst siðanefnd að þeirri niðurstöðu að kennsluefni Bjarna Randvers feli ekki í sér "hlutlæga og sanngjarna umfjöllun" um Vantrú. Þá var skorað á Bjarna að breyta námsefninu ef námskeiðið yrði endurtekið.

Önnur siðanefnd var svo skipuð árið 2010 og komst hún að sömu niðurstöðu ári seinna. Háskólinn bauð meira að segja Vantrú skaðabætur vegna umfjöllunar Bjarna Randvers.

Núna er sem sé komin þriðja siðanefndin og þá loksins er Bjarni fríaður af óhlutdrægni og ósanngjarnri kennslu. Það kallar hann aðför að akademísku frelsi sínu - og því miður hefur stór hluti háskólakennara tekið undir það. Þannig virðist sem ekki megi gagnrýna hlutdræga og ósanngjarna kennslu í HÍ vegna þess að slík gagnrýni sé aðför að akademísku frelsi kennaranna!

Við þessa niðurstöðu er háskólasamfélagið komið á þann stað sem það var fyrir um 50 árum síðan. Þetta er afturför sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fræðileg vinnubrögð háskólasamfélagsins.

Og fyrir guðfræðideildina og hugvísindasviðið er þessi niðurstaða enn alvarlegri í ljósi þess að nýlega var annar stundakennari þar uppvís að því að hafa logið til um prófgráðu sína - og komist upp með það í 10 ár!

Tekið skal fram að Bjarni Randver hefur verið í doktorsnámi við deildina til fjölda ára og hefur ekki enn lokið námi - en kennir þar samt.



mbl.is „Stórsigur minn og Háskóla Íslands“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eggert Gunnþór en ekki Björn Bergmann!

Þetta val hjá Lars landsliðsþjálfara er svo sem fyrirsjáanlegt því erfiðara er að falla úr liðinu en að komast í það. Gleðiefnið er þó auðvitað að nú loksins skuli Aron Jóhannsson vera valinn í landsliðið.

Hitt er skrítið að enn einu sinni er Eggert Gunnþór Jónsson valinn í liðið þó svo að hann komist ekki einu sinni í leikmannahópinn hjá slöku liði Wolves. Samherji hans hjá félaginu, Björn Bergmann Sigurðarson, kemst hins vegar ekki í landsliðshópinn þó svo að hann sé alltaf í leikmannahópi Wolves - og komi iðulega inná í leikjum liðsins.

Reyndar virðist landsliðsþjálfarinn hafa skipt um skoðun hvað varðar samanburð hans á Aron J. og Birni Bergmann fyrir nokkrum vikum. Þá var Björn Bergmann miklu efnilegri en Aron - en nú er Aron í liðinu en ekki Björn!!!

Þá vekur athygli að  Arnór S. Aðalsteinsson hjá Hönefoss er ekki í hópnum en hann var þar síðast.



mbl.is Aron í landsliðshópnum í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífskjör dregist aftur úr?

Þetta eru merkilegar fullyrðingar hjá Árna Páli og minna á yfirlýsingar ESB-sinna frá því í gær um að lífskjör hér á landi hafi dregist aftur úr miðað við grannlöndin.

En er það svo? Í skýrslu Þjóðmálastofnunar frá því í ár kemur fram að lífskjör láglaunafólks hafi aðeins dregist saman um 9% hér á landi á aðal kreppárunum (2008-2010) en hafi síðan hækkað aftur.

http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33363

Hins vegar kemur einnig fram í skýrslunni að tekjur hjá hæsta tekjuhópnum hafi dregist saman um 38%. Þetta þykir þó ekki bagalega í ljósi þess að tekjumunur hafi aukist mjög fyrir Hrun, þannig að sá tekjumunur sé sem betur fer að ganga til baka.

Núverandi ríkisstjórn hefur þannig tekist að verja velferðina og auka jöfnuð í samfélaginu.

Þetta harmar Árni Páll þrátt fyrir að vera stjórnarþingmaður og fyrrum ráðherra í þessari ríkisstjórn! Hann telur sig greinilega vera málsvara fólks í hæsta tekjuhópnum og vill augljóslega aukinn tekjumun.

Skyldi hann einhvern tímann átta sig á því að hann er í flokki sem kennir sig við jafnaðarstefnu?


mbl.is Árni Páll í formannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er vanræksla sama og glæpsamlegt athæfi?

Geir var aldrei ákærður fyrir glæpsamlegt athæfi heldur vanrækslu í starfi.

Þá er auðvitað nokkuð sérkennilegt að vitnað sé í "minnisblað" eftir þennan mann og það gert að stórfrétt hér á landi.

Þarna talar hægri maður, þingmaður kristilegra demókrata, og styður auðvitað sinn skoðanabróður. Þannig er lítið að marka þetta "minnisblað" og það alls ekki fréttnæmt.


mbl.is Málið gegn Geir misheppnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í raun þrenna!

Gunnar Heiðar skoraði ekki aðeins tvö mörk í leiknum heldur átti allan heiðurinn af þriðja markinu, sem var sjálfsmark. Hann "klakkaði" boltanum í átt að markinu en varnarmaður tókst að komast fyrir boltann með þeim afleiðingum að hann fór í netið:

http://www.dn.se/sport/fotboll/norrkoping-lekte-med-uselt-gais

Kominn tími á hann í byrjunarliðið hjá landsliðseinvaldinum, saman með Aroni Jóhannssyni?


mbl.is Gunnar Heiðar með tvö í stórsigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mark Ara!

Hér má sjá mark Ara Freys: (sjá http://www.dn.se/sport/fotbollsklipp.)

Svona er markinu lýst en rétt áður átti Ari hörkuskot rétt framhjá: ”Sanslös träff för islänningen som ur vänsterinnerläge slår en underbar vänsterinsida som skruvar sig in i högra krysset”. Helgi með stoðsendinguna í síðasta markinu, sem var sigurmarkið .

 


mbl.is Glæsimark Ara ekki nóg - Helgi á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort ert meiri "baggi" kindurnar eða kýrnar?

Ég held að þær manneskjur sem hæst hjala um kostnaðinn við að halda úti fjárbúskap hér á landi ætti að leggja eftirfarandi upplýsingar á minnið. Sem sé! Kostnaður við kindurnar er 2,4 milljarðar á næsta ári en við kýrnar er hann meiri en tvöfalt hærri eða 6,3 milljarðar:

"Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verða útgjöld vegna samnings við mjólkurframleiðendur 6.340 milljónir. Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu verða 2.430 milljónir."
Hvað eigum við Íslendingar lengi að styrkja steinríka kúabændur til þess eins að fá að kaupa dýrustu mjólk (nautakjöt og osta) norðan Alpafjalla?

 

 

 

 


mbl.is Framlengja búvörusamninga um 2 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 16
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 321
  • Frá upphafi: 464677

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 294
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband